Birgir Leifur Hafþórsson lék tveimur höggum betur á hring númer tvö á lokaúrtökumótin fyrir Evrópumótaröðina í golfi, en Birgir Leifur lék ekki vel í gær.
Birgir Leifur lék í dag á 72 höggum, en gær lék hann á 74 höggum. Hann fékk þrjá fugla í dag, en þrjá skolla. Einnig fékk hann tólf pör.
Kappinn er í 125. sæti ásamt fjölda annara golfara, en eftir fjóra hringi af sex verður keppendum fækkað niður í sjötíu golfara. Birgir Leifur er nokkuð langt frá niðurskurðinum eftir fyrstu hringina tvo.
Birgir Leifur byrjaði á fyrsta stiginu og komst í gegnum það og fór einnig í gegum annað stig úrtökumótsins. Þetta er þriðja og lokastigið, en 25 golfarar fá svo þáttökurétt á Evrópumótaröðinni.
Stöðuna í mótinu má sjá hér.
Birgir Leifur lék betur í dag en í gær
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn