Biti þeirra sem best hafa það Valgerður Bjarnadóttir skrifar 23. október 2015 07:00 Fjármálaráðherrann sagði í vikunni að hann væri orðinn talsvert leiður á því að fólk teldi sanngjarnt að þær stéttir sem nú eiga í samningaviðræðum við ríkisvaldið fái kjarabætur í takt við það sem aðrar stéttir hafa fengið. Sjálf er ég orðin hundleið á því að ráðherrar, Seðlabankinn, Samtök atvinnulífisins og annað kerfisfólk varpa ábyrgðinni á stöðugleika í efnahagskerfinu á launþega í landinu, sérstaklega þá sem lægri hafa launin. Árið 2013 samdi launafólk um það sem kallað var ábyrgar launahækkanir. Í ljós kom að í fyrirtækjum landsins fengu stjórnendur og millistjórnendur miklu meiri launahækkanir. Stjórnendur einfaldlega hækkuðu launin sín. Hækkanir millistjórnenda kallast launaskrið, væntanlega til að hafa í við stjórnendur. Nú er aftur hætta á launaskriði, segir kerfisliðið, núna vegna þess að þeir sem lægri hafa launin fá sanngjarna launahækkun. Af hverju er þetta svona? Svar: vegna þess að kerfisliðið vill ekki breyta kerfinu. Ríkisstjórnin hefur lækkað eða afnumið skatta og gjöld á þá sem best hafa það í þessu landi. Fyrir þá peninga hefði verið hægt að hækka laun opinberra starfsmanna. Stjórnendur fyrirtækja bera ábyrgð á því að reka fyrirtækin, þeir bera ábyrgð á því að greiða launþegum laun sem hægt er lifa sæmilega af. Stjórnendur bera ábyrgð á að fyrirtækjareksturinn sé þannig að framleiðni sé viðunandi. Stjórnendur bera ábyrgð á framleiðninni, ekki launþegarnir. Hingað til hafa menn komist upp með að varpa af sér allri ábyrgð, einmitt þeirri ábyrgð sem þeir segja að sé ástæða þess að þeir eigi skilin há laun. Launþegar þurfa að fá stærri bita af kökunni, um það snýst málið. Það þýðir auðvitað að biti þeirra sem best hafa það minnkar, en það er allt í lagi! Hann verður ágætlega stór eftir sem áður. – Málið snýst ekki um höfrungahlaup, heldur uppskurð á kerfinu. Þegar uppskurðinum er lokið skulum við tala um nýtt vinnumarkaðsmódel sem fjármálaráðherrann og Samtök atvinnulífsins kalla eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherrann sagði í vikunni að hann væri orðinn talsvert leiður á því að fólk teldi sanngjarnt að þær stéttir sem nú eiga í samningaviðræðum við ríkisvaldið fái kjarabætur í takt við það sem aðrar stéttir hafa fengið. Sjálf er ég orðin hundleið á því að ráðherrar, Seðlabankinn, Samtök atvinnulífisins og annað kerfisfólk varpa ábyrgðinni á stöðugleika í efnahagskerfinu á launþega í landinu, sérstaklega þá sem lægri hafa launin. Árið 2013 samdi launafólk um það sem kallað var ábyrgar launahækkanir. Í ljós kom að í fyrirtækjum landsins fengu stjórnendur og millistjórnendur miklu meiri launahækkanir. Stjórnendur einfaldlega hækkuðu launin sín. Hækkanir millistjórnenda kallast launaskrið, væntanlega til að hafa í við stjórnendur. Nú er aftur hætta á launaskriði, segir kerfisliðið, núna vegna þess að þeir sem lægri hafa launin fá sanngjarna launahækkun. Af hverju er þetta svona? Svar: vegna þess að kerfisliðið vill ekki breyta kerfinu. Ríkisstjórnin hefur lækkað eða afnumið skatta og gjöld á þá sem best hafa það í þessu landi. Fyrir þá peninga hefði verið hægt að hækka laun opinberra starfsmanna. Stjórnendur fyrirtækja bera ábyrgð á því að reka fyrirtækin, þeir bera ábyrgð á því að greiða launþegum laun sem hægt er lifa sæmilega af. Stjórnendur bera ábyrgð á að fyrirtækjareksturinn sé þannig að framleiðni sé viðunandi. Stjórnendur bera ábyrgð á framleiðninni, ekki launþegarnir. Hingað til hafa menn komist upp með að varpa af sér allri ábyrgð, einmitt þeirri ábyrgð sem þeir segja að sé ástæða þess að þeir eigi skilin há laun. Launþegar þurfa að fá stærri bita af kökunni, um það snýst málið. Það þýðir auðvitað að biti þeirra sem best hafa það minnkar, en það er allt í lagi! Hann verður ágætlega stór eftir sem áður. – Málið snýst ekki um höfrungahlaup, heldur uppskurð á kerfinu. Þegar uppskurðinum er lokið skulum við tala um nýtt vinnumarkaðsmódel sem fjármálaráðherrann og Samtök atvinnulífsins kalla eftir.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar