Um er að ræða samstarf franska nærfatamerkisins Scandale við dönsku verslanakeðjuna Ellos með leikkonuna Halle Berry í broddi fylkingar. Eins og kemur fram í sjónvarpsauglýsingunni hér fyrir neðan segir Berry að hún vilji að undirfatalínan endurspegli franska fegurð og kynþokka.
Flott lína og Telma tekur sig einstaklega vel út í auglýsingunum fyrir línuna en herferðin var að fara í loftið út um allan heim. Hér er hægt að skoða alla línuna.
Telma sat einmitt fyrir á forsíðu júlítölublaðs Glamour og lesa má meira um hana hér.


