Fótbolti

Inter tók toppsætið af Roma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Handanovic var magnaður í marki Inter í kvöld.
Handanovic var magnaður í marki Inter í kvöld. vísir/epa
Inter tyllti sér á toppinn í ítölsku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Roma í uppgjöri toppliðanna á Giuseppe Meazza í kvöld.

Gary Medel skoraði eina mark leiksins með góðu skoti fyrir utan teig á 31. mínútu.

Rómverjar sóttu stíft eftir það en fundu ekki leiðina framhjá Samir Handanovic, markverði Inter, sem átti frábæran leik og varði alls níu skot í leiknum, þar af þrjú í sömu sókninni í seinni hálfleik.

Bosníumaðurinn Milan Pjanic hjá Roma var rekinn af velli á 73. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald.

Þetta var sjötti 1-0 sigur Inter í deildinni en liðið hefur aðeins skorað 11 mörk í jafnmörgum leikjum í vetur. Þrátt fyrir það eru lærisveinar Roberto Mancini með 24 stig á toppi deildarinnar, einu stigi á undan Roma.


Tengdar fréttir

Cuadrado hetjan í borgarslagnum í Tórínó

Kólumbíumaðurinn Juan Cuadrado, lánsmaður frá Chelsea, tryggði Juventus dýrmætan 2-1 sigur á Torino í borgarslag í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×