Erlent

Rúmlega 300 manns bjargað af snekkju

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Lesbos í dag.
Frá Lesbos í dag. Vísir/AFP
Strandgæsla Grikklands fann í dag 345 flóttamenn sem höfðu falið sig í snekkju. Snekkjan strandaði við eyjuna Lesbos í Grikklandi. Rúmlega 600 þúsund manns hafa farið yfir Eyjahafið á milli Tyrklands og Grikklands það sem af er ári. Tæplega 500 manns hafa látið lífið.

Flestir flóttamennirnir koma að landi á Lesbos. Þau sem komu á snekkjunni eru sögð hafa greitt þrjú þúsund evrur fyrir ferðina. Það eru rúmlega 400 þúsund krónur.

Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni komu um 200 þúsund manns til Grikklands í október. Forsvarsmenn Evrópusambandsins tilkynntu í dag að til stæði að reisa fleiri móttökustöðvar þar sem hægt verður að fara yfir hælisbeiðnir og flytja fólkið til nýrra heimkynna eða þeirra gömlu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×