Páll svarar kallinu og aðstoðar flóttafólk í Grikklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2015 10:47 Páll starfar í flóttamannabúðum norska Rauða krossins í Idomeni, smábæ við landamæri Makedóníu. Páll Biering, dósent í geðhjúkrun við Háskóla Íslands, er nú í sex vikna sendiför í Grikklandi á vegum Rauða krossins á Íslandi. Er þetta í fyrsta sinn sem Rauði krossinn á Íslandi sendir sendifulltrúa til Grikklands og í fyrsta sinn síðan stríð geisaði á Balkanskaga sem sendifulltrúi er sendur til lands innan Evrópu. Er þar með verið að svara kalli Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) til að bregðast við neyðarástandi vegna mikils straums flóttafólks sem leitar að alþjóðlegri vernd í Evrópu um þessar mundir. Svo segir í tilkynningu frá Rauða krossinum.Páll starfar í flóttamannabúðum norska Rauða krossins í Idomeni, smábæ við landamæri Makedóníu. Helstu verkefni Páls verður að veita flóttafólki sem fer um búðirnar sálfélagslegan stuðning. Slíkur stuðningur getur verið ómetanlegur fyrir fólk sem glímir við mikla streitu í kjölfar alvarlegra áfalla. Auk þess er honum ætlað að þjálfa sjálfboðaliða gríska Rauða krossins í að veita sálfélagslegan stuðning. Páll hóf störf 20. október og kemur til með að starfa við flóttamannabúðirnar til 6. desember. Mikið álag hefur verið á starfsfólki og sjálfboðaliðum Rauða krossins við landamæri Grikklands og Makedóníu á undanförnum vikum þar sem þúsundir flóttamanna hafa fengið aðhlynningu og neyðargögn. Páll hefur áður unnið fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) í Nígeríu og Djibouti. Í Djibouti fólust verkefni Páls í að veita sendifulltrúum og starfsfólki ICRC í Jemen sálrænan stuðning, að meta þörf þeirra fyrir sálfélagslegan stuðning og setja fram tillögur um eflingu hans. Páll gegndi svipuðum störfum í Nígeríu en þar beindust þau aðallega að starfsfólki og sjálfboðaliðum nígeríska Rauða krossins. Flóttamenn Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Páll Biering, dósent í geðhjúkrun við Háskóla Íslands, er nú í sex vikna sendiför í Grikklandi á vegum Rauða krossins á Íslandi. Er þetta í fyrsta sinn sem Rauði krossinn á Íslandi sendir sendifulltrúa til Grikklands og í fyrsta sinn síðan stríð geisaði á Balkanskaga sem sendifulltrúi er sendur til lands innan Evrópu. Er þar með verið að svara kalli Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) til að bregðast við neyðarástandi vegna mikils straums flóttafólks sem leitar að alþjóðlegri vernd í Evrópu um þessar mundir. Svo segir í tilkynningu frá Rauða krossinum.Páll starfar í flóttamannabúðum norska Rauða krossins í Idomeni, smábæ við landamæri Makedóníu. Helstu verkefni Páls verður að veita flóttafólki sem fer um búðirnar sálfélagslegan stuðning. Slíkur stuðningur getur verið ómetanlegur fyrir fólk sem glímir við mikla streitu í kjölfar alvarlegra áfalla. Auk þess er honum ætlað að þjálfa sjálfboðaliða gríska Rauða krossins í að veita sálfélagslegan stuðning. Páll hóf störf 20. október og kemur til með að starfa við flóttamannabúðirnar til 6. desember. Mikið álag hefur verið á starfsfólki og sjálfboðaliðum Rauða krossins við landamæri Grikklands og Makedóníu á undanförnum vikum þar sem þúsundir flóttamanna hafa fengið aðhlynningu og neyðargögn. Páll hefur áður unnið fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) í Nígeríu og Djibouti. Í Djibouti fólust verkefni Páls í að veita sendifulltrúum og starfsfólki ICRC í Jemen sálrænan stuðning, að meta þörf þeirra fyrir sálfélagslegan stuðning og setja fram tillögur um eflingu hans. Páll gegndi svipuðum störfum í Nígeríu en þar beindust þau aðallega að starfsfólki og sjálfboðaliðum nígeríska Rauða krossins.
Flóttamenn Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira