Donald Trump hæddist að fötlun blaðamanns Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2015 10:15 Donald Trump virtist gera grín að fötlun blaðamanns. Donald Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann hæddist að fötlun blaðamanns á kosningafundi í gær. Það gerði hann þegar hann var að verja ummæli sín um að hafa séð þúsundir múslima fagna því í New Jersey þegar flugvélum var flogið á tvíburaturnana í New York árið 2001. Lögregluþjónar og yfirvöld í New Jersey segja þetta ekki vera satt. Blaðamaðurinn Serge Kovaleski skrifaði grein fyrir Washington Post árið 2001 þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði handsamað og yfirheyrt einstaklinga sem fögnuðu hryðjuverkaárásinni. Fyrr í vikunni sagði Kovaleski að hann hefði rætt við fjölda íbúa New Jersey á sínum tíma, en hann mundi ekki nægilega vel eftir svörum þeirra, enda væru fjórtán ár liðin. „En ég man ekki eftir því að einhver hafi sagt að um þúsundir, eða jafnvel hundruð, manns hafi verið að ræða. Það var ekki svo, ef ég man rétt,“ sagði Kovaleski við CNN. Hann vinnur nú fyrir New York Times. Á kosningafundi í Suður-Karólínu í gær gerði Trump lítið úr þessum ummælum Kovaleski og þar að auki gerði hann grín að fötlun hans. Kovaleski er með liðasjúkdóm sem sem gerir honum erfitt að hreyfa hendurnar.Í stað þess að biðjast afsökunar eða eitthvað slíkt, fór Trump á Twitter og gagnrýndi New York Times harðlega eins og sjá má hér að neðan. Kovaleski sjálfur segir þetta ekki koma sér á óvart. Miðað við reynslu hans af Donald Trump væri ekki skrítið að hann leggðist svo lágt. Þetta sagði Kovaleski í samtali við Washington Post.The failing @nytimes should be focused on good reporting and the papers financial survival and not with constant hits on Donald Trump!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 "@RioSunny3: @realDonaldTrump @WKRG I lived in New Jersey at that time and witnessed all that as well.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The @nytimes is so poorly run and managed that other family members are looking to take over control. With unfunded liabilities-big trouble!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The dopes at the @nytimes bought the Boston Globe for $1.3 billion and sold it for $1.00. Their great old headquarters-gave it away! So dumb— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 So, since the people at the @nytimes have made all bad decisions over the last decade, why do people care what they write. Incompetent!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The numbers at the @nytimes are so dismal, especially advertising revenue, that big help will be needed fast. A once great institution-SAD!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Donald Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann hæddist að fötlun blaðamanns á kosningafundi í gær. Það gerði hann þegar hann var að verja ummæli sín um að hafa séð þúsundir múslima fagna því í New Jersey þegar flugvélum var flogið á tvíburaturnana í New York árið 2001. Lögregluþjónar og yfirvöld í New Jersey segja þetta ekki vera satt. Blaðamaðurinn Serge Kovaleski skrifaði grein fyrir Washington Post árið 2001 þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði handsamað og yfirheyrt einstaklinga sem fögnuðu hryðjuverkaárásinni. Fyrr í vikunni sagði Kovaleski að hann hefði rætt við fjölda íbúa New Jersey á sínum tíma, en hann mundi ekki nægilega vel eftir svörum þeirra, enda væru fjórtán ár liðin. „En ég man ekki eftir því að einhver hafi sagt að um þúsundir, eða jafnvel hundruð, manns hafi verið að ræða. Það var ekki svo, ef ég man rétt,“ sagði Kovaleski við CNN. Hann vinnur nú fyrir New York Times. Á kosningafundi í Suður-Karólínu í gær gerði Trump lítið úr þessum ummælum Kovaleski og þar að auki gerði hann grín að fötlun hans. Kovaleski er með liðasjúkdóm sem sem gerir honum erfitt að hreyfa hendurnar.Í stað þess að biðjast afsökunar eða eitthvað slíkt, fór Trump á Twitter og gagnrýndi New York Times harðlega eins og sjá má hér að neðan. Kovaleski sjálfur segir þetta ekki koma sér á óvart. Miðað við reynslu hans af Donald Trump væri ekki skrítið að hann leggðist svo lágt. Þetta sagði Kovaleski í samtali við Washington Post.The failing @nytimes should be focused on good reporting and the papers financial survival and not with constant hits on Donald Trump!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 "@RioSunny3: @realDonaldTrump @WKRG I lived in New Jersey at that time and witnessed all that as well.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The @nytimes is so poorly run and managed that other family members are looking to take over control. With unfunded liabilities-big trouble!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The dopes at the @nytimes bought the Boston Globe for $1.3 billion and sold it for $1.00. Their great old headquarters-gave it away! So dumb— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 So, since the people at the @nytimes have made all bad decisions over the last decade, why do people care what they write. Incompetent!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The numbers at the @nytimes are so dismal, especially advertising revenue, that big help will be needed fast. A once great institution-SAD!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira