Ábyrgð borga Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. desember 2015 07:00 Athygli vakti að Reykjavíkurborg hygðist senda tólf einstaklinga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París sem hófst í vikunni. Greint var frá því að kostnaður við ferðina væri um þrjár milljónir. Oddvitar flokkanna fara allir, auk fulltrúa umhverfis- og skipulagsráðs og sviðstjóra. Þá borgarritari, sérfræðingur í loftslagsmálum og aðstoðarmaður borgarstjóra. Tilgangurinn er að taka þátt í ráðstefnunni, samræma vinnubrögð og viðbrögð til að bregðast við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Fréttablaðið greinir í dag frá því að höfuðborgir Norðurlandanna hafi tekið höndum saman við kynningu markmiða í loftslagsmálum. Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80 prósent orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Meðal markmiða Reykjavíkurborgar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2020 og um 73 prósent fyrir árið 2050. Þetta verður gert með því að breyta ferðavenjum, með þéttingu byggðar, plöntun trjáa og bættri meðhöndlun úrgangs. Þétting byggðar verður notuð til að stytta vegalengdir og draga úr þörf á flutningum og stærri framkvæmdum í samgöngukerfinu. Stefnt er að því að þrefalda hlut almenningssamgangna í daglegum ferðum í og úr vinnu en um 60 prósent allra ferða í Reykjavík eru þrír kílómetrar eða styttri. Auk þess á að auka hlut bíla sem ganga fyrir sjálfbærri orku og stefnt að því að draga úr hlut bílaumferðar úr 75 prósentum allra ferða 2011 í 58 prósent árið 2030. Um miðjan nóvember skrifuðu yfir 100 fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum. Þar skuldbundu þau sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun og minnka myndun úrgangs. Það má svo sannarlega gagnrýna forgangsröðun hins opinbera þegar kemur að úthlutun fjármuna, bæði ríkis og sveitarfélaga. Slík gagnrýni á mjög oft rétt á sér. Reykjavíkurborg stendur illa fjárhagslega og eðlilegt að það komi mörgum spánskt fyrir sjónir að svo margir fulltrúar þurfi að sækja ráðstefnu úti í heimi. Það er hins vegar svo að þjóðir heims standa frammi fyrir slæmum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þær eru margvíslegar, fæstar jákvæðar. Gróðurbelti færast til, yfirborð sjávar hækkar og flóðahætta eykst. Lífsskilyrði í sjó kunna að breytast. Óvíst er nákvæmlega hvaða afleiðingar þetta mun hafa fyrir mannkynið en líklegast mun þetta auka mjög á vandann sem nú þegar steðjar að mannkyninu vegna mikillar fjölgunar jarðarbúa. Hve mikil hnattræn hlýnun af mannavöldum verður ræðst af þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýsing fyrirtækjanna 100 er stórt skref og jákvætt í því ljósi að um 80 prósent orkunotkunar og losunar heims fer fram í þéttbýli. Borgir bera því hitann og þungann af ábyrgðinni á loftslagsbreytingum og minnkun þeirra. Á þeim hvílir mikil ábyrgð. Reykjavíkurborg hyggst greinilega ekki láta sitt eftir liggja og er það vel. Tólf manneskjur og kostnaður við ferðalag þeirra á stærstu stefnumótandi ráðstefnu heims um loftslagsmál eru smámunir í því ljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun
Athygli vakti að Reykjavíkurborg hygðist senda tólf einstaklinga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París sem hófst í vikunni. Greint var frá því að kostnaður við ferðina væri um þrjár milljónir. Oddvitar flokkanna fara allir, auk fulltrúa umhverfis- og skipulagsráðs og sviðstjóra. Þá borgarritari, sérfræðingur í loftslagsmálum og aðstoðarmaður borgarstjóra. Tilgangurinn er að taka þátt í ráðstefnunni, samræma vinnubrögð og viðbrögð til að bregðast við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Fréttablaðið greinir í dag frá því að höfuðborgir Norðurlandanna hafi tekið höndum saman við kynningu markmiða í loftslagsmálum. Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80 prósent orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Meðal markmiða Reykjavíkurborgar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2020 og um 73 prósent fyrir árið 2050. Þetta verður gert með því að breyta ferðavenjum, með þéttingu byggðar, plöntun trjáa og bættri meðhöndlun úrgangs. Þétting byggðar verður notuð til að stytta vegalengdir og draga úr þörf á flutningum og stærri framkvæmdum í samgöngukerfinu. Stefnt er að því að þrefalda hlut almenningssamgangna í daglegum ferðum í og úr vinnu en um 60 prósent allra ferða í Reykjavík eru þrír kílómetrar eða styttri. Auk þess á að auka hlut bíla sem ganga fyrir sjálfbærri orku og stefnt að því að draga úr hlut bílaumferðar úr 75 prósentum allra ferða 2011 í 58 prósent árið 2030. Um miðjan nóvember skrifuðu yfir 100 fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum. Þar skuldbundu þau sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun og minnka myndun úrgangs. Það má svo sannarlega gagnrýna forgangsröðun hins opinbera þegar kemur að úthlutun fjármuna, bæði ríkis og sveitarfélaga. Slík gagnrýni á mjög oft rétt á sér. Reykjavíkurborg stendur illa fjárhagslega og eðlilegt að það komi mörgum spánskt fyrir sjónir að svo margir fulltrúar þurfi að sækja ráðstefnu úti í heimi. Það er hins vegar svo að þjóðir heims standa frammi fyrir slæmum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þær eru margvíslegar, fæstar jákvæðar. Gróðurbelti færast til, yfirborð sjávar hækkar og flóðahætta eykst. Lífsskilyrði í sjó kunna að breytast. Óvíst er nákvæmlega hvaða afleiðingar þetta mun hafa fyrir mannkynið en líklegast mun þetta auka mjög á vandann sem nú þegar steðjar að mannkyninu vegna mikillar fjölgunar jarðarbúa. Hve mikil hnattræn hlýnun af mannavöldum verður ræðst af þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýsing fyrirtækjanna 100 er stórt skref og jákvætt í því ljósi að um 80 prósent orkunotkunar og losunar heims fer fram í þéttbýli. Borgir bera því hitann og þungann af ábyrgðinni á loftslagsbreytingum og minnkun þeirra. Á þeim hvílir mikil ábyrgð. Reykjavíkurborg hyggst greinilega ekki láta sitt eftir liggja og er það vel. Tólf manneskjur og kostnaður við ferðalag þeirra á stærstu stefnumótandi ráðstefnu heims um loftslagsmál eru smámunir í því ljósi.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun