Ólafur Ragnar sagði það ekki tíðkast að svipta menn fálkaorðunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. desember 2015 18:30 Forseti Íslands sagði árið 2012 að það tíðkaðist ekki að svipta menn fálkaorðunni. Formaður orðunefndar forsetans segist sjálfur hafa lagt það til að svipta Sigurð Einarsson réttinum til að bera orðuna, en engin fordæmi eru fyrir slíkri ákvörðun hér á landi. Sigurður Einarsson þáverandi stjórnarformaður Kaupþings banka var sæmdur fálkaorðunni 1. janúar 2007 fyrir forystuhlutverk í íslensku útrásinni. Forsetinn hefur nú svipt hann réttinum til að bera orðuna vegna 4 ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu. Ákvörðun forsetans er byggð á forsetabréfi um hina íslensku fálkaorðu frá 31. desember 2005. Þar segir að stórmeistari, sem er forsetinn í þessu samhengi, geti „að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.“ Forsetinn getur ekki svipt Sigurð orðunni sjálfri en hann getur svipt hann réttinum til að bera hana og það er það sem forsetinn gerði. Ákvörðunin er án fordæma. Ákvörðun forsetans er athyglisverð því á beinni línu DV árið 2012 sagði hann: „Það hefur ekki tíðkast að afturkalla orðuveitingar“ þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki afturkallað orðuveitingar til útrásarvíkinga.Guðni Ágústsson formaður orðunefndar forseta Íslands.365/Þorbjörn Þórðarson„Orðunefnd fór yfir mál Sigurðar eftir að hann fékk þenann þunga dóm og það var samdóma álit okkar að leggja það til við forsetann að hann yrði sviptur réttinum,“ segir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður orðunefndar forsetans. Guðni segir að hugmyndin hafi ekki komið frá forsetanum.Hver léði fyrst máls á því að beita þessari heimild? „Við tókum þetta fyrir í orðunefnd og lögðum þetta svo til við forsetann.“Þannig að þetta er ekki liður í einhvers konar vegferð sitjandi forseta í að reyna að fjarlægjast stjórnendur föllnu bankanna sem hann studdi með ráðum og dáð fyrir banka- og gjaldeyrishrunið? „Þetta er nú stór fullyrðing en þetta kemur forsetanum ekkert við. Við lögðum þetta til við forsetann og hann féllst á þetta. Þetta snýr bara að þessu eina atriði.”Inni á fundi nefndarinnar, hver er það sem á upphaflega þá hugmynd að beita heimildinni? „Ég er formaður nefndarinnar. Þannig að ég tók málið fyrir.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.365/Þorbjörn ÞórðarsonGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur rannsakað embætti forsetans, skrifaði bók um tíð Kristjáns Eldjárn í embættinu og vinnur nú að heildstæðu sagnfræðiriti um embættið. „Það hafa líklega yfir sjö þúsund manns fengið fálkaorðuna í gegnum tíðina, þannig að það er misjafn sauður í mörgu fé. Í tilfelli Sigurðar Einarssonar þá er þetta í fyrsta sinn sem orðuhafi hlýtur þungan fangelsisdóm sem vekur þjóðarathygli. Þannig í því ljósi verður væntanlega að skoða þessa ákvörðun forseta Íslands,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.Því hefur verið haldið fram staða fálkaorðunnar eigi ekki að sveiflast eftir tíðarandanum í samfélaginu heldur eigi veiting hennar að standa ein og sér. Hvað segir þú um þetta sjónarmið? „Jú, þetta er sjónarmið en reglugerðin er svona. Það má grípa til þessa ráðs hafi orðuhafi brugðist trausti þess sem veitir orðuna. Það er þá réttlætingin en þetta er klassískt álitaefni og það má horfa á þetta víðara samhengi. Til dæmis þegar óskir um afsökun eða fyrirgefningu eru settar fram vegna atburða sem áttu sér stað í fortíð,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Fálkaorðan Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Forseti Íslands sagði árið 2012 að það tíðkaðist ekki að svipta menn fálkaorðunni. Formaður orðunefndar forsetans segist sjálfur hafa lagt það til að svipta Sigurð Einarsson réttinum til að bera orðuna, en engin fordæmi eru fyrir slíkri ákvörðun hér á landi. Sigurður Einarsson þáverandi stjórnarformaður Kaupþings banka var sæmdur fálkaorðunni 1. janúar 2007 fyrir forystuhlutverk í íslensku útrásinni. Forsetinn hefur nú svipt hann réttinum til að bera orðuna vegna 4 ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu. Ákvörðun forsetans er byggð á forsetabréfi um hina íslensku fálkaorðu frá 31. desember 2005. Þar segir að stórmeistari, sem er forsetinn í þessu samhengi, geti „að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.“ Forsetinn getur ekki svipt Sigurð orðunni sjálfri en hann getur svipt hann réttinum til að bera hana og það er það sem forsetinn gerði. Ákvörðunin er án fordæma. Ákvörðun forsetans er athyglisverð því á beinni línu DV árið 2012 sagði hann: „Það hefur ekki tíðkast að afturkalla orðuveitingar“ þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki afturkallað orðuveitingar til útrásarvíkinga.Guðni Ágústsson formaður orðunefndar forseta Íslands.365/Þorbjörn Þórðarson„Orðunefnd fór yfir mál Sigurðar eftir að hann fékk þenann þunga dóm og það var samdóma álit okkar að leggja það til við forsetann að hann yrði sviptur réttinum,“ segir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður orðunefndar forsetans. Guðni segir að hugmyndin hafi ekki komið frá forsetanum.Hver léði fyrst máls á því að beita þessari heimild? „Við tókum þetta fyrir í orðunefnd og lögðum þetta svo til við forsetann.“Þannig að þetta er ekki liður í einhvers konar vegferð sitjandi forseta í að reyna að fjarlægjast stjórnendur föllnu bankanna sem hann studdi með ráðum og dáð fyrir banka- og gjaldeyrishrunið? „Þetta er nú stór fullyrðing en þetta kemur forsetanum ekkert við. Við lögðum þetta til við forsetann og hann féllst á þetta. Þetta snýr bara að þessu eina atriði.”Inni á fundi nefndarinnar, hver er það sem á upphaflega þá hugmynd að beita heimildinni? „Ég er formaður nefndarinnar. Þannig að ég tók málið fyrir.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.365/Þorbjörn ÞórðarsonGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur rannsakað embætti forsetans, skrifaði bók um tíð Kristjáns Eldjárn í embættinu og vinnur nú að heildstæðu sagnfræðiriti um embættið. „Það hafa líklega yfir sjö þúsund manns fengið fálkaorðuna í gegnum tíðina, þannig að það er misjafn sauður í mörgu fé. Í tilfelli Sigurðar Einarssonar þá er þetta í fyrsta sinn sem orðuhafi hlýtur þungan fangelsisdóm sem vekur þjóðarathygli. Þannig í því ljósi verður væntanlega að skoða þessa ákvörðun forseta Íslands,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.Því hefur verið haldið fram staða fálkaorðunnar eigi ekki að sveiflast eftir tíðarandanum í samfélaginu heldur eigi veiting hennar að standa ein og sér. Hvað segir þú um þetta sjónarmið? „Jú, þetta er sjónarmið en reglugerðin er svona. Það má grípa til þessa ráðs hafi orðuhafi brugðist trausti þess sem veitir orðuna. Það er þá réttlætingin en þetta er klassískt álitaefni og það má horfa á þetta víðara samhengi. Til dæmis þegar óskir um afsökun eða fyrirgefningu eru settar fram vegna atburða sem áttu sér stað í fortíð,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Fálkaorðan Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira