Munurinn mælist í milljónum tonna Svavar Hávarðarson skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Mælingar vísindamanna Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands í lok október sýna að Eystri-Skaftárketill er allt að tvisvar sinnum stærri að flatarmáli en hann var sumarið 2010. Gríðarleg stækkun ketilsins skýrir hversu miklu stærra Skaftárhlaupið í október reyndist miðað við öll fyrri hlaup úr katlinum. Aukið vatnsmagn á milli hlaupanna 2010 og 2015 er mælt í mörgum milljónum tonna. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir bráðabirgðaniðurstöður mælinganna á stærð ketilsins sýna ótvírætt að hann hefur stækkað mjög mikið frá 2010, en 24. október tókst að mæla ketilinn með flughæðarmæli vélar Isavia, TF-FMS, þar sem lögun hans var kortlögð með því að fljúga níu ferðir yfir ketilinn. Við samanburð á niðurstöðum eldri mælinga kemur í ljós hvernig ketillinn hefur víkkað, og hefur sú víkkun nánast öll orðið eftir Skaftárhlaupið 2010. Eins og kunnugt er hefur verið beðið síðan 2013 eftir hlaupinu sem ruddist loks fram í síðasta mánuði, enda sýnir hlaupaannáll að hlaup úr eystri katlinum hafa ætíð komið með 2-3 ára millibili frá árinu 1955, en þá kom fyrsta verulega Skaftárhlaupið. Fyrir þann tíma fóru þau út í Langasjó og hvort tveggja flóðtoppur og aurburður var miklu minni. Áður en tókst að mæla ketilinn 24. október lágu fyrir skýr merki um stækkun ketilsins til vesturs, austurs, og suðurs. Þá hafði yfirborð jökulsins risið á hefðbundinn hátt fyrst eftir hlaupið 2010 en frá og með 2011 var það hægara en áður hafði sést og hætti með öllu 2013 – en þá hófst bið vísinda- og heimamanna eftir hefðbundnu Skaftárhlaupi. Nú liggur fyrir að jarðhitinn undir jöklinum hefur færst til, en ekki aukist, og útreikningar Jarðvísindastofnunar Háskólans eru sláandi. Eins og fyrri gögn sýna var flatarmál ketilsins talið um fjórir ferkílómetrar en er núna 7-10 ferkílómetrar – en það er ákveðið matsatriði hvar skuli setja útmörk ketilsins. Mesta sig mældist 120 metrar í norðvesturhluta hans. Rúmmál ketilsins með sprungum meðfram jöðrum hans mælist u.þ.b. 340 milljónir rúmmetra. Því er áætlað hlaupvatn 366 milljónir rúmmetra vatns með 44 milljóna rúmmetra skekkjumörkum í báðar áttir. Til skýringar jafngildir það því að 366 milljónir tonna af vatni hafi runnið til sjávar dagana sem hlaupið stóð yfir. Magnús Tumi Guðmundsson Magnús Tumi sagði í erindi sínu og í umræðum ráðstefnugesta á ráðstefnu FutureVolc-verkefnisins á fimmtudag að haldi þessi þróun áfram sé það mjög mikið áhyggjuefni. „Það er áhugavert en jafnframt alvarlegt ef þessi þróun heldur áfram. Ef hlaupin stækka jafnvel enn meira frá því sem nú var þýðir það að eyðilegging af völdum þeirra verður mun meiri en verið hefur hingað til í Skaftárhlaupum.“ Í viðtali við Fréttablaðið segir Magnús Tumi ekkert liggja fyrir um þróun næstu ára. Kannski færist jarðhitinn aftur á þann stað undir jöklinum sem þekktur var, en það sé heldur ekki hægt að útiloka þann möguleika að ketillinn stækki enn – biðin verði enn lengri en fimm ár eftir næsta flóði sem yrði þá mögulega enn stærra en menn urðu vitni að í október. Hlaup í Skaftá Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Mælingar vísindamanna Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands í lok október sýna að Eystri-Skaftárketill er allt að tvisvar sinnum stærri að flatarmáli en hann var sumarið 2010. Gríðarleg stækkun ketilsins skýrir hversu miklu stærra Skaftárhlaupið í október reyndist miðað við öll fyrri hlaup úr katlinum. Aukið vatnsmagn á milli hlaupanna 2010 og 2015 er mælt í mörgum milljónum tonna. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir bráðabirgðaniðurstöður mælinganna á stærð ketilsins sýna ótvírætt að hann hefur stækkað mjög mikið frá 2010, en 24. október tókst að mæla ketilinn með flughæðarmæli vélar Isavia, TF-FMS, þar sem lögun hans var kortlögð með því að fljúga níu ferðir yfir ketilinn. Við samanburð á niðurstöðum eldri mælinga kemur í ljós hvernig ketillinn hefur víkkað, og hefur sú víkkun nánast öll orðið eftir Skaftárhlaupið 2010. Eins og kunnugt er hefur verið beðið síðan 2013 eftir hlaupinu sem ruddist loks fram í síðasta mánuði, enda sýnir hlaupaannáll að hlaup úr eystri katlinum hafa ætíð komið með 2-3 ára millibili frá árinu 1955, en þá kom fyrsta verulega Skaftárhlaupið. Fyrir þann tíma fóru þau út í Langasjó og hvort tveggja flóðtoppur og aurburður var miklu minni. Áður en tókst að mæla ketilinn 24. október lágu fyrir skýr merki um stækkun ketilsins til vesturs, austurs, og suðurs. Þá hafði yfirborð jökulsins risið á hefðbundinn hátt fyrst eftir hlaupið 2010 en frá og með 2011 var það hægara en áður hafði sést og hætti með öllu 2013 – en þá hófst bið vísinda- og heimamanna eftir hefðbundnu Skaftárhlaupi. Nú liggur fyrir að jarðhitinn undir jöklinum hefur færst til, en ekki aukist, og útreikningar Jarðvísindastofnunar Háskólans eru sláandi. Eins og fyrri gögn sýna var flatarmál ketilsins talið um fjórir ferkílómetrar en er núna 7-10 ferkílómetrar – en það er ákveðið matsatriði hvar skuli setja útmörk ketilsins. Mesta sig mældist 120 metrar í norðvesturhluta hans. Rúmmál ketilsins með sprungum meðfram jöðrum hans mælist u.þ.b. 340 milljónir rúmmetra. Því er áætlað hlaupvatn 366 milljónir rúmmetra vatns með 44 milljóna rúmmetra skekkjumörkum í báðar áttir. Til skýringar jafngildir það því að 366 milljónir tonna af vatni hafi runnið til sjávar dagana sem hlaupið stóð yfir. Magnús Tumi Guðmundsson Magnús Tumi sagði í erindi sínu og í umræðum ráðstefnugesta á ráðstefnu FutureVolc-verkefnisins á fimmtudag að haldi þessi þróun áfram sé það mjög mikið áhyggjuefni. „Það er áhugavert en jafnframt alvarlegt ef þessi þróun heldur áfram. Ef hlaupin stækka jafnvel enn meira frá því sem nú var þýðir það að eyðilegging af völdum þeirra verður mun meiri en verið hefur hingað til í Skaftárhlaupum.“ Í viðtali við Fréttablaðið segir Magnús Tumi ekkert liggja fyrir um þróun næstu ára. Kannski færist jarðhitinn aftur á þann stað undir jöklinum sem þekktur var, en það sé heldur ekki hægt að útiloka þann möguleika að ketillinn stækki enn – biðin verði enn lengri en fimm ár eftir næsta flóði sem yrði þá mögulega enn stærra en menn urðu vitni að í október.
Hlaup í Skaftá Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent