Þóttust vera hælisleitendur og stálu fyrir milljónir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2015 09:00 Fólkið sem búið er að vísa úr landi fyrir þjófnað nýtti sér þjónustu póstsins til að koma góssinu úr landi. Mynd/Íslandspóstur Sex karlmenn og ein kona frá Hvíta-Rússlandi voru send úr landi með endurkomubanni þann 9. október síðastliðinn vegna brota á útlendingalögum, en þau höfðu sótt um hæli hér á landi á fölskum vegabréfum og stolið vörum úr verslunum landsins fyrir nokkrar milljónir króna. Öll voru þau úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald í lok september vegna málsins og tók Útlendingastofnun í samráði við ákærusvið lögreglunnar þá ákvörðun að vísa þeim úr landi með endurkomubanni. „Við húsleit lögðum við hald á þýfi fyrir um tvær milljónir króna. Við vitum ekkert hvað það var mikils virði sem þau höfðu sent út með pósti en það var býsna mikið og ábyggilega annað eins,“ segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um málið.Áttu flugmiða heim á eigin vegabréfum Fólkið kom flest til landsins í byrjun sumars á eigin vegabréfum og sótti um hæli með öðrum vegabréfum, sem öll voru fölsuð. Þeim var úthlutað húsnæði hér á landi á meðan hælisumsókn þeirra var í ferli. „Þau komu hingað til lands í þeim tilgangi einum að stela úr búðum og selja þýfið úti. Þau voru öll með vinnu í Hvíta-Rússlandi og vissu alveg hvað þau voru að gera, enda þaulskipulagt,“ segir Benedikt en fólkið stundaði hér skipulagðan þjófnað þar til lögreglan komst á snoðir um málið í lok september. Fólkið átti flugmiða úr landi á eigin vegabréfum.Benedikt Lund ,lögreglufulltrúi, til vinstriLjótt að misnota sér eymd annarraHluta þýfisins hafði fólkið sent með pósti til Hvíta-Rússlands þar sem það var selt í netverslun þar í landi. „Konan sem var nokkuð samvinnuþýð benti okkur á netsíðu þar sem varningurinn var til sölu. Við fundum líka kvittanir frá póstinum við húsleit hjá fólkinu.“ Málið komst upp í kjölfar ábendinga frá öðrum hælisleitendum sem bjuggu í sama íbúðakjarna. Einnig hafði fólkið náðst á myndbandsupptökum í nokkrum verslunum. „Þarna voru aðrir hælisleitendur sem voru reiðir yfir þessu og létu okkur vita. Auðvitað eru flestir sem koma hingað til lands heiðarlegt fólk og það er ömurlegt hvernig þessir einstaklingar reyna að misnota sér eymd annarra,“ segir Benedikt sem telur mikilvægt að umræðan beinist ekki að slæmum afleiðingum þess að veita fólki hæli hér á landi. Frekar eigi hún að beinast að því hve ljótt það sé að misnota sér eymd annarra. Flóttamenn Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Sex karlmenn og ein kona frá Hvíta-Rússlandi voru send úr landi með endurkomubanni þann 9. október síðastliðinn vegna brota á útlendingalögum, en þau höfðu sótt um hæli hér á landi á fölskum vegabréfum og stolið vörum úr verslunum landsins fyrir nokkrar milljónir króna. Öll voru þau úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald í lok september vegna málsins og tók Útlendingastofnun í samráði við ákærusvið lögreglunnar þá ákvörðun að vísa þeim úr landi með endurkomubanni. „Við húsleit lögðum við hald á þýfi fyrir um tvær milljónir króna. Við vitum ekkert hvað það var mikils virði sem þau höfðu sent út með pósti en það var býsna mikið og ábyggilega annað eins,“ segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um málið.Áttu flugmiða heim á eigin vegabréfum Fólkið kom flest til landsins í byrjun sumars á eigin vegabréfum og sótti um hæli með öðrum vegabréfum, sem öll voru fölsuð. Þeim var úthlutað húsnæði hér á landi á meðan hælisumsókn þeirra var í ferli. „Þau komu hingað til lands í þeim tilgangi einum að stela úr búðum og selja þýfið úti. Þau voru öll með vinnu í Hvíta-Rússlandi og vissu alveg hvað þau voru að gera, enda þaulskipulagt,“ segir Benedikt en fólkið stundaði hér skipulagðan þjófnað þar til lögreglan komst á snoðir um málið í lok september. Fólkið átti flugmiða úr landi á eigin vegabréfum.Benedikt Lund ,lögreglufulltrúi, til vinstriLjótt að misnota sér eymd annarraHluta þýfisins hafði fólkið sent með pósti til Hvíta-Rússlands þar sem það var selt í netverslun þar í landi. „Konan sem var nokkuð samvinnuþýð benti okkur á netsíðu þar sem varningurinn var til sölu. Við fundum líka kvittanir frá póstinum við húsleit hjá fólkinu.“ Málið komst upp í kjölfar ábendinga frá öðrum hælisleitendum sem bjuggu í sama íbúðakjarna. Einnig hafði fólkið náðst á myndbandsupptökum í nokkrum verslunum. „Þarna voru aðrir hælisleitendur sem voru reiðir yfir þessu og létu okkur vita. Auðvitað eru flestir sem koma hingað til lands heiðarlegt fólk og það er ömurlegt hvernig þessir einstaklingar reyna að misnota sér eymd annarra,“ segir Benedikt sem telur mikilvægt að umræðan beinist ekki að slæmum afleiðingum þess að veita fólki hæli hér á landi. Frekar eigi hún að beinast að því hve ljótt það sé að misnota sér eymd annarra.
Flóttamenn Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent