Flesta knattspyrnumenn dreymir um að spila fyrir Barcelona en Cristian Tello vill ekki fara aftur þangað.
Þessi 24 ára leikmaður er í láni hjá Porto frá Barca. Hann var lánaður til tveggja ára í fyrra og þar hefur hann tekið miklum framförum og er orðinn lykilmaður hjá Porto.
Lánssamningurinn rennur út næsta sumar en leikmaðurinn vill ekki snúa aftur til Spánar.
Umboðsmaður hans hefur þegar komið þeim skilaboðum til Barcelona að leikmaðurinn hafi ekki áhuga á því að snúa aftur. Þar sem Barcelona vill ekki hafa menn sem vilja ekki vera þar er umbinn viss um að Tello losni frá félaginu.
Tello vill gera samning við Porto næsta sumar. Hann skoraði 7 mörk í 25 leikjum fyrir félagið í fyrra.
Vill ekki fara aftur til Barcelona
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
