Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 10:25 Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Að minnsta kosti 129 létust í árásunum og 350 særðust. Talið er að Anonymous hafi sett myndbandið á vefinn strax á föstudagskvöld. Hakkararnir eru þekktir fyrir að ráðast gegn umdeildum samtökum og einstaklingum en eftir skotárásina á skrifstofum franska skopbyndablaðsins Charlie Hebdo í janúar síðastliðnum hétu þeir því að ráðast gegn heimasíðum ISIS og al-Qaeda. Í myndbandinu sem Anonymous birta nú kemur einn af hökkurunum fram með grímu og talar til ISIS-skæruliðanna á frönsku: „Við munum finna ykkur og þið munuð ekki sleppa. Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur. Búið ykkur undir umfangsmiklar tölvuárásir. Það hefur verið lýst yfir stíði. Undirbúið ykkur. Frakkar eru sterkari en þið og munu koma enn sterkari út úr þessum hörmungum.“ Í frétt á vef breska dagblaðsins Telegraph kemur fram að ekki sé víst hvers vegna myndbandið er ekki birt á Youtube-síðu Anonymous. Eftir að hakkararnir fóru að ráðast gegn ISIS í kjölfar árásanna á Charlie Hebdo hafa þeir tekið niður 149 heimasíður sem tengjast hryðjuverkasamtökunum, afhjúpað yfir 100 þúsund Twitter-reikninga og tæplega 6000 áróðursmyndbönd. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Rætt um tækjabúnað lögreglu á fundi með ríkislögreglustjóra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. 16. nóvember 2015 07:00 Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 16. nóvember 2015 07:00 Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Að minnsta kosti 129 létust í árásunum og 350 særðust. Talið er að Anonymous hafi sett myndbandið á vefinn strax á föstudagskvöld. Hakkararnir eru þekktir fyrir að ráðast gegn umdeildum samtökum og einstaklingum en eftir skotárásina á skrifstofum franska skopbyndablaðsins Charlie Hebdo í janúar síðastliðnum hétu þeir því að ráðast gegn heimasíðum ISIS og al-Qaeda. Í myndbandinu sem Anonymous birta nú kemur einn af hökkurunum fram með grímu og talar til ISIS-skæruliðanna á frönsku: „Við munum finna ykkur og þið munuð ekki sleppa. Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur. Búið ykkur undir umfangsmiklar tölvuárásir. Það hefur verið lýst yfir stíði. Undirbúið ykkur. Frakkar eru sterkari en þið og munu koma enn sterkari út úr þessum hörmungum.“ Í frétt á vef breska dagblaðsins Telegraph kemur fram að ekki sé víst hvers vegna myndbandið er ekki birt á Youtube-síðu Anonymous. Eftir að hakkararnir fóru að ráðast gegn ISIS í kjölfar árásanna á Charlie Hebdo hafa þeir tekið niður 149 heimasíður sem tengjast hryðjuverkasamtökunum, afhjúpað yfir 100 þúsund Twitter-reikninga og tæplega 6000 áróðursmyndbönd.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Rætt um tækjabúnað lögreglu á fundi með ríkislögreglustjóra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. 16. nóvember 2015 07:00 Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 16. nóvember 2015 07:00 Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11
Rætt um tækjabúnað lögreglu á fundi með ríkislögreglustjóra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. 16. nóvember 2015 07:00
Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 16. nóvember 2015 07:00
Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00
Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34