Arsenal vann 2-0 sigur á Bayern og fékk sín fyrstu stig | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2015 20:30 Arsenal-menn fagna í kvöld. Vísir/EPA Arsenal var gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Bayern München á Emirates-leikvanginum í Meistaradeildinni í kvöld en þetta voru fyrstu stig Arsenal í Meistaradeildinni á leiktíðinni eftir töp í tveimur fyrstu leikjum sínum. Varamaðurinn Olivier Giroud var hetja Arsenal en hann kom Arsenal í 1-0 aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, átti eina af markvörslum tímabilsins í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í marki Giroud. Leikmenn Bayern München voru mun meira með boltann í upphafi leiks en Arsenal-liðið datt aftarlega og beið átekta. Thiago fékk ágætt færi á 12. mínútu en Petr Cech varði og Douglas Costa var nálægt því að skora á 19. mínútu eftir skemmtilega gabbhreyfingu á vinstri vængnum en aftur kom Cech til bjargar. Arsenal-liðið óx ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. Alexis Sánchez fékk ágætt skotfæri í teignum en hitti ekki markið og Theo Walcott var ógnaði. Theo Walcott hélt síðan að hann væri að koma Arsenal í 1-0 á 34. mínútu en Manuel Neuer varði þá skalla frá honum á ótrúlegan hátt en tilþrifin minntu á heimsfræga markvörslu Gordon Banks frá Pele á HM 1970. Alexis Sánchez var næstum því búinn að leggja upp mark fyrir Douglas Costa rétt fyrir hálfleikinn eftir tap hann tapaði boltanum á mjög slæmum stað en Douglas Costa skaut yfir. Manuel Neuer gerði frábærlega í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í þeim síðari sem kostaði liðið sigurinn. Manuel Neuer átti þá skelfilegt úthlaup í aukaspyrnu Santi Cazorla og varamaðurinn Olivier Giroud nýtti sér það og kom boltanum í markið. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn á fjórðu mínútu í uppbótartíma, Manuel Neuer hélt að hann hefði varið en dómarinn dæmdi að boltinn hafi farið inn fyrir línuna.Tvö frábær tilþrif Bæjara í fyrri hálfleik Mark Olivier Giroud Mark Mesut Özil Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Sjá meira
Arsenal var gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Bayern München á Emirates-leikvanginum í Meistaradeildinni í kvöld en þetta voru fyrstu stig Arsenal í Meistaradeildinni á leiktíðinni eftir töp í tveimur fyrstu leikjum sínum. Varamaðurinn Olivier Giroud var hetja Arsenal en hann kom Arsenal í 1-0 aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, átti eina af markvörslum tímabilsins í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í marki Giroud. Leikmenn Bayern München voru mun meira með boltann í upphafi leiks en Arsenal-liðið datt aftarlega og beið átekta. Thiago fékk ágætt færi á 12. mínútu en Petr Cech varði og Douglas Costa var nálægt því að skora á 19. mínútu eftir skemmtilega gabbhreyfingu á vinstri vængnum en aftur kom Cech til bjargar. Arsenal-liðið óx ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. Alexis Sánchez fékk ágætt skotfæri í teignum en hitti ekki markið og Theo Walcott var ógnaði. Theo Walcott hélt síðan að hann væri að koma Arsenal í 1-0 á 34. mínútu en Manuel Neuer varði þá skalla frá honum á ótrúlegan hátt en tilþrifin minntu á heimsfræga markvörslu Gordon Banks frá Pele á HM 1970. Alexis Sánchez var næstum því búinn að leggja upp mark fyrir Douglas Costa rétt fyrir hálfleikinn eftir tap hann tapaði boltanum á mjög slæmum stað en Douglas Costa skaut yfir. Manuel Neuer gerði frábærlega í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í þeim síðari sem kostaði liðið sigurinn. Manuel Neuer átti þá skelfilegt úthlaup í aukaspyrnu Santi Cazorla og varamaðurinn Olivier Giroud nýtti sér það og kom boltanum í markið. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn á fjórðu mínútu í uppbótartíma, Manuel Neuer hélt að hann hefði varið en dómarinn dæmdi að boltinn hafi farið inn fyrir línuna.Tvö frábær tilþrif Bæjara í fyrri hálfleik Mark Olivier Giroud Mark Mesut Özil
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Sjá meira