Reynsluboltinn Justin Leonard deilir efsta sætinu á OHL Classic mótinu sem fram fer á El Camaleon vellinum í Mexíkó en hann ásamt Derek Fathauer, Shawn Stefani og Aaron Baddeley eru á sex höggum undir pari.
Margir kylfingar koma á eftir þeim á fimm og fjórum undir pari, meðal annars Graeme McDowell, Keegan Bradley og Camilo Villegas.
Skrautlegasta hring dagsins átti þó Suður-Afríkumaðurinn Thomas Aiken en hann fór holu í höggi á fyrstu holu og fékk síðan tvo fugla á næstu tvær.
Hann var því á fjórum höggum undir pari eftir aðeins þrjár holur en þá fór að snúa á ógæfuhliðina.
Aiken endaði á því að fá fjóra skolla og einn fjófaldan skolla það sem eftir var og endaði daginn mjög neðarlega á skortöflunni, á 74 höggum eða þremur yfir pari.
Beint útsending frá öðrum hring á OHL Classic hefst á Golfstöðinni í kvöld klukkan 18:00.
Fjórir efstir í Mexíkó eftir fyrsta hring á OHL Classic
