Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2015 07:00 Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton. vísir/epa Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. Sanders mælist nú með 29 prósenta fylgi á landsvísu en mældist með 24 prósent í síðustu könnun fyrir kappræðurnar. Þá mælist Clinton með 45 prósent, jafn mikið og fyrir kappræður. Fylgi Joes Biden varaforseta, sem ekki hefur lýst yfir framboði, lækkar lítillega, úr nítján prósentum í átján. Brendan Boyle, einn fulltrúadeildarþingmanna demókrata, fullyrti í gær að Biden ætlaði í framboð. Aðspurður hvort það væri ekki of seint benti hann á að Bill Clinton hefði á síðum tíma farið í framboð í október og unnið.I have a very good source close to Joe that tells me VP Biden will run for Prez— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 For people who think it's too late for Biden to run, worth remembering Bill Clinton entered the 92 race in October— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 Joe Biden varaforseti þykir líklegur til að bjóða sig fram.Tíðindin um að bilið milli Sanders og Clinton minnki eru í takt við úrslit skoðanakannana á netinu eftir kappræður þar sem yfirgnæfandi meirihluti sagði Sanders sigurvegara kappræðnanna en úr takt við fyrirsagnir stærstu fjölmiðla Bandaríkjanna sem krýndu Clinton sigurvegara. Þá er Biden sá valkostur sem litinn er jákvæðustum augum en 51 prósent þátttakenda sögðust hafa jákvæða skoðun á honum samanborið við 46 prósent hjá Hillary Clinton og 41 prósent hjá Bernie Sanders. Fæstir segjast þó líta Sanders neikvæðum augum, 29 prósent samanborið við 37 prósent Bidens og 50 prósent Clinton.Hillary Clinton tapar fylgi.Vísir/AFPBoston Herald birti einnig nýja könnun sína fyrir forkosningar flokksins í New Hampshire sem er annað fylkið til að velja sér forsetaefni. Þar mælist Sanders með 38 prósenta fylgi, Clinton með þrjátíu prósent en Biden nítján prósent. Í könnun CNN var frambjóðendunum þremur stillt upp, hverju í sínu lagi, andspænis Donald Trump, sem mælist með mest fylgi á meðal þeirra repúblikana sem vilja verða forseti, og þátttakendur spurðir hvorn frambjóðandann þeir myndu heldur kjósa. Allir frambjóðendur demókrata voru vinsælli en Trump en minnstu munaði á milli Trump og Clinton. Hún mældist með fimmtíu prósent en Trump 45 prósent. Biden stóð öllu betur og hafði 53 prósent gegn 43 prósentum Trumps og Sanders hafði 53 prósent gegn 44 prósentum Trumps. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. Sanders mælist nú með 29 prósenta fylgi á landsvísu en mældist með 24 prósent í síðustu könnun fyrir kappræðurnar. Þá mælist Clinton með 45 prósent, jafn mikið og fyrir kappræður. Fylgi Joes Biden varaforseta, sem ekki hefur lýst yfir framboði, lækkar lítillega, úr nítján prósentum í átján. Brendan Boyle, einn fulltrúadeildarþingmanna demókrata, fullyrti í gær að Biden ætlaði í framboð. Aðspurður hvort það væri ekki of seint benti hann á að Bill Clinton hefði á síðum tíma farið í framboð í október og unnið.I have a very good source close to Joe that tells me VP Biden will run for Prez— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 For people who think it's too late for Biden to run, worth remembering Bill Clinton entered the 92 race in October— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 Joe Biden varaforseti þykir líklegur til að bjóða sig fram.Tíðindin um að bilið milli Sanders og Clinton minnki eru í takt við úrslit skoðanakannana á netinu eftir kappræður þar sem yfirgnæfandi meirihluti sagði Sanders sigurvegara kappræðnanna en úr takt við fyrirsagnir stærstu fjölmiðla Bandaríkjanna sem krýndu Clinton sigurvegara. Þá er Biden sá valkostur sem litinn er jákvæðustum augum en 51 prósent þátttakenda sögðust hafa jákvæða skoðun á honum samanborið við 46 prósent hjá Hillary Clinton og 41 prósent hjá Bernie Sanders. Fæstir segjast þó líta Sanders neikvæðum augum, 29 prósent samanborið við 37 prósent Bidens og 50 prósent Clinton.Hillary Clinton tapar fylgi.Vísir/AFPBoston Herald birti einnig nýja könnun sína fyrir forkosningar flokksins í New Hampshire sem er annað fylkið til að velja sér forsetaefni. Þar mælist Sanders með 38 prósenta fylgi, Clinton með þrjátíu prósent en Biden nítján prósent. Í könnun CNN var frambjóðendunum þremur stillt upp, hverju í sínu lagi, andspænis Donald Trump, sem mælist með mest fylgi á meðal þeirra repúblikana sem vilja verða forseti, og þátttakendur spurðir hvorn frambjóðandann þeir myndu heldur kjósa. Allir frambjóðendur demókrata voru vinsælli en Trump en minnstu munaði á milli Trump og Clinton. Hún mældist með fimmtíu prósent en Trump 45 prósent. Biden stóð öllu betur og hafði 53 prósent gegn 43 prósentum Trumps og Sanders hafði 53 prósent gegn 44 prósentum Trumps.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00
Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45
126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00
Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00