Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2015 14:33 Lindu Pé ofbýður hvernig landsbyggðamenn tala um Gísla Martein -- og skakkar leikinn. Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur hefur risið upp til varnar Gísla Marteini Baldurssyni, gegn landsbyggðarmönnum sem hafa verið að úthúða sjónvarpsmanninum geðþekka. Linda sýnir nokkurt hugrekki þegar hún skakkar leikinn á Facebook; en téðir landsbyggðarmenn hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5. Þetta var um helgina á Twitter og menn eru ekkert á því að láta Gísla Martein sleppa of snemma með þetta. Og þannig birtir Stefán Guðmundsson athafnamaður á Húsavík mynd af Gísla Marteini á Facebooksíðu sinni undir yfirskriftinni: „Vill einhver taka ungan Reykvíking í sveit í sumar?“Gísli Marteinn er hafður að háði og spotti meðal landsbyggðafólks þessi dægrin, eftir umdeild ummæli.Nokkur umræða skapast á þræði undir þessu skensi Stefáns og eru Gísla Marteini ekki vandaðar kveðjurnar. Hér eru nokkur dæmi: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annar segir: „Stefán - þú ert að leggja fífl í einelti,“ og lætur broskall fylgja en Stefán segir að þetta sé ekki einelti, heldur „betrunar-tillögur“. „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“ Og enn einn segir: „Forrest Gump sagði "stupid is as stupid does." Og er það eina sem kemur upp í huga mér þegar ég sé eða heyri í þessum blessaða dreng.“ En, þarna þykir Lindu nóg komið. Hún blandar sér óhrædd í þessar einsleitu samræður og hastar á þá karla sem þarna vilja hæðast að Gísla Marteini og kalla öllum illum nöfnum: „Mèr blöskrar hvernig þið fullorðnir menn skrifið hér. Þið getið verið ósammála skoðunum Gísla en að kalla hann "skrípi", "fífl" og "andskota", segir því miður meira um ykkur en hann. Skammist ykkar.“ Og, svo virðist sem heldur sljákki í mannskapnum við þessar skammir Lindu.Hefur einhver spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn? https://t.co/6Kjumdisv9— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 7, 2015 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur hefur risið upp til varnar Gísla Marteini Baldurssyni, gegn landsbyggðarmönnum sem hafa verið að úthúða sjónvarpsmanninum geðþekka. Linda sýnir nokkurt hugrekki þegar hún skakkar leikinn á Facebook; en téðir landsbyggðarmenn hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5. Þetta var um helgina á Twitter og menn eru ekkert á því að láta Gísla Martein sleppa of snemma með þetta. Og þannig birtir Stefán Guðmundsson athafnamaður á Húsavík mynd af Gísla Marteini á Facebooksíðu sinni undir yfirskriftinni: „Vill einhver taka ungan Reykvíking í sveit í sumar?“Gísli Marteinn er hafður að háði og spotti meðal landsbyggðafólks þessi dægrin, eftir umdeild ummæli.Nokkur umræða skapast á þræði undir þessu skensi Stefáns og eru Gísla Marteini ekki vandaðar kveðjurnar. Hér eru nokkur dæmi: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annar segir: „Stefán - þú ert að leggja fífl í einelti,“ og lætur broskall fylgja en Stefán segir að þetta sé ekki einelti, heldur „betrunar-tillögur“. „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“ Og enn einn segir: „Forrest Gump sagði "stupid is as stupid does." Og er það eina sem kemur upp í huga mér þegar ég sé eða heyri í þessum blessaða dreng.“ En, þarna þykir Lindu nóg komið. Hún blandar sér óhrædd í þessar einsleitu samræður og hastar á þá karla sem þarna vilja hæðast að Gísla Marteini og kalla öllum illum nöfnum: „Mèr blöskrar hvernig þið fullorðnir menn skrifið hér. Þið getið verið ósammála skoðunum Gísla en að kalla hann "skrípi", "fífl" og "andskota", segir því miður meira um ykkur en hann. Skammist ykkar.“ Og, svo virðist sem heldur sljákki í mannskapnum við þessar skammir Lindu.Hefur einhver spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn? https://t.co/6Kjumdisv9— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 7, 2015
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira