Hryðjuverkaárásir hafa minni áhrif á fjárfesta Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Mínútu þögn var á hádegi um allan heim á mánudaginn vegna árásanna í París. NordicPhotos/AFP Áhrif hryðjuverkaárása á markaði í heiminum virðast fara þverrandi. Eftir því sem slíkum árásum fjölgar, virðast viðbrögð fjárfesta verða yfirvegaðri og áhyggjur manna af afleiðingum árásanna á alheimshagkerfið minnka. Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu í gær. Breska blaðið Guardian sagði að ákvörðun Frakka um að svara hryðjuverkaárásunum á föstudaginn af hörku hafi haft þau áhrif að gengi hlutabréfa í fyrirtækjum sem framleiða hergögn hækkaði. Gengi bréfa í einstaka ferðaþjónustufyrirtækjum lækkaði á mánudaginn en hækkaði svo aftur í gær. Samkvæmt frásögn USA Today hækkuðu hlutabréf almennt í viðskiptum í Bandaríkjunum á mánudaginn. Það er í fyrsta sinn sem slíkt gerist fyrsta viðskiptadaginn eftir að árás af þessu tagi er gerð. Blaðið segir að þetta þýði að hryðjuverk hafi minni áhrif á hagkerfið en þau gerðu áður. Bandaríska Dow Jones vísitalan hækkaði um 237 stig á mánudag og Standard & Poor's 500 vísitalan hækkaði um 1,4 prósent. Hlutabréf hækkuðu líka almennt í Evrópu. Stoxx Europe 600 vísitalan hækkaði um 0,3 prósent og CAC 40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,1 prósent. Daginn eftir að hryðjuverkaárásir voru gerðar á Tvíburaturnana árið 2001 féll Standard & Poor's um 4,9 prósent og féll í heild um 11,6 prósent. Hrun á markaði eftir hryðjuverkaárásir minnkar með hverri árásinni sem gerð er. Í mars 2004 féll S&P 500 um 1,5 prósent eftir hryðjuverkin í Madrid. Lækkunin varð svo 0,8 prósent í júlí 2005 eftir hryðjuverk í Lundúnum. Markaðir virðast lækka rétt eftir að árásir eru gerðar en jafna sig mjög fljótt. Hryðjuverk í París Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Áhrif hryðjuverkaárása á markaði í heiminum virðast fara þverrandi. Eftir því sem slíkum árásum fjölgar, virðast viðbrögð fjárfesta verða yfirvegaðri og áhyggjur manna af afleiðingum árásanna á alheimshagkerfið minnka. Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu í gær. Breska blaðið Guardian sagði að ákvörðun Frakka um að svara hryðjuverkaárásunum á föstudaginn af hörku hafi haft þau áhrif að gengi hlutabréfa í fyrirtækjum sem framleiða hergögn hækkaði. Gengi bréfa í einstaka ferðaþjónustufyrirtækjum lækkaði á mánudaginn en hækkaði svo aftur í gær. Samkvæmt frásögn USA Today hækkuðu hlutabréf almennt í viðskiptum í Bandaríkjunum á mánudaginn. Það er í fyrsta sinn sem slíkt gerist fyrsta viðskiptadaginn eftir að árás af þessu tagi er gerð. Blaðið segir að þetta þýði að hryðjuverk hafi minni áhrif á hagkerfið en þau gerðu áður. Bandaríska Dow Jones vísitalan hækkaði um 237 stig á mánudag og Standard & Poor's 500 vísitalan hækkaði um 1,4 prósent. Hlutabréf hækkuðu líka almennt í Evrópu. Stoxx Europe 600 vísitalan hækkaði um 0,3 prósent og CAC 40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,1 prósent. Daginn eftir að hryðjuverkaárásir voru gerðar á Tvíburaturnana árið 2001 féll Standard & Poor's um 4,9 prósent og féll í heild um 11,6 prósent. Hrun á markaði eftir hryðjuverkaárásir minnkar með hverri árásinni sem gerð er. Í mars 2004 féll S&P 500 um 1,5 prósent eftir hryðjuverkin í Madrid. Lækkunin varð svo 0,8 prósent í júlí 2005 eftir hryðjuverk í Lundúnum. Markaðir virðast lækka rétt eftir að árásir eru gerðar en jafna sig mjög fljótt.
Hryðjuverk í París Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira