Jólablað Glamour er komið út Ritstjórn skrifar 11. desember 2015 09:00 Sigrún Eva er forsíðufyrirsæta Glamour í desember. Desemberblað Glamour er komið út - rjúkandi heitt úr prentsmiðjunni í allar helstu verslanir landsins. Þetta síðasta blað ársins er stútfullt af fjölbreyttu efni sem allir ættu að hafa gaman af. Ljósmyndarinn Ruvan Wijesooriya sá um að skjóta forsíðþáttinn en forsíðuna sjálfa prýðir íslenska fyrirsætan Sigrún Eva, sem er að gera það gott um þessar mundir. Tinna Empera, hárgreiðslukona, sá um hárið í þættinum og Lilja Baldursdóttir framleiddi þáttinn sem var unnin samhliða vinnslu á sýndarveruleikamyndbandi, sem verður frumsýnt á nýju ári. Stílisering var í höndunum á Victoriu Bartlett og hin fyrirsætan í þættinum er Katharine Mackel hjá dna Model Management. Hvernig klæðum við okkur? Glamour rýnir í niðurstöður könnunar sem við lögðum fyrir lesendur á vefnum í nóvember, en þar kemur margt forvitnilegt fram ásamt því að fá smekklega Íslendinga til að deila sínum fatavenjum með lesendum. Til dæmis hafa 28 prósent kvenna sem svöruðu könnuninni farið að gráta því þær fundu ekki rétta dressið til fara í út á lífið! Við skoðum þennan blessaða túrskatt sem hefur verið mikið í umræðunni ásamt því að taka Andreu Maack tali um nýjasta ilminn hennar en prufa af honum fylgir með blaðinu. Jólafötin, glimmer, glys og margt margt fleira í glæsilegu jólablaði sem ómissandi er að næla sér í fyrir hátíðarnar. Glamour Tíska Mest lesið Talaði íslensku við Ísak Glamour Penelope Cruz sem Donatella Versace Glamour Blac Chyna og Rob Kardashian eignast stúlku Glamour Forsmekkur af haustinu hjá H&M Glamour Hafðu þægindin í fyrirrúmi um helgina Glamour Cara Delevigne orðin stutthærð Glamour Meghan áhrifin leynast víða Glamour Lagt upp með stórstjörnum. Glamour Frank Ocean snýr aftur í nýrri auglýsingaherferð Calvin Klein Glamour Skærrauðar varir fyrir næsta sumar Glamour
Desemberblað Glamour er komið út - rjúkandi heitt úr prentsmiðjunni í allar helstu verslanir landsins. Þetta síðasta blað ársins er stútfullt af fjölbreyttu efni sem allir ættu að hafa gaman af. Ljósmyndarinn Ruvan Wijesooriya sá um að skjóta forsíðþáttinn en forsíðuna sjálfa prýðir íslenska fyrirsætan Sigrún Eva, sem er að gera það gott um þessar mundir. Tinna Empera, hárgreiðslukona, sá um hárið í þættinum og Lilja Baldursdóttir framleiddi þáttinn sem var unnin samhliða vinnslu á sýndarveruleikamyndbandi, sem verður frumsýnt á nýju ári. Stílisering var í höndunum á Victoriu Bartlett og hin fyrirsætan í þættinum er Katharine Mackel hjá dna Model Management. Hvernig klæðum við okkur? Glamour rýnir í niðurstöður könnunar sem við lögðum fyrir lesendur á vefnum í nóvember, en þar kemur margt forvitnilegt fram ásamt því að fá smekklega Íslendinga til að deila sínum fatavenjum með lesendum. Til dæmis hafa 28 prósent kvenna sem svöruðu könnuninni farið að gráta því þær fundu ekki rétta dressið til fara í út á lífið! Við skoðum þennan blessaða túrskatt sem hefur verið mikið í umræðunni ásamt því að taka Andreu Maack tali um nýjasta ilminn hennar en prufa af honum fylgir með blaðinu. Jólafötin, glimmer, glys og margt margt fleira í glæsilegu jólablaði sem ómissandi er að næla sér í fyrir hátíðarnar.
Glamour Tíska Mest lesið Talaði íslensku við Ísak Glamour Penelope Cruz sem Donatella Versace Glamour Blac Chyna og Rob Kardashian eignast stúlku Glamour Forsmekkur af haustinu hjá H&M Glamour Hafðu þægindin í fyrirrúmi um helgina Glamour Cara Delevigne orðin stutthærð Glamour Meghan áhrifin leynast víða Glamour Lagt upp með stórstjörnum. Glamour Frank Ocean snýr aftur í nýrri auglýsingaherferð Calvin Klein Glamour Skærrauðar varir fyrir næsta sumar Glamour