Spieth: Fimm risamót í golfinu á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2015 14:30 Jordan Spieth. Vísir/Getty Árið 2016 verður mjög stórt ár í golfinu því auk risamótanna fjögurra verða önnur stórmót, Ryder-bikarinn um mánaðarmótin september-október og svo golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í ágúst. Jordan Spieth, efsti maður heimslistans, bíður spenntur eftir komandi golfári og hann lítur á það að það verði í raun keppt á fimm risamótum á næsta ári. Ástæðan er að nú verður keppt í golfi á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn í meira en heila öld. Jordan Spieth verður að öllum líkindum einn af fjórum bandarískum kylfingum sem fá að keppa á leikunum svo framarlega að hann meiðist ekki eða hrapi niður heimslistann. „Bara það að keppa á sjálfum Ólympíuleikunum, labba inn á setningarhátíðinni, gista í Ólympíuþorpinu og hitta allt þetta frábæra íþróttafólk allstaðar af úr heiminum. Vonandi er það eitthvað sem ég fær að upplifa í ágúst," sagði Jordan Spieth á blaðamannafundi fyrir golfmót í Sydney. „Að ná að vinna gull á Ólympíuleikum er í mínum huga jafn merkilegt og að vinna risamót. Ég hef verið spurður um það hvort ég vildi frekar grænan jakka eða gullmedalíu en það er ekki sanngjörn spurning," sagði Jordan Spieth. Jordan Spieth átti frábært ár í ár en hann vann bæði Masters-mótið og opna bandaríska meistaramótið og varð síðan í öðru sæti PGA-meistaramótinu og í fjórða sæti á opna breska meistaramótinu. „Ég held að við kylfingar munum hugsa til leikanna eins og þeir séu fimmta risamótið. Við munum undirbúa okkur vel og með það markmið að vinna gullið," sagði Spieth. Sumir atvinnukylfinganna hafa gert lítið úr keppninni á Ólympíuleikunum en Spieth er einn af þeim sem dreymir um fyrsta Ólympíugull kylfings í meira en hundrað ár. Jordan Spieth.Vísir/Getty Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Árið 2016 verður mjög stórt ár í golfinu því auk risamótanna fjögurra verða önnur stórmót, Ryder-bikarinn um mánaðarmótin september-október og svo golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í ágúst. Jordan Spieth, efsti maður heimslistans, bíður spenntur eftir komandi golfári og hann lítur á það að það verði í raun keppt á fimm risamótum á næsta ári. Ástæðan er að nú verður keppt í golfi á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn í meira en heila öld. Jordan Spieth verður að öllum líkindum einn af fjórum bandarískum kylfingum sem fá að keppa á leikunum svo framarlega að hann meiðist ekki eða hrapi niður heimslistann. „Bara það að keppa á sjálfum Ólympíuleikunum, labba inn á setningarhátíðinni, gista í Ólympíuþorpinu og hitta allt þetta frábæra íþróttafólk allstaðar af úr heiminum. Vonandi er það eitthvað sem ég fær að upplifa í ágúst," sagði Jordan Spieth á blaðamannafundi fyrir golfmót í Sydney. „Að ná að vinna gull á Ólympíuleikum er í mínum huga jafn merkilegt og að vinna risamót. Ég hef verið spurður um það hvort ég vildi frekar grænan jakka eða gullmedalíu en það er ekki sanngjörn spurning," sagði Jordan Spieth. Jordan Spieth átti frábært ár í ár en hann vann bæði Masters-mótið og opna bandaríska meistaramótið og varð síðan í öðru sæti PGA-meistaramótinu og í fjórða sæti á opna breska meistaramótinu. „Ég held að við kylfingar munum hugsa til leikanna eins og þeir séu fimmta risamótið. Við munum undirbúa okkur vel og með það markmið að vinna gullið," sagði Spieth. Sumir atvinnukylfinganna hafa gert lítið úr keppninni á Ólympíuleikunum en Spieth er einn af þeim sem dreymir um fyrsta Ólympíugull kylfings í meira en hundrað ár. Jordan Spieth.Vísir/Getty
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira