Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2015 20:45 Kevin De Bruyne fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City gátu þakkað fyrir að vera ekki búnir að fá á sig fleiri en eitt mark þegar kom fram í uppbótartíma leiksins en sigurinn þýðir að liðið er komið með sex stig eftir þrjá leiki og er í góðri stöðu í D-riðlinum. Manchester City byrjaði leikinn ágætlega, Jesús Navas átti flott langskot rétt framhjá á 9. mínútu og aðeins mínútu síðar hitti Wilfried Bony boltann illa á miðjum teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin de Bruyne. Yevhen Konoplyanka komst nálægt því að koma Sevilla yfir á 17. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu útaf kanti og reyndi að skora hjá Joe Hart. Skot Konoplyanka small í stönginni en Hart náði að verja vel í frákastinu. Yaya Toure átti gott skot á 22. mínútu en boltinn fór rétt yfir markið eftir að hafa haft viðkomu í varnarmanni. Sevilla var samt betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fleiri færi. Joe Hart varði vel frá Yevhen Konoplyanka á 27. mínútu en hann kom engum vörnum við þremur mínútum síðar þegar Yevhen Konoplyanka kom Sevilla yfir í 1-0 eftir góða sókn. Manchester City var aðeins sex mínútum að jafna metin. Wilfried Bony fagnaðí markinu eins og það væri hans en markið verður skráð sem sjálfsmark Adil Rami. Yaya Toure gerði frábærlega í að labba í gegnum Sevilla-vörnina í aðdraganda marksins. Sevilla fékk fín færi í seinni hálfleiknum til að komast yfir, fyrst skallaði Kévin Gameiro boltann fyir á 55. mínútu og svo fékk hann aftur gott færi á 69. mínútu en mistókst aftur að nýta sér úrvalsstöðu í teignum. City-menn sluppu aftur með skrekkinn á 75. mínútu þegar varamaðurinn Michael Krohn-Dehli var sentímetrum frá því að koma spænska liðinu yfir. Kevin De Bruyne gerði hinsvegar út um leikinn á fyrstu mínútu uppbótartímans þegar hann skoraði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá Yaya Touré. City-menn fögnuðu vel enda gæti þetta verið eitt mikilvægasta mark liðsins í Meistaradeildinni í vetur.Yevhen Konoplyanka skorar á móti Man. City Manchester City jafnar á móti Sevilla Sigurmark Kevin De Bruyne Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City gátu þakkað fyrir að vera ekki búnir að fá á sig fleiri en eitt mark þegar kom fram í uppbótartíma leiksins en sigurinn þýðir að liðið er komið með sex stig eftir þrjá leiki og er í góðri stöðu í D-riðlinum. Manchester City byrjaði leikinn ágætlega, Jesús Navas átti flott langskot rétt framhjá á 9. mínútu og aðeins mínútu síðar hitti Wilfried Bony boltann illa á miðjum teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin de Bruyne. Yevhen Konoplyanka komst nálægt því að koma Sevilla yfir á 17. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu útaf kanti og reyndi að skora hjá Joe Hart. Skot Konoplyanka small í stönginni en Hart náði að verja vel í frákastinu. Yaya Toure átti gott skot á 22. mínútu en boltinn fór rétt yfir markið eftir að hafa haft viðkomu í varnarmanni. Sevilla var samt betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fleiri færi. Joe Hart varði vel frá Yevhen Konoplyanka á 27. mínútu en hann kom engum vörnum við þremur mínútum síðar þegar Yevhen Konoplyanka kom Sevilla yfir í 1-0 eftir góða sókn. Manchester City var aðeins sex mínútum að jafna metin. Wilfried Bony fagnaðí markinu eins og það væri hans en markið verður skráð sem sjálfsmark Adil Rami. Yaya Toure gerði frábærlega í að labba í gegnum Sevilla-vörnina í aðdraganda marksins. Sevilla fékk fín færi í seinni hálfleiknum til að komast yfir, fyrst skallaði Kévin Gameiro boltann fyir á 55. mínútu og svo fékk hann aftur gott færi á 69. mínútu en mistókst aftur að nýta sér úrvalsstöðu í teignum. City-menn sluppu aftur með skrekkinn á 75. mínútu þegar varamaðurinn Michael Krohn-Dehli var sentímetrum frá því að koma spænska liðinu yfir. Kevin De Bruyne gerði hinsvegar út um leikinn á fyrstu mínútu uppbótartímans þegar hann skoraði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá Yaya Touré. City-menn fögnuðu vel enda gæti þetta verið eitt mikilvægasta mark liðsins í Meistaradeildinni í vetur.Yevhen Konoplyanka skorar á móti Man. City Manchester City jafnar á móti Sevilla Sigurmark Kevin De Bruyne
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira