Leiðtogafundur Evrópuríkja og Afríkuríkja hefst á Möltu í dag þar sem flóttamannastraumurinn til Evrópu verður ræddur. Sky News greina frá því að Evrópuþjóðirnar ætli að bjóða Afríkuríkjum aðgang að sjóði upp á tæpa tvo milljarða evra, fáist þeir til gera sitt til að draga úr straumi flóttamanna og gera meira meira í málefnum þeirra.
Á meðal þeirra sem þátt taka á fundinum eru leiðtogar ríkja þar sem fólksflóttinn hefur verið einna mestur, ríki á borð við Eritreu, Sómalíu og Súdan.
