Ríkið mælir ást Hildur Sverrisdóttir skrifar 30. október 2015 10:30 Í kvikmyndinni Green Card er Gérard Depardieu hundeltur af bandarískum yfirvöldum vegna gruns um málamyndahjónaband fyrir landvistarleyfi. Það var vel hægt að brosa að því þegar hjónakornin þuldu upp hvernig þau vildu hafa kaffið sitt og hvorum megin þau svæfu í rúminu fyrir trúverðugleika hjónabandsins. Fréttir af víetnömsku hjónunum sem voru rannsökuð af Útlendingastofnun vegna gruns um málamyndahjónaband eru hins vegar ekki aðhlátursefni. Fyrir utan ógeðfelld vinnubrögð sem augljóslega brutu á friðhelgi þeirra má einnig staldra við að í samfélagi sem kennir sig við frelsi sé ríkið yfirhöfuð að skipta sér af því hvort sum hjónabönd séu byggð á ást. Hvað er ást? Ekki er hið opinbera almennt að skipta sér af því þegar fólk giftir sig vegna barneigna, samfélagsþrýstings, öryggis eða fjárhags frekar en út af einhverri skilgreindri ást – það er blessunarlega bara látið vera mál hjónanna og það þó þau hafi jafnvel enga hugmynd um hvernig makinn vill hafa kaffið sitt. Auðvitað er oft góð ástæða til að setja reglur til verndar fólki. Til að mynda er augljóst að það þarf að vera skýr reglurammi gegn því viðurstyggilega ofbeldi sem nauðungarhjónaband er. En málamyndahjónaband er allt annað. Af hverju kinkum við því ósjálfrátt og gagnrýnislaust kolli yfir heimild ríkisins til að hafa afskipti af meintu ástleysi hjóna þegar það hentar því? Af hverju megum við ekki giftast einhverjum til að ná honum úr aðstæðum stríðs og ótta eða vegna vinarþels eða bara af því bara? Af hverju meinar ríkið okkur að deila þeim réttindum og öryggi sem hjónabandið veitir með þeim sem við kjósum af hvaða fallegu ástæðum sem við kjósum? Er það endilega minni ást? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun
Í kvikmyndinni Green Card er Gérard Depardieu hundeltur af bandarískum yfirvöldum vegna gruns um málamyndahjónaband fyrir landvistarleyfi. Það var vel hægt að brosa að því þegar hjónakornin þuldu upp hvernig þau vildu hafa kaffið sitt og hvorum megin þau svæfu í rúminu fyrir trúverðugleika hjónabandsins. Fréttir af víetnömsku hjónunum sem voru rannsökuð af Útlendingastofnun vegna gruns um málamyndahjónaband eru hins vegar ekki aðhlátursefni. Fyrir utan ógeðfelld vinnubrögð sem augljóslega brutu á friðhelgi þeirra má einnig staldra við að í samfélagi sem kennir sig við frelsi sé ríkið yfirhöfuð að skipta sér af því hvort sum hjónabönd séu byggð á ást. Hvað er ást? Ekki er hið opinbera almennt að skipta sér af því þegar fólk giftir sig vegna barneigna, samfélagsþrýstings, öryggis eða fjárhags frekar en út af einhverri skilgreindri ást – það er blessunarlega bara látið vera mál hjónanna og það þó þau hafi jafnvel enga hugmynd um hvernig makinn vill hafa kaffið sitt. Auðvitað er oft góð ástæða til að setja reglur til verndar fólki. Til að mynda er augljóst að það þarf að vera skýr reglurammi gegn því viðurstyggilega ofbeldi sem nauðungarhjónaband er. En málamyndahjónaband er allt annað. Af hverju kinkum við því ósjálfrátt og gagnrýnislaust kolli yfir heimild ríkisins til að hafa afskipti af meintu ástleysi hjóna þegar það hentar því? Af hverju megum við ekki giftast einhverjum til að ná honum úr aðstæðum stríðs og ótta eða vegna vinarþels eða bara af því bara? Af hverju meinar ríkið okkur að deila þeim réttindum og öryggi sem hjónabandið veitir með þeim sem við kjósum af hvaða fallegu ástæðum sem við kjósum? Er það endilega minni ást?
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun