Giroud skaut Arsenal áfram í Meistaradeildinni | Sjáið þrennu Frakkans í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2015 18:08 Olivier Giroud fagnar einu af mörkum sínum. Vísir/EPA Franski framherjinn Olivier Giroud sá um að skjóta Arsenal áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld en hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Arsenal á útivelli á móti gríska liðinu Olympiakos. Olympiakos nægði jafntefli í leiknum og mátti líka tapa 1-0 og 2-1. Arsenal-menn sýndu styrk og karakter með því að klára leikinn sannfærandi eftir smá basl í byrjun. Arsenal-liðið hefur þar með komist áfram úr riðlakeppninni á sautján tímabil í röð. Arsenal endar í öðru sæti riðilsins með jafnmörg stig og Olympiakos en betri árangur í innbyrðisviðureignum. Bayern München fékk sex stigum meira og vann riðilinn. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum í London en fékk bara að spila í fjórar mínútur í þessum leik. Hann kom inná í stöðunni 3-0 fyrir Arsenal og gat lítið gert. Olympiakos byrjaði leikinn vel og átti í fullu tré við Arsenal-liðið fyrstu tuttugu mínúturnar. Aide Brown Ideye fékk fyrsta færi leiksins á tólftu mínútur og á þeirri tuttugustu voru heimamenn aftur nálægt því að skora þegar Felipe Pardo fékk gott skotfæri en hitti ekki markið. Arsenal fór þá að ranka við sér og Mathieu Flamini átti skot í slána á 25. mínútu eftir undirbúning Joel Campbell. Fjórum mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir í leiknum og það var mikið léttir fyrir enska liðið. Olivier Giroud kom þá Arsenal í 1-0 á 29. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Aaron Ramsey. Laurent Koscielny var nálægt því að skora sjálfsmark í lok fyrri hálfleiks en skaut sem betur fer yfir eigið mark. Seinni hálfleikurinn var ekki orðinn fjögurra mínútna gamall þegar Olivier Giroud var búinn að koma Arsenal-liðinu í 2-0. Olivier Giroud fékk þá boltann eftir laglegan undirbúning Joel Campbell og skoraði sitt annað mark í leiknum. Olivier Giroud kláraði síðan þrennuna og um leið leikinn þegar hann kom Arsenal í 3-0 með marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu. Vonir heimamanna voru nánast út enda þurfti liðið nú að skora þrjú mörk til að komast í sextán liða úrslitin.Giroud kemur Arsenal í 1-0 Giroud kemur Arsenal í 2-0 Giroud fullkomnar þrennuna og kemur Arsenal í 3-0 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira
Franski framherjinn Olivier Giroud sá um að skjóta Arsenal áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld en hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Arsenal á útivelli á móti gríska liðinu Olympiakos. Olympiakos nægði jafntefli í leiknum og mátti líka tapa 1-0 og 2-1. Arsenal-menn sýndu styrk og karakter með því að klára leikinn sannfærandi eftir smá basl í byrjun. Arsenal-liðið hefur þar með komist áfram úr riðlakeppninni á sautján tímabil í röð. Arsenal endar í öðru sæti riðilsins með jafnmörg stig og Olympiakos en betri árangur í innbyrðisviðureignum. Bayern München fékk sex stigum meira og vann riðilinn. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum í London en fékk bara að spila í fjórar mínútur í þessum leik. Hann kom inná í stöðunni 3-0 fyrir Arsenal og gat lítið gert. Olympiakos byrjaði leikinn vel og átti í fullu tré við Arsenal-liðið fyrstu tuttugu mínúturnar. Aide Brown Ideye fékk fyrsta færi leiksins á tólftu mínútur og á þeirri tuttugustu voru heimamenn aftur nálægt því að skora þegar Felipe Pardo fékk gott skotfæri en hitti ekki markið. Arsenal fór þá að ranka við sér og Mathieu Flamini átti skot í slána á 25. mínútu eftir undirbúning Joel Campbell. Fjórum mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir í leiknum og það var mikið léttir fyrir enska liðið. Olivier Giroud kom þá Arsenal í 1-0 á 29. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Aaron Ramsey. Laurent Koscielny var nálægt því að skora sjálfsmark í lok fyrri hálfleiks en skaut sem betur fer yfir eigið mark. Seinni hálfleikurinn var ekki orðinn fjögurra mínútna gamall þegar Olivier Giroud var búinn að koma Arsenal-liðinu í 2-0. Olivier Giroud fékk þá boltann eftir laglegan undirbúning Joel Campbell og skoraði sitt annað mark í leiknum. Olivier Giroud kláraði síðan þrennuna og um leið leikinn þegar hann kom Arsenal í 3-0 með marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu. Vonir heimamanna voru nánast út enda þurfti liðið nú að skora þrjú mörk til að komast í sextán liða úrslitin.Giroud kemur Arsenal í 1-0 Giroud kemur Arsenal í 2-0 Giroud fullkomnar þrennuna og kemur Arsenal í 3-0
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira