Svartur föstudagur aldrei eins stór hér á landi og í ár sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 15:02 vísir/anton/stefán Svokallaður Black Friday, eða svartur föstudagur, hefur aldrei verið eins stór hér á landi og í ár, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir daginn kominn til að vera. „Þessi dagur hefur verið að þróast hér á landi undanfarin eitt til tvö ár en núna tekur þetta algjöran kipp. Fyrirtæki hér heima eru virkilega farin að nýta sér þetta í viðskiptalegum tilgangi,” segir Andrés. Um er að ræða stærsta verslunardag Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar. Óhætt er að segja að ákveðið neyslubrjálæði grípi landann á þessum degi þegar verslanir bjóða himinháan afslátt af nær öllum vörum. Andrési er ekki ljóst hvort boðið sé upp á sambærilegan afslátt hér á landi, en að nær ómögulegt sé að bera þessa tvo markaði saman. Erlendra áhrifa hefur gætt í auknum mæli hér á landi, og má þar til dæmis nefna valentínusardag. Andrés segir það ekkert nema jákvætt – fyrir bæði kaupmenn og neytendur. Nú verði farið í að skoða hvaða áhrif dagur sem þessi, svartur föstudagur, hefur á íslenska verslun. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi dagur kemur inn með svo afgerandi hætti, og þá verður ljóst hvaða áhrif hann mun hafa á verslun í desember. Við verðum með vikulegar athuganir á hvernig jólaverslun hefur gengið í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar, og þá munum við geta metið hvaða áhrif hann hefur,” segir hann. Fjölmargar verslanir hér á landi taka þátt í þessum degi, og hafa langar biðraðir myndast víða. Þó eru þær langt frá því að vera sambærilegar þeim biðröðum sem tíðkast í Bandaríkjunum, þar sem dæmi eru um að fólk komi sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun. Þá myndast jafnan mikill troðningur og myndbönd sína hvernig fólk svífst einskis, öskrar og ryðst áfram til að komast yfir vörurnar ódýru. Æsingurinn hefur oftar en ekki leitt til handtöku og jafnvel spítalavistar. Íslendingar virðast öllu rólegri fyrir deginum. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Svokallaður Black Friday, eða svartur föstudagur, hefur aldrei verið eins stór hér á landi og í ár, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir daginn kominn til að vera. „Þessi dagur hefur verið að þróast hér á landi undanfarin eitt til tvö ár en núna tekur þetta algjöran kipp. Fyrirtæki hér heima eru virkilega farin að nýta sér þetta í viðskiptalegum tilgangi,” segir Andrés. Um er að ræða stærsta verslunardag Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar. Óhætt er að segja að ákveðið neyslubrjálæði grípi landann á þessum degi þegar verslanir bjóða himinháan afslátt af nær öllum vörum. Andrési er ekki ljóst hvort boðið sé upp á sambærilegan afslátt hér á landi, en að nær ómögulegt sé að bera þessa tvo markaði saman. Erlendra áhrifa hefur gætt í auknum mæli hér á landi, og má þar til dæmis nefna valentínusardag. Andrés segir það ekkert nema jákvætt – fyrir bæði kaupmenn og neytendur. Nú verði farið í að skoða hvaða áhrif dagur sem þessi, svartur föstudagur, hefur á íslenska verslun. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi dagur kemur inn með svo afgerandi hætti, og þá verður ljóst hvaða áhrif hann mun hafa á verslun í desember. Við verðum með vikulegar athuganir á hvernig jólaverslun hefur gengið í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar, og þá munum við geta metið hvaða áhrif hann hefur,” segir hann. Fjölmargar verslanir hér á landi taka þátt í þessum degi, og hafa langar biðraðir myndast víða. Þó eru þær langt frá því að vera sambærilegar þeim biðröðum sem tíðkast í Bandaríkjunum, þar sem dæmi eru um að fólk komi sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun. Þá myndast jafnan mikill troðningur og myndbönd sína hvernig fólk svífst einskis, öskrar og ryðst áfram til að komast yfir vörurnar ódýru. Æsingurinn hefur oftar en ekki leitt til handtöku og jafnvel spítalavistar. Íslendingar virðast öllu rólegri fyrir deginum.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira