Biluð fangelsi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 11:21 Allt upp undir fimm til sex fangar á hverjum tíma eiga við einhver vandamál að stríða, til dæmis þroskaskerðingu. Þetta kom fram í máli Páls Winkel fangelsismálastjóra í föstudagsviðtalinu í síðustu viku. Mál þroskahamlaðs hollensks manns sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl, hefur verið til umræðu undanfarið. Maðurinn hefur verið í einangrun og gæsluvarðhaldi frá 28. september. Að sögn móður mannsins skilur hann ekki aðstæður sökum fötlunar sinnar. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag sagði móðirin að þótt fjölskyldan vilji ekki firra hann ábyrgð sé honum ekki fullkomlega ljóst fyrir hvað hann sé ákærður. Páll segir að menn sem glíma við andleg veikindi eða fötlun eigi ekki að vera í fangelsi. Dæmi séu um að menn fari í geðrof í fangavistinni en sjaldgæft sé að fangar fái inni á geðdeild. „Enda er geðdeild að taka við alls konar fólki – allt frá ungu fólki sem líður illa yfir í gamalt fólk sem er þunglynt og allt þar á milli. Ég hef fullan skilning á því að kolbrjálaður fangi, svo maður tali íslensku, passi ekki alveg inn,“ segir Páll. Vöntun er á lokaðri deild þar sem öryggisskilyrði eru uppfyllt. Umboðsmaður Alþingis hefur vakið athygli á þessari aðstöðu, og segir hana mögulega brjóta bæði gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, sé geðveikum eða fötluðum mönnum ekki tryggð viðeigandi læknisþjónusta. Pyntinganefnd Evrópuráðsins hefur tekið í sama streng og bent á bága geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga hér á landi. Ekkert hefur þó breyst. Páll segir málið snúast um pólitískan vilja. Svona úrræði kostar jú peninga. Nú er yfirstandandi bygging nýs fangelsis við Hólmsheiði – hins fyrsta sem hannað er frá grunni sem fangelsi síðan 1871 á Íslandi. Áætlað er að fangelsið verði tilbúið til notkunar um páskana. Þar með batnar til muna fangelsisaðstaða fyrir konur, gæsluvarðhalds- og einangrunarvistarfanga. En byggingin leysir á engan hátt vanda þeirra fanga sem eiga við andleg vandamál að stríða. Það gengur ekki upp að fársjúkum eða fötluðum mönnum sé ekki veitt þjónusta við hæfi. Menn sem sitja af sér refsivist í fangelsi eiga alveg nógu erfitt meðan á dvöl þeirra stendur þótt mannréttindi þeirra séu ekki brotin samhliða. Í mars sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra á Alþingi að til greina kæmi að vista þessa fanga á Hólmsheiði en einnig sé til umræðu að útbúa aðstöðu fyrir þá á Litla-Hrauni á sérstakri sjúkradeild. Þetta verði ákveðið þegar í ljós komi hvernig skipulagsmálum verður háttað eftir að fangelsið á Hólmsheiði verður tekið í gagnið. Skýrsla umboðsmanns kom út árið 2013. Ábendingar Pyntinganefndar Evrópuráðsins komu einnig út árið 2013. Ekkert hefur gerst síðan, þrátt fyrir að þá hafi löngu legið fyrir að aðstaðan fyrir þessa fanga væri óviðunandi. Fyrir liggur, samkvæmt þessum svörum ráðherra, að engin lausn er í sjónmáli fyrr en í það minnsta eftir páska og líklegt að þegar skipulag fangelsismálanna skýrist með nýju fangelsi þurfi nokkurn tíma til að koma deildum og úrræðum á legg. Á meðan situr hollenski fanginn inni og skilur ekki af hverju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Allt upp undir fimm til sex fangar á hverjum tíma eiga við einhver vandamál að stríða, til dæmis þroskaskerðingu. Þetta kom fram í máli Páls Winkel fangelsismálastjóra í föstudagsviðtalinu í síðustu viku. Mál þroskahamlaðs hollensks manns sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl, hefur verið til umræðu undanfarið. Maðurinn hefur verið í einangrun og gæsluvarðhaldi frá 28. september. Að sögn móður mannsins skilur hann ekki aðstæður sökum fötlunar sinnar. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag sagði móðirin að þótt fjölskyldan vilji ekki firra hann ábyrgð sé honum ekki fullkomlega ljóst fyrir hvað hann sé ákærður. Páll segir að menn sem glíma við andleg veikindi eða fötlun eigi ekki að vera í fangelsi. Dæmi séu um að menn fari í geðrof í fangavistinni en sjaldgæft sé að fangar fái inni á geðdeild. „Enda er geðdeild að taka við alls konar fólki – allt frá ungu fólki sem líður illa yfir í gamalt fólk sem er þunglynt og allt þar á milli. Ég hef fullan skilning á því að kolbrjálaður fangi, svo maður tali íslensku, passi ekki alveg inn,“ segir Páll. Vöntun er á lokaðri deild þar sem öryggisskilyrði eru uppfyllt. Umboðsmaður Alþingis hefur vakið athygli á þessari aðstöðu, og segir hana mögulega brjóta bæði gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, sé geðveikum eða fötluðum mönnum ekki tryggð viðeigandi læknisþjónusta. Pyntinganefnd Evrópuráðsins hefur tekið í sama streng og bent á bága geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga hér á landi. Ekkert hefur þó breyst. Páll segir málið snúast um pólitískan vilja. Svona úrræði kostar jú peninga. Nú er yfirstandandi bygging nýs fangelsis við Hólmsheiði – hins fyrsta sem hannað er frá grunni sem fangelsi síðan 1871 á Íslandi. Áætlað er að fangelsið verði tilbúið til notkunar um páskana. Þar með batnar til muna fangelsisaðstaða fyrir konur, gæsluvarðhalds- og einangrunarvistarfanga. En byggingin leysir á engan hátt vanda þeirra fanga sem eiga við andleg vandamál að stríða. Það gengur ekki upp að fársjúkum eða fötluðum mönnum sé ekki veitt þjónusta við hæfi. Menn sem sitja af sér refsivist í fangelsi eiga alveg nógu erfitt meðan á dvöl þeirra stendur þótt mannréttindi þeirra séu ekki brotin samhliða. Í mars sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra á Alþingi að til greina kæmi að vista þessa fanga á Hólmsheiði en einnig sé til umræðu að útbúa aðstöðu fyrir þá á Litla-Hrauni á sérstakri sjúkradeild. Þetta verði ákveðið þegar í ljós komi hvernig skipulagsmálum verður háttað eftir að fangelsið á Hólmsheiði verður tekið í gagnið. Skýrsla umboðsmanns kom út árið 2013. Ábendingar Pyntinganefndar Evrópuráðsins komu einnig út árið 2013. Ekkert hefur gerst síðan, þrátt fyrir að þá hafi löngu legið fyrir að aðstaðan fyrir þessa fanga væri óviðunandi. Fyrir liggur, samkvæmt þessum svörum ráðherra, að engin lausn er í sjónmáli fyrr en í það minnsta eftir páska og líklegt að þegar skipulag fangelsismálanna skýrist með nýju fangelsi þurfi nokkurn tíma til að koma deildum og úrræðum á legg. Á meðan situr hollenski fanginn inni og skilur ekki af hverju.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun