Rússar skipuleggja aðgerðir gegn Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2015 14:30 Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, kynnti aðgerðirnar í dag. Vísir/EPA Stjórnvöld í Rússlandi vinna nú að framkvæmd efnahagslegra- og stjórnmálaþvingana gegn Tyrkjum. Aðgerðirnar eru fyrirhugaðar vegna þess að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél í fyrradag. Þar að auki eru Rússar hættir öllu hernaðarlegu samstarfi með Tyrkjum.Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir að aðgerðirnar verði útfærðar á tveimur dögum samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Hann segir enn fremur að aðgerðirnar verði ekki byggðar innan einhvers tímaramma heldur verði þeim haldið út eins lengi og þörf sé á. Rússar hafa nú þegar hert reglur og eftirlit varðandi flutning landbúnaðarvara frá Tyrklandi. Landbúnaðarráðherran Alexander Tkachev sagði í gær að mögulega væri öllum innflutning matvæla frá Tyrklandi hætt. Hægt væri að flytja inn grænmeti frá Íran, Ísrael, Marokkó, Aserbaísjan og Úsbekistan.Samkvæmt frétt BBC gætu aðgerðirnar einnig falið í sér að hætt verði við sameiginlegar fjárfestingar ríkjanna. Samband Rússlands og Tyrklands er nú mjög stirt eftir að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél á þriðjudaginn. Tyrkir segja vélinni hafa verið flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. NATO hefur stutt við þessa lýsingu Tyrkja. Rússar segja hins vegar að vélinni hafi aldrei verið flogið inn í lofthelgi Tyrklands. Enn fremur segja þeir að með þessu hafi Tyrkir sýnt að þeir styðji við hryðjuverk Íslamska ríkisins. Undanfarna daga hafa yfirvöld í Rússlandi gagnrýnt Tyrki harðlega og jafnvel haldið því fram að Tyrkir kaupi olíu af ISIS og haldi þannig starfsemi þeirra gangandi. Annar flugmaður flugvélarinnar var myrtur af uppreisnarmönnum Túrkmena í norðanverðu Sýrlandi þar sem flugvélin brotlenti. Hinum var bjargað eftir að hafa verið á flótta í tólf tíma. Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“ Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa „ekki vera á leið í stríð við „Tyrki“. 25. nóvember 2015 12:43 Tyrkir segjast ekki hafa vitað að þotan væri rússnesk Tyrklandsher segist reiðubúinn að starfa með þeim rússneska. 25. nóvember 2015 21:40 Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir. 25. nóvember 2015 07:45 Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist Hann segir einnig að þeir hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar vél hans var skotin niður af Tyrkjum. 25. nóvember 2015 14:53 Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi. 26. nóvember 2015 07:00 Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Vladimir Putin segir að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. 25. nóvember 2015 10:57 Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum Segjast hafa margsinnis varað flugmenn rússnesku sprengjuvélarinnar um að þeir væru á leið inn í lofthelgi Tyrklands. 26. nóvember 2015 07:45 Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað Sendiherra Rússlands í Frakklandi segir að sýrlenski herinn hafi flutt hann til herstöðvar Rússa. 25. nóvember 2015 08:50 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi vinna nú að framkvæmd efnahagslegra- og stjórnmálaþvingana gegn Tyrkjum. Aðgerðirnar eru fyrirhugaðar vegna þess að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél í fyrradag. Þar að auki eru Rússar hættir öllu hernaðarlegu samstarfi með Tyrkjum.Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir að aðgerðirnar verði útfærðar á tveimur dögum samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Hann segir enn fremur að aðgerðirnar verði ekki byggðar innan einhvers tímaramma heldur verði þeim haldið út eins lengi og þörf sé á. Rússar hafa nú þegar hert reglur og eftirlit varðandi flutning landbúnaðarvara frá Tyrklandi. Landbúnaðarráðherran Alexander Tkachev sagði í gær að mögulega væri öllum innflutning matvæla frá Tyrklandi hætt. Hægt væri að flytja inn grænmeti frá Íran, Ísrael, Marokkó, Aserbaísjan og Úsbekistan.Samkvæmt frétt BBC gætu aðgerðirnar einnig falið í sér að hætt verði við sameiginlegar fjárfestingar ríkjanna. Samband Rússlands og Tyrklands er nú mjög stirt eftir að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél á þriðjudaginn. Tyrkir segja vélinni hafa verið flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. NATO hefur stutt við þessa lýsingu Tyrkja. Rússar segja hins vegar að vélinni hafi aldrei verið flogið inn í lofthelgi Tyrklands. Enn fremur segja þeir að með þessu hafi Tyrkir sýnt að þeir styðji við hryðjuverk Íslamska ríkisins. Undanfarna daga hafa yfirvöld í Rússlandi gagnrýnt Tyrki harðlega og jafnvel haldið því fram að Tyrkir kaupi olíu af ISIS og haldi þannig starfsemi þeirra gangandi. Annar flugmaður flugvélarinnar var myrtur af uppreisnarmönnum Túrkmena í norðanverðu Sýrlandi þar sem flugvélin brotlenti. Hinum var bjargað eftir að hafa verið á flótta í tólf tíma.
Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“ Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa „ekki vera á leið í stríð við „Tyrki“. 25. nóvember 2015 12:43 Tyrkir segjast ekki hafa vitað að þotan væri rússnesk Tyrklandsher segist reiðubúinn að starfa með þeim rússneska. 25. nóvember 2015 21:40 Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir. 25. nóvember 2015 07:45 Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist Hann segir einnig að þeir hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar vél hans var skotin niður af Tyrkjum. 25. nóvember 2015 14:53 Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi. 26. nóvember 2015 07:00 Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Vladimir Putin segir að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. 25. nóvember 2015 10:57 Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum Segjast hafa margsinnis varað flugmenn rússnesku sprengjuvélarinnar um að þeir væru á leið inn í lofthelgi Tyrklands. 26. nóvember 2015 07:45 Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað Sendiherra Rússlands í Frakklandi segir að sýrlenski herinn hafi flutt hann til herstöðvar Rússa. 25. nóvember 2015 08:50 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“ Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa „ekki vera á leið í stríð við „Tyrki“. 25. nóvember 2015 12:43
Tyrkir segjast ekki hafa vitað að þotan væri rússnesk Tyrklandsher segist reiðubúinn að starfa með þeim rússneska. 25. nóvember 2015 21:40
Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir. 25. nóvember 2015 07:45
Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist Hann segir einnig að þeir hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar vél hans var skotin niður af Tyrkjum. 25. nóvember 2015 14:53
Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi. 26. nóvember 2015 07:00
Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Vladimir Putin segir að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. 25. nóvember 2015 10:57
Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum Segjast hafa margsinnis varað flugmenn rússnesku sprengjuvélarinnar um að þeir væru á leið inn í lofthelgi Tyrklands. 26. nóvember 2015 07:45
Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað Sendiherra Rússlands í Frakklandi segir að sýrlenski herinn hafi flutt hann til herstöðvar Rússa. 25. nóvember 2015 08:50