Líta á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 08:47 Frá gleðigöngunni í Reykjavík. vísir/vilhelm Samtökin ´78 sendu frá sér yfirlýsingu í morgun vegna þeirrar ákvörðunar ríkissaksóknara að gera lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka mál sem varða kærur samtakanna vegna hatursummæla í garð hinsegin fólks.Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í morgun en í október kærðu Samtökin ´78 ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna vegna hatursummæla. Þeir átta einstaklingar sem voru kærðir til embættisins töldu samtökin hafa kynt undir orðræðu sem vó gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. Í yfirlýsingu samtakanna segir meðal annars: „Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga.“ Þá líta samtökin á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu: „Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð.“ Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ´78 fagna því að ríkissaksóknari hafi lagt fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka mál er varða kærur samtakanna vegna ummæla sem samtökin telja að feli í sér hatursorðræðu í garð hinsegin fólks.Forsaga málsins er sú að í apríl á þessu ári lögðu Samtökin ´78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla sem þau telja að falli með skýrum hætti undir 233. grein a. almennra hegningarlaga. Ákvæðið kveður meðal annars á um að hatursorðræða í garð hinsegin fólks sé refsinæm.Í lok september bárust Samtökunum ‘78 bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að embættið hefði ákveðið að vísa öllum átta kærunum sem heyra undir embættið frá án rannsóknar þar sem þær þættu ekki líklegar til sakfellis. Samtökin ‘78 kærðu allar þær ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara þann 7. október 2015. Í rökstuðningi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara, sem settur var fram í tilefni af fyrrgreindum kærum samtakanna, kemur fram að lögreglustjórinn telji að ummælin falli öll undir ákvæði íslenskra laga um tjáningarfrelsi.Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga. Meðal annars með hliðsjón af því að heimilt sé að takmarka tjáningarfrelsi einstaklinga vegna réttinda annarra til að njóta friðhelgis einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að vísa málunum frá án rannsóknar eru því allar felldar niður og er lögreglustjóranum gert skylt að hefja rannsókn á því hvort hin kærðu ummæli teljist refsinæm.Samtökin ´78 líta á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu. Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð. Hinsegin Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00 Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Samtökin ´78 sendu frá sér yfirlýsingu í morgun vegna þeirrar ákvörðunar ríkissaksóknara að gera lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka mál sem varða kærur samtakanna vegna hatursummæla í garð hinsegin fólks.Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í morgun en í október kærðu Samtökin ´78 ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna vegna hatursummæla. Þeir átta einstaklingar sem voru kærðir til embættisins töldu samtökin hafa kynt undir orðræðu sem vó gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. Í yfirlýsingu samtakanna segir meðal annars: „Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga.“ Þá líta samtökin á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu: „Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð.“ Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ´78 fagna því að ríkissaksóknari hafi lagt fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka mál er varða kærur samtakanna vegna ummæla sem samtökin telja að feli í sér hatursorðræðu í garð hinsegin fólks.Forsaga málsins er sú að í apríl á þessu ári lögðu Samtökin ´78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla sem þau telja að falli með skýrum hætti undir 233. grein a. almennra hegningarlaga. Ákvæðið kveður meðal annars á um að hatursorðræða í garð hinsegin fólks sé refsinæm.Í lok september bárust Samtökunum ‘78 bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að embættið hefði ákveðið að vísa öllum átta kærunum sem heyra undir embættið frá án rannsóknar þar sem þær þættu ekki líklegar til sakfellis. Samtökin ‘78 kærðu allar þær ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara þann 7. október 2015. Í rökstuðningi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara, sem settur var fram í tilefni af fyrrgreindum kærum samtakanna, kemur fram að lögreglustjórinn telji að ummælin falli öll undir ákvæði íslenskra laga um tjáningarfrelsi.Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga. Meðal annars með hliðsjón af því að heimilt sé að takmarka tjáningarfrelsi einstaklinga vegna réttinda annarra til að njóta friðhelgis einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að vísa málunum frá án rannsóknar eru því allar felldar niður og er lögreglustjóranum gert skylt að hefja rannsókn á því hvort hin kærðu ummæli teljist refsinæm.Samtökin ´78 líta á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu. Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð.
Hinsegin Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00 Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00
Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent