Willian kom Chelsea-liðinu í 2-0 í leiknum þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu á 73. mínútu.
Þetta var fjórða aukaspyrnumark Willian í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hann jafnaði þar með met landa síns Juninho Pernambucano samkvæmt upplýsingum frá spænska tölfræðingnum Alexis Martín-Tamayo.
Juninho skoraði einnig fjögur mörk beint úr aukaspyrnum með franska liðinu Lyon í Meistaradeildinni 2005-2006.
Það er ekki síður athyglisvert að Willian hefur ekki þurft margar aukaspyrnur til að skora þessi aukaspyrnumörk.
Hann hefur þannig skorað úr 4 af 5 aukaspyrnum sínum í Meistaradeildinni og úr 6 af 12 aukaspyrnum sínum í öllum keppnum. OptaJoe sagði frá þessu.
Það að Willian skuli vera með 80 prósent nýtingu úr aukaspyrnum í Meistaradeildinni er mögnuð staðreynd. Það er nánast orðið eins og að fá á sig vítaspyrnu að fá á sig aukaspyrnu rétt fyrir utan teig á móti Chelsea.
Willian hefur skoraði öll sex mörkin sín á tímabilinu beint úr aukaspyrnu en þetta er þegar orðið það mesta sem hann hefur skorað á einu tímabili með Chelsea. Willian skoraði 4 mörk á fyrstu tveimur tímabilum sínum á Stamford Bridge.
Enginn annar leikmaður hefur heldur náð að skora svona mörk aukaspyrnumörk í toppdeildum Evrópu en í öðru sæti er Roma-maðurinn Miralem Pjanic með fjögur.
6 - Willian has scored 6 times from 12 free-kick attempts this season in all comps; 4 of 5 in the Champions League. Specialist.
— OptaJoe (@OptaJoe) November 24, 2015