Birkir Már: Ég er ekki í því að halda uppi fjörinu og dansa upp á borðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2015 15:15 Birkir Már Sævarsson er fastamaður í byrjunarliði landsliðsins. vísir/getty Komi Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, við sögu í vináttuleiknum gegn Slóvakíu í kvöld verður það hans 54. landsleikur. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Birkir Már byrjaði á bekknum í síðustu undankeppni en kom inn í fimmta leik gegn Kasakstan og eignaði sér stöðuna á ný. Þrátt fyrir að vera fastamaður meira og minna í landsliðinu sem hefur notið mikillar athygli undanfarin misseri hefur lítið borið á Birki í fjölmiðlum. Þessi 31 árs gamli Valsmaður hefur hægt um sig og lætur verkin tala inn á vellinum. Í afar skemmtilegu viðtali við fótbolti.net segir hann hreint út að hann hafi ekkert gaman af viðtölum eða athygli fjölmiðla. „Ég vil helst ekki vera í sviðsljósinu. Ég held að fólk sé kannski farið að átta sig á því en mér líður ekkert svakalega vel að fá athygli og vera í viðtölum. Ef ég gæti sleppt öllum viðtölum þá myndi ég gera það,“ segir Birkir. „Ég er ekkert að troða mér fremst. Ég reyni yfirleitt að vera fyrir aftan og líður mjög vel þar. Ég á fullt af félögum í hópnum sem ég umgengst en ég er ekki sá sem er í því að halda uppi fjörinu og vera dansandi upp á borðum.“ Birkir er giftur Stefaníu Sigurðardóttur sem hann kynntist í Menntaskólanum á Laugarvatni. Hún átti tvö börn fyrir og saman hafa þau eignast tvö þannig Birkir er fjögurra barna faðir. Og þau hjónin ætla að láta fjögur duga. „Við erum hætt núna. Það verður ekkert meira. Það yrði krísa. Þetta er alveg nóg í bili. Nú förum við að hugsa um að koma þessum börnum út í lífið og þá verðum við laus við þau af heimilinu þegar við erum í kringum fimmtugt,“ segir Birkir Már Sævarsson. Viðtalið má lesa í heild sinni hér. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland gæti lent í riðli með Englandi, Ítalíu og Danmörku á EM Það styttist óðum í það þegar kemur í ljós með hvaða þremur þjóðum Ísland lendir í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakkalandi næsta sumar. 17. nóvember 2015 14:30 Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Landsliðsfyrirliðinn gat ekki æft í dag og verður ekki með í vináttuleiknum annað kvöld. 16. nóvember 2015 13:57 Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Landsliðsþjálfarinn segir það verið skrítið að fá strákana upp á tærnar fyrir vináttuleiki þegar þeir eru nú þegar komnir á EM. 17. nóvember 2015 11:30 Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Komi Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, við sögu í vináttuleiknum gegn Slóvakíu í kvöld verður það hans 54. landsleikur. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Birkir Már byrjaði á bekknum í síðustu undankeppni en kom inn í fimmta leik gegn Kasakstan og eignaði sér stöðuna á ný. Þrátt fyrir að vera fastamaður meira og minna í landsliðinu sem hefur notið mikillar athygli undanfarin misseri hefur lítið borið á Birki í fjölmiðlum. Þessi 31 árs gamli Valsmaður hefur hægt um sig og lætur verkin tala inn á vellinum. Í afar skemmtilegu viðtali við fótbolti.net segir hann hreint út að hann hafi ekkert gaman af viðtölum eða athygli fjölmiðla. „Ég vil helst ekki vera í sviðsljósinu. Ég held að fólk sé kannski farið að átta sig á því en mér líður ekkert svakalega vel að fá athygli og vera í viðtölum. Ef ég gæti sleppt öllum viðtölum þá myndi ég gera það,“ segir Birkir. „Ég er ekkert að troða mér fremst. Ég reyni yfirleitt að vera fyrir aftan og líður mjög vel þar. Ég á fullt af félögum í hópnum sem ég umgengst en ég er ekki sá sem er í því að halda uppi fjörinu og vera dansandi upp á borðum.“ Birkir er giftur Stefaníu Sigurðardóttur sem hann kynntist í Menntaskólanum á Laugarvatni. Hún átti tvö börn fyrir og saman hafa þau eignast tvö þannig Birkir er fjögurra barna faðir. Og þau hjónin ætla að láta fjögur duga. „Við erum hætt núna. Það verður ekkert meira. Það yrði krísa. Þetta er alveg nóg í bili. Nú förum við að hugsa um að koma þessum börnum út í lífið og þá verðum við laus við þau af heimilinu þegar við erum í kringum fimmtugt,“ segir Birkir Már Sævarsson. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland gæti lent í riðli með Englandi, Ítalíu og Danmörku á EM Það styttist óðum í það þegar kemur í ljós með hvaða þremur þjóðum Ísland lendir í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakkalandi næsta sumar. 17. nóvember 2015 14:30 Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Landsliðsfyrirliðinn gat ekki æft í dag og verður ekki með í vináttuleiknum annað kvöld. 16. nóvember 2015 13:57 Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Landsliðsþjálfarinn segir það verið skrítið að fá strákana upp á tærnar fyrir vináttuleiki þegar þeir eru nú þegar komnir á EM. 17. nóvember 2015 11:30 Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Ísland gæti lent í riðli með Englandi, Ítalíu og Danmörku á EM Það styttist óðum í það þegar kemur í ljós með hvaða þremur þjóðum Ísland lendir í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakkalandi næsta sumar. 17. nóvember 2015 14:30
Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Landsliðsfyrirliðinn gat ekki æft í dag og verður ekki með í vináttuleiknum annað kvöld. 16. nóvember 2015 13:57
Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30
Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Landsliðsþjálfarinn segir það verið skrítið að fá strákana upp á tærnar fyrir vináttuleiki þegar þeir eru nú þegar komnir á EM. 17. nóvember 2015 11:30
Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því. 17. nóvember 2015 06:00