Fótbolti

Þrjú ensk lið í pottinum á mánudaginn | Þessi lið komust áfram í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Olivier Giroud var maður kvöldsins.
Olivier Giroud var maður kvöldsins. Vísir/Getty
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lauk í kvöld og þar með er það endanlega ljóst hvaða lið komust áfram í sextán liða úrslitin og hvaða lið fara í Evrópudeildina.

Arsenal og Chelsea unnu bæði sína leiki í kvöld og komust þar með í sextán liða úrslitin alveg eins og Manchester City. Manchester United þarf hinsvegar að fara í Evrópudeildina og verður þar með Liverpool og Tottenham Hotspur.

Það verður dregið í sextán liða úrslitin klukkan ellefu fyrir hádegi á mánudaginn.  

Fyrri leikirnir í 16 liða úrslitnum fara fram 16., 17., 23. og 24. febrúar en þeir seinni fara fram 8., 9., 15. og 16. mars.



Liðin sem komust í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar 2015-16:

Sigurvegarar riðlanna:

Real Madrid, Spáni

Wolfsburg, Þýskalandi

Atlético Madrid, Spáni

Manchester City, Englandi

Barcelona, Spáni

Bayern München, Þýskalandi

Chelsea, Englandi

Zenit Saint Petersburg, Rússlandi

Liðin sem enduðu í 2. sæti í riðlunum:

Paris Saint-Germain, Frakklandi

PSV Eindhoven, Hollandi

Benfica, Portúgal

Juventus, Ítalíu

Roma, Ítalíu

Arsenal, Englandi

Dynamo Kiev, Úkraínu

Gent, Belgíu

Liðin sem fara í Evrópudeildina:

Shakhtar Donetsk, Úkraínu

Manchester United, Englandi

Galatasaray, Tyrklandi

Sevilla, Spáni

Bayer Leverkusen, Þýskalandi

Olympiacos, Grikklandi

Porto, Portúgal

Valencia, Spáni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×