Eiður um landsliðsfélagana: Spiluðu mig í PlayStation Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2015 13:00 Eiður Smári fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty BBC birtir í dag ítarlega úttekt á uppgangi íslenska landsliðsins í fótbolta og segir frá því hvernig þjóð með svipaðan íbúafjölda á Coventry tryggði sér sæti á EM 2016. Rætt er við Eið Smára Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson og Lars Lagerbäck í greininni og sagt frá því hvernig bætt vetraraðstaða og tilkoma knattspyrnuhalla hefur hjálpað knattspyrnunni á Íslandi að dafna. Bent er á að Ísland er fámennasta þjóðin sem hefur komist á stórmót í knattspyrnu. Íbúafjöldi El Salvador, sem komst á HM 1982, er fjórfaldur íbúafjöldi Íslands og Wales, sem komst á sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði í 58 ár, er með tífaldan íbúafjölda miðað við Ísland. Þess má geta að El Salvador tapaði 10-1 í fyrsta leik sínum á HM 1982 en fáir reikna með að það Ísland hljóti önnur eins örlög á EM næsta sumar.Lars og Heimir.VísirÍslendingar leggja mikið á sig Heimir segir að miklu máli skiptir hversu margir þjálfarar á Íslandi eru með þjálfararéttindi og að það skili sér í því að börn sem æfi knattspyrnu á Íslandi, hvar sem er á landinu, fái góða þjálfun. Lagerbäck bendir á dæmi Gylfa Þórs Sigurðssonar sem fór ungur að árum til Reading og vann sig upp í gegnum akademíu félagsins. Áður en hann sló í gegn hafði hann farið að láni til bæði Crewe og Shrewsbury. „Jafnvel þó svo að hann hafi ekki notið velgengni í upphafi ferilsins er hann virkilega góður leikmaður í dag. Ég held að þetta sé hluti af menningu íslensku þjóðarinnar. Þeir eru vanir því að leggja mikið á sig og hugsa vel um sjálfa sig. Það virkilega gaman að vinna með hópi slíkra leikmanna,“ sagði Lagerbäck.Gylfi fagnar marki.VísirÉg er bara hluti af hópnum Eiður Smári hefur unnið marga sigra á ferlinum en aldrei notið svo mikillar velgengni með landsliðinu og nú. Hann stefnir nú að því að uppfylla draum sinn að spila með íslenska landsliðinu á stórmóti, þó svo að hann sé nú án félags. „Maður fær það á tilfinninguna að margir þessara leikmanna líta upp til mín,“ sagði hann um félaga sína í yngri landsliðinu. „Þeir ólust sjálfsagt upp við það að spila mig í PlayStation.“ „Það er skrýtið. En þetta er fljótt að gleymast á æfingum og á vellinum. Ég er bara hluti af hópnum og við erum allir að berjast fyrir því sama.“ „Ég vona að þeir hafi notið þess að spila með mér jafn mikið og ég hef notið þess að spila með þeim. Þetta hefur verið ferskur andblær fyrir íslenska knattspyrnu.“Eiður Smári.VísirLandsliðið lykilþáttur Eiður Smári gekk í sumar til liðs við Shijiazhuang Ever Bright en tímabilinu er nú lokið í Kína. Hann útilokar ekki að fara þangað aftur en segist nú vera að skoða sig um. „Ég held að það sé óhætt að segja að það væri best fyrir mig að spila í Evrópu. Að reyna að spila eins góðan fótbolta og hægt er til að vera í sem bestu formi þegar EM hefst.“ „Velgengni landsliðsins hefur verið einn lykilþátturinn í því að ég hef haldið áfram. Hún hefur hvatt mig til að halda áfram þangað til næsta sumar að minnsta kosti.“ „En ég elska íþróttina svo mikið að það hefur ekki verið erfitt að halda áfram. Þetta hefur bara verið góður bónus - smá auka í lokin.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
BBC birtir í dag ítarlega úttekt á uppgangi íslenska landsliðsins í fótbolta og segir frá því hvernig þjóð með svipaðan íbúafjölda á Coventry tryggði sér sæti á EM 2016. Rætt er við Eið Smára Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson og Lars Lagerbäck í greininni og sagt frá því hvernig bætt vetraraðstaða og tilkoma knattspyrnuhalla hefur hjálpað knattspyrnunni á Íslandi að dafna. Bent er á að Ísland er fámennasta þjóðin sem hefur komist á stórmót í knattspyrnu. Íbúafjöldi El Salvador, sem komst á HM 1982, er fjórfaldur íbúafjöldi Íslands og Wales, sem komst á sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði í 58 ár, er með tífaldan íbúafjölda miðað við Ísland. Þess má geta að El Salvador tapaði 10-1 í fyrsta leik sínum á HM 1982 en fáir reikna með að það Ísland hljóti önnur eins örlög á EM næsta sumar.Lars og Heimir.VísirÍslendingar leggja mikið á sig Heimir segir að miklu máli skiptir hversu margir þjálfarar á Íslandi eru með þjálfararéttindi og að það skili sér í því að börn sem æfi knattspyrnu á Íslandi, hvar sem er á landinu, fái góða þjálfun. Lagerbäck bendir á dæmi Gylfa Þórs Sigurðssonar sem fór ungur að árum til Reading og vann sig upp í gegnum akademíu félagsins. Áður en hann sló í gegn hafði hann farið að láni til bæði Crewe og Shrewsbury. „Jafnvel þó svo að hann hafi ekki notið velgengni í upphafi ferilsins er hann virkilega góður leikmaður í dag. Ég held að þetta sé hluti af menningu íslensku þjóðarinnar. Þeir eru vanir því að leggja mikið á sig og hugsa vel um sjálfa sig. Það virkilega gaman að vinna með hópi slíkra leikmanna,“ sagði Lagerbäck.Gylfi fagnar marki.VísirÉg er bara hluti af hópnum Eiður Smári hefur unnið marga sigra á ferlinum en aldrei notið svo mikillar velgengni með landsliðinu og nú. Hann stefnir nú að því að uppfylla draum sinn að spila með íslenska landsliðinu á stórmóti, þó svo að hann sé nú án félags. „Maður fær það á tilfinninguna að margir þessara leikmanna líta upp til mín,“ sagði hann um félaga sína í yngri landsliðinu. „Þeir ólust sjálfsagt upp við það að spila mig í PlayStation.“ „Það er skrýtið. En þetta er fljótt að gleymast á æfingum og á vellinum. Ég er bara hluti af hópnum og við erum allir að berjast fyrir því sama.“ „Ég vona að þeir hafi notið þess að spila með mér jafn mikið og ég hef notið þess að spila með þeim. Þetta hefur verið ferskur andblær fyrir íslenska knattspyrnu.“Eiður Smári.VísirLandsliðið lykilþáttur Eiður Smári gekk í sumar til liðs við Shijiazhuang Ever Bright en tímabilinu er nú lokið í Kína. Hann útilokar ekki að fara þangað aftur en segist nú vera að skoða sig um. „Ég held að það sé óhætt að segja að það væri best fyrir mig að spila í Evrópu. Að reyna að spila eins góðan fótbolta og hægt er til að vera í sem bestu formi þegar EM hefst.“ „Velgengni landsliðsins hefur verið einn lykilþátturinn í því að ég hef haldið áfram. Hún hefur hvatt mig til að halda áfram þangað til næsta sumar að minnsta kosti.“ „En ég elska íþróttina svo mikið að það hefur ekki verið erfitt að halda áfram. Þetta hefur bara verið góður bónus - smá auka í lokin.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð