Einn dagskráliður í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport hefur vakið mikla kátínu flestra körfuboltaunnenda og liðurinn var að sjálfsögðu í Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá í gærkvöldi.
Þessi dagskrárliður nefnist „Fannar skammar“ en þar segir gamli landsliðsmiðherjinn Fannar Ólafsson skoðun sína á ýmsum klúðrum og mistökum í hverri umferð í Domino's deildinni.
Í gær tók Fannar fyrir afleitar troðslur og þegar menn voru að klikka á gapandi fríum skotum undir körfunni.
Allt innslagið má sjá hér að ofan.
