Lagerbäck: Hvað í ósköpunum gerir allt þetta fólk? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2015 12:24 Guðmundur Hreiðarsson, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson. Vísir/Adam Jastrzebowski Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hefur lítinn skilning á því af hverju knattspyrnulandslið þurfi að vera með fjölmennan hóp starfsmanna á sínum snærum. Lagerbäck er í viðtali við norska blaðið VG í dag en Norðmenn töpuðu fyrir Ungverjalandi í umspili fyrir EM 2016 á mánudag. Í úttekt blaðsins kemur í ljós að norska knattspyrnusambandið hefur varið meira en 300 milljónum króna í karlalandsliðið það sem af er þessu ári og starfslið landsliðsins í útileiknum gegn Ungverjalandi hafi talið um 20 manns. „Ég held að það sé of mikil hætta á því að þú missir einbeitingu og að leikmenn fái álit of margra aðila á því sem þeir eru að gera,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu. Tekið er fram að hann sé ekki að tala um norska landsliðið sérstaklega heldur um starfsumhverfi knattspyrnulandsliða almennt.Vísir/VilhelmOfurtrú á sérfræðinga „Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þeim árum sem ég hef verið landsliðsþjálfari er að það verður að halda því í jafnvægi hversu margir mismunandi aðilar leggi sitt lóð á vogaskálirnar,“ sagði hann enn fremur. Lagerbäck bendir á að íslenska karlalandsliðið sé með þrjá þjálfara á sínum snærum, þrjá sjúkraþjálfara, einn lækni, einn búningastjóra, einn fararstjóra og einn fjölmiðlafulltrúa. Mörg önnur lið eru hins vegar með starfslið upp á 25-30 manns. „Ég hef engan skilning á því hvaða hlutverki svona stórt starfslið gegnir. Hvað í ósköpunum gerir allt þetta fólk í 10-12 daga? Hver er í raun þörfin? Ég held að maður missi aðeins einbeitinguna á fótboltann ef maður leggur ofurtrú á alla þessa sérfræðinga.“Vísir/AntonEinn leiðtogi „Ég tel að þjálfar sem starfar í svo háum gæðaflokki eigi að hafa sjálfur næga þekkingu og menntun,“ segir Lagerbäck og telur lykilatriði að það sé enginn vafi á því hver stýrir ferðinni og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. „Það eru í raun engir töfrar við knattspyrnuna. Einn aðili verður að ákveða og forgangsraða störfunum í kringum landsliðin.“ Lagerbäck segir að það sé margt hægt að læra af íslenska landsliðinu og umhverfi þess. „Það er hægt að ná góðum árangri með lítilli yfirbyggingu. Íslendingar gera sér grein fyrir því að til þess að ná einhverjum árangri þá þarftu að hafa sjálfur fyrir því.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hefur lítinn skilning á því af hverju knattspyrnulandslið þurfi að vera með fjölmennan hóp starfsmanna á sínum snærum. Lagerbäck er í viðtali við norska blaðið VG í dag en Norðmenn töpuðu fyrir Ungverjalandi í umspili fyrir EM 2016 á mánudag. Í úttekt blaðsins kemur í ljós að norska knattspyrnusambandið hefur varið meira en 300 milljónum króna í karlalandsliðið það sem af er þessu ári og starfslið landsliðsins í útileiknum gegn Ungverjalandi hafi talið um 20 manns. „Ég held að það sé of mikil hætta á því að þú missir einbeitingu og að leikmenn fái álit of margra aðila á því sem þeir eru að gera,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu. Tekið er fram að hann sé ekki að tala um norska landsliðið sérstaklega heldur um starfsumhverfi knattspyrnulandsliða almennt.Vísir/VilhelmOfurtrú á sérfræðinga „Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þeim árum sem ég hef verið landsliðsþjálfari er að það verður að halda því í jafnvægi hversu margir mismunandi aðilar leggi sitt lóð á vogaskálirnar,“ sagði hann enn fremur. Lagerbäck bendir á að íslenska karlalandsliðið sé með þrjá þjálfara á sínum snærum, þrjá sjúkraþjálfara, einn lækni, einn búningastjóra, einn fararstjóra og einn fjölmiðlafulltrúa. Mörg önnur lið eru hins vegar með starfslið upp á 25-30 manns. „Ég hef engan skilning á því hvaða hlutverki svona stórt starfslið gegnir. Hvað í ósköpunum gerir allt þetta fólk í 10-12 daga? Hver er í raun þörfin? Ég held að maður missi aðeins einbeitinguna á fótboltann ef maður leggur ofurtrú á alla þessa sérfræðinga.“Vísir/AntonEinn leiðtogi „Ég tel að þjálfar sem starfar í svo háum gæðaflokki eigi að hafa sjálfur næga þekkingu og menntun,“ segir Lagerbäck og telur lykilatriði að það sé enginn vafi á því hver stýrir ferðinni og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. „Það eru í raun engir töfrar við knattspyrnuna. Einn aðili verður að ákveða og forgangsraða störfunum í kringum landsliðin.“ Lagerbäck segir að það sé margt hægt að læra af íslenska landsliðinu og umhverfi þess. „Það er hægt að ná góðum árangri með lítilli yfirbyggingu. Íslendingar gera sér grein fyrir því að til þess að ná einhverjum árangri þá þarftu að hafa sjálfur fyrir því.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Sjá meira