Eyjólfur á heimleið: „Ég þarf að byrja upp á nýtt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. nóvember 2015 14:26 Eyjólfur Héðinsson gæti hjálpað hvaða Pepsi-deildarliði sem er. vísir/getty Eyjólfur Héðinsson, miðjumaður Danmerkurmeistara Midtjylland, er að öllum líkindum á heimleið og vonast til að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Samningur hans við Midtjylland rennur út um áramótin, en Eyjólfur spilaði sinn fyrsta leik í rúmt ár á dögunum þegar meistararnir töpuðu fyrir 1. deildar liðið Hróaskeldu í bikarnum. Hann hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og lítið komið við sögu hjá Midtjylland. „Það er ekkert slegist um mig,“ segir Eyjólfur kíminn í samtali við Vísi. „Við ætlum að sjá til hvernig þetta gengur núna fyrst ég er aðeins byrjaður að spila aftur en ég reikna ekki með neinu.“ „Ég býst bara við að koma heim um áramótin. Ég þarf að byrja upp á nýtt. Þetta er ekkert sama Midtjylland-liðið og þegar ég kom. Þá var það fyrir miðri deild en núna er það ríkjandimeistari og búið að fá til sín marga góða leikmenn.“ „Ég er ekkert heimskur. Ég veit að ég á ekki mikla framtíð hér nema mest megnis í varamannshlutverki. Nú þegar ég er að koma aftur eftir meiðslin vil ég bara spila fótbolta og býst því við að finna mér lið heima á Íslandi,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur sló í gegn með Fylki í efstu deild áður en hann fór út fyrir tæpum áratug. Hann segir nokkur lið hér heima nú þegar verið í sambandi og áhuginn eykst bara eftir því sem nær dregur samningslokum hjá honum. „Menn hafa fylgst með endurhæfingunni og það hefur aukist undanfarna mánuði. Þetta er aðeins farið í gang,“ segir Eyjólfur sem vill auðvitað spila í Pepsi-deildinni. „Mig langar í Pepsi-deildina en það gæti alveg verið að ég endi bara hjá ÍR í 2. deildinni ef skrokkurinn ræður ekki við álagið. Fyrir utan þessi meiðsli er ég samt í góðu formi og tel mig eiga mörg ár eftir í boltanum,“ segir Eyjólfur Héðinsson.Ítarlegt viðtal verður við Eyjólf í Fréttablaðinu á morgun. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Eyjólfur Héðinsson, miðjumaður Danmerkurmeistara Midtjylland, er að öllum líkindum á heimleið og vonast til að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Samningur hans við Midtjylland rennur út um áramótin, en Eyjólfur spilaði sinn fyrsta leik í rúmt ár á dögunum þegar meistararnir töpuðu fyrir 1. deildar liðið Hróaskeldu í bikarnum. Hann hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og lítið komið við sögu hjá Midtjylland. „Það er ekkert slegist um mig,“ segir Eyjólfur kíminn í samtali við Vísi. „Við ætlum að sjá til hvernig þetta gengur núna fyrst ég er aðeins byrjaður að spila aftur en ég reikna ekki með neinu.“ „Ég býst bara við að koma heim um áramótin. Ég þarf að byrja upp á nýtt. Þetta er ekkert sama Midtjylland-liðið og þegar ég kom. Þá var það fyrir miðri deild en núna er það ríkjandimeistari og búið að fá til sín marga góða leikmenn.“ „Ég er ekkert heimskur. Ég veit að ég á ekki mikla framtíð hér nema mest megnis í varamannshlutverki. Nú þegar ég er að koma aftur eftir meiðslin vil ég bara spila fótbolta og býst því við að finna mér lið heima á Íslandi,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur sló í gegn með Fylki í efstu deild áður en hann fór út fyrir tæpum áratug. Hann segir nokkur lið hér heima nú þegar verið í sambandi og áhuginn eykst bara eftir því sem nær dregur samningslokum hjá honum. „Menn hafa fylgst með endurhæfingunni og það hefur aukist undanfarna mánuði. Þetta er aðeins farið í gang,“ segir Eyjólfur sem vill auðvitað spila í Pepsi-deildinni. „Mig langar í Pepsi-deildina en það gæti alveg verið að ég endi bara hjá ÍR í 2. deildinni ef skrokkurinn ræður ekki við álagið. Fyrir utan þessi meiðsli er ég samt í góðu formi og tel mig eiga mörg ár eftir í boltanum,“ segir Eyjólfur Héðinsson.Ítarlegt viðtal verður við Eyjólf í Fréttablaðinu á morgun.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira