Blaðamaðurinn Serge Kovaleski skrifaði grein fyrir Washington Post árið 2001 þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði handsamað og yfirheyrt einstaklinga sem fögnuðu hryðjuverkaárásinni. Fyrr í vikunni sagði Kovaleski að hann hefði rætt við fjölda íbúa New Jersey á sínum tíma, en hann mundi ekki nægilega vel eftir svörum þeirra, enda væru fjórtán ár liðin.
„En ég man ekki eftir því að einhver hafi sagt að um þúsundir, eða jafnvel hundruð, manns hafi verið að ræða. Það var ekki svo, ef ég man rétt,“ sagði Kovaleski við CNN. Hann vinnur nú fyrir New York Times.
Á kosningafundi í Suður-Karólínu í gær gerði Trump lítið úr þessum ummælum Kovaleski og þar að auki gerði hann grín að fötlun hans. Kovaleski er með liðasjúkdóm sem sem gerir honum erfitt að hreyfa hendurnar.
Kovaleski sjálfur segir þetta ekki koma sér á óvart. Miðað við reynslu hans af Donald Trump væri ekki skrítið að hann leggðist svo lágt. Þetta sagði Kovaleski í samtali við Washington Post.
The failing @nytimes should be focused on good reporting and the papers financial survival and not with constant hits on Donald Trump!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015
"@RioSunny3: @realDonaldTrump @WKRG I lived in New Jersey at that time and witnessed all that as well.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015
The @nytimes is so poorly run and managed that other family members are looking to take over control. With unfunded liabilities-big trouble!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015
The dopes at the @nytimes bought the Boston Globe for $1.3 billion and sold it for $1.00. Their great old headquarters-gave it away! So dumb
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015
So, since the people at the @nytimes have made all bad decisions over the last decade, why do people care what they write. Incompetent!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015
The numbers at the @nytimes are so dismal, especially advertising revenue, that big help will be needed fast. A once great institution-SAD!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015