Varar við því að alið verði á ótta í kjölfar hryðjuverkaárása í París Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. nóvember 2015 07:00 Hryðjuverkaógnin var rædd í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Fréttablaðið/Ernir Viðbrögð við árásum á borð við þær sem gerðar voru í París á föstudag mega ekki ala á ótta í okkar samfélagi. Þetta sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra í umræðum um hryðjuverkaógn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.Ólöf sagði að ekki mætti gera lítið úr mikilvægi lögreglunnar víða um heim. Fréttablaðið/ErnirÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna, sagði að stíga þyrfti varlega til jarðar hvað aukna löggæsluþörf varðaði. „Við skulum bregðast við aukinni löggæsluþörf ef hún er fyrir hendi en ekki búa hana til á grundvelli afbakaðra staðreynda,“ sagði hann. Ólöf sagði að eina leiðin til að takast á við ógn af þessum toga væri samstillt átak. „Um leið og við tölum um það hversu mikilvægt það er að frelsi okkar sé tryggt þá þurfa ákveðnir hlutir að vera í lagi til að svo sé. Það er enginn vafi á því að löggæsla í hverju landi skiptir máli,“ sagði hún. „Mjög mikilvægt er að gera ekki lítið úr störfum lögreglu í hverju landi fyrir sig.“ Þá kallaði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata eftir skýringu frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um yfirlýsingar sínar í útvarpinu þar sem hann sagði að á meðal flóttamanna leyndust glæpamenn en að stjórnmálamenn þyrðu vart að ræða það af ótta við pólitískan rétttrúnað.Árni Páll sagði að aukin lögreluþörf þyrfti að byggja á rökstuddum grun.Fréttablaðið/GVA„Ætti forsætisráðherra hæstvirtur ekki að fara aðeins varlega hvernig hann ákveður að tjá sig áður en nokkuð liggur fyrir um það hvort einhverjir hryðjuverkamenn hefðu í rauninni smyglað sér inn um landamæri Evrópu?“ Spurði Birgitta. Forsætisráðherra benti á að margar öryggisþjónustur í Evrópu hefðu þegar bent á að samtök á borð við ISIS hafi nýtt sér neyð flóttamanna til að smygla vígamönnum inn um landamæri Evrópu. Sigmundur sagði að hluti af lausn vandans væri að ræða málin út frá staðreyndum. „Ef við viljum halda aftur af öfgahreyfingum á Íslandi og annarsstaðar er besta leiðin sú að ræða hlutina eins og þeir raunverulega eru, annars erum við að hætta á að fólk leiti á vit öfgahreyfinga,“ sagði hann. Samkomulag er á milli stjórnmáaflokkanna á Alþingi að sérstakar umræður fara fram um hryðjuverkaárásirnar í París klukkan 13:30 í dag. Hryðjuverk í París Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Viðbrögð við árásum á borð við þær sem gerðar voru í París á föstudag mega ekki ala á ótta í okkar samfélagi. Þetta sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra í umræðum um hryðjuverkaógn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.Ólöf sagði að ekki mætti gera lítið úr mikilvægi lögreglunnar víða um heim. Fréttablaðið/ErnirÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna, sagði að stíga þyrfti varlega til jarðar hvað aukna löggæsluþörf varðaði. „Við skulum bregðast við aukinni löggæsluþörf ef hún er fyrir hendi en ekki búa hana til á grundvelli afbakaðra staðreynda,“ sagði hann. Ólöf sagði að eina leiðin til að takast á við ógn af þessum toga væri samstillt átak. „Um leið og við tölum um það hversu mikilvægt það er að frelsi okkar sé tryggt þá þurfa ákveðnir hlutir að vera í lagi til að svo sé. Það er enginn vafi á því að löggæsla í hverju landi skiptir máli,“ sagði hún. „Mjög mikilvægt er að gera ekki lítið úr störfum lögreglu í hverju landi fyrir sig.“ Þá kallaði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata eftir skýringu frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um yfirlýsingar sínar í útvarpinu þar sem hann sagði að á meðal flóttamanna leyndust glæpamenn en að stjórnmálamenn þyrðu vart að ræða það af ótta við pólitískan rétttrúnað.Árni Páll sagði að aukin lögreluþörf þyrfti að byggja á rökstuddum grun.Fréttablaðið/GVA„Ætti forsætisráðherra hæstvirtur ekki að fara aðeins varlega hvernig hann ákveður að tjá sig áður en nokkuð liggur fyrir um það hvort einhverjir hryðjuverkamenn hefðu í rauninni smyglað sér inn um landamæri Evrópu?“ Spurði Birgitta. Forsætisráðherra benti á að margar öryggisþjónustur í Evrópu hefðu þegar bent á að samtök á borð við ISIS hafi nýtt sér neyð flóttamanna til að smygla vígamönnum inn um landamæri Evrópu. Sigmundur sagði að hluti af lausn vandans væri að ræða málin út frá staðreyndum. „Ef við viljum halda aftur af öfgahreyfingum á Íslandi og annarsstaðar er besta leiðin sú að ræða hlutina eins og þeir raunverulega eru, annars erum við að hætta á að fólk leiti á vit öfgahreyfinga,“ sagði hann. Samkomulag er á milli stjórnmáaflokkanna á Alþingi að sérstakar umræður fara fram um hryðjuverkaárásirnar í París klukkan 13:30 í dag.
Hryðjuverk í París Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira