Fótbolti

Verona enn án sigurs | Fiorentina fór á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil lék allan leikinn inni á miðjunni hjá Verona í dag.
Emil lék allan leikinn inni á miðjunni hjá Verona í dag. vísir/getty
Fimm leikjum er lokið í ítölsku úrvalsdeildinni í dag en þrír þeirra enduðu með markalausu jafntefli.

Emil Hallfreðsson lék allan leikinn fyrir Verona sem gerði 0-0 jafntefli við nýliða Carpi á útivelli.

Emil og félagar eru í 19. og næstneðsta sæti deildarinnar en þeir eiga enn eftir að vinna leik í vetur.

Fiorentina tyllti sér á toppinn með afar öruggum 4-1 sigri á Frosinone á heimavelli.

Úrslitin voru ráðin í hálfleik en þá var staðan 4-0, Fiorentina í vil. Ante Rebic, Gonzalo Rodríguez, Khouma Babacar og Mario Suárez skoruðu mörk Flórensliðsins sem hefur unnið átta af fyrstu 11 deildarleikjum sínum í vetur.

Napoli varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Genoa á útivelli. Napoli hafði unnið fimm leiki í röð áður en að leiknum í dag kom.

Þá gerðu Udinese og Sassuolo 0-0 jafntefli og Bologna vann mikilvægan 3-0 sigur á Atalanta á heimavelli.

Úrslit dagsins:

Fiorentina 4-1 Frosinone

1-0 Ante Rebic (24.), 2-0 Gonzalo Rodríguez (29.), Khouma Babacar, víti (31.), 4-0 Mario Suárez (43.), 4-1 Alessandro Frara (87.).

Carpi 0-0 Verona

Genoa 0-0 Napoli

Udinese 0-0 Sassuolo

Bologna 3-0 Atalanta

1-0 Emanuele Giaccherini (52.), 2-0 Mattia Destro (58.), 3-0 Franco Brienza (85.).


Tengdar fréttir

Cuadrado hetjan í borgarslagnum í Tórínó

Kólumbíumaðurinn Juan Cuadrado, lánsmaður frá Chelsea, tryggði Juventus dýrmætan 2-1 sigur á Torino í borgarslag í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Inter tók toppsætið af Roma

Inter tyllti sér á toppinn í ítölsku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Roma í uppgjöri toppliðanna á San Siro í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×