Segir Geir gera atlögu að tjáningarfrelsinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2015 08:00 Geir Þorsteinsson er ekki vinsæll í bláa hluta Manchester núna. vísir/stefán/getty Manchester City gæti átt yfir höfði sér sekt fyrir hegðun stuðningsmanna liðsins í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið, en stuðningsmenn City bauluðu á meðan Meistaradeildarlagið var spilað fyrir 2-1 sigurleik liðsins gegn Sevilla frá Spáni. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var eftirlitsmaður evrópska knattspyrnusambandsins á leiknum og sendi UEFA skýrslu eftir leikinn þar sem hann tók fyrir baulið í stuðningsmönnunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn City eru óánægðir með UEFA. Í fyrra leiddu þeir mótmæli gegn UEFA þar sem stuðningsmenn CSKA Moskvu mættu á leik síns liðs þó svo þeir ættu að leika fyrir tómum velli. Martin Samuel, einn fremsti fótboltablaðamaður Englands, er vægast sagt ósáttur við Geir og tekur hann og UEFA hressilega fyrir í pistli um málið á vefsíðu Daily Mail. „Þegar maður hélt að forráðamenn fótboltans gætu ekki verið ótengdari við raunveruleikann gerist þetta. Þarna er málfrelsinu ógnað og menn eiga yfir höfði sér sekt þrátt fyrir tjáningafrelsi,“ segir Samuel.Lið Manchester City og Sevilla ganga inn á völlinn í umræddum leik á miðvikudagskvöldið.vísir/gettyHvenær var Þorsteinssyni misboðið „Ekkert sem gerðist þegar Meistaradeildarlagið var spilað móðgaði okkur. Þarna hljóp enginn inn á völlinn og ekkert var skemmt. Ekkert var um kynþáttaníð, kynjamisrétti eða hommafælni. Það voru engin orð. Bara hljóð.“ Pistill Samuels er langur og ítarlegur. Hann rekur sögu Meistaradeildarlagsins og fer yfir skandala innan UEFA áður en hann tekur Geir Þorsteinsson svo persónulega fyrir. „Eftirlitsmaður UEFA skráir niður hegðun stuðningsmanna. Að þessu sinni var það Geir Þorsteinsson, formaður knattspyrnusambands Íslands. City staðfesti samt að ekkert var minnst á baulið í skýrslunni sem kemur alltaf í kjölfar leikja í Meistaradeildinni, en Þorsteinsson var á meðal áhorfenda,“ segir Samuel. „Hvenær nákvæmlega var honum eða einhverjum kollega hans misboðið og af hverju var City ekki látið vita tímanlega. Bölsýnismaður gæti haldið að Þorsteinsson hefði verið beðinn um að hlusta eftir mótþróa því hann vissi að eitthvað myndi gerast og svo bregðast við því. Þetta mun bara gera City tortryggt um hvað UEFA virkilega ætlaði sér þarna,“ segir Martin Samuel. Allan pistilinn má lesa hér. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 21. október 2015 20:45 Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Sjá meira
Manchester City gæti átt yfir höfði sér sekt fyrir hegðun stuðningsmanna liðsins í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið, en stuðningsmenn City bauluðu á meðan Meistaradeildarlagið var spilað fyrir 2-1 sigurleik liðsins gegn Sevilla frá Spáni. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var eftirlitsmaður evrópska knattspyrnusambandsins á leiknum og sendi UEFA skýrslu eftir leikinn þar sem hann tók fyrir baulið í stuðningsmönnunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn City eru óánægðir með UEFA. Í fyrra leiddu þeir mótmæli gegn UEFA þar sem stuðningsmenn CSKA Moskvu mættu á leik síns liðs þó svo þeir ættu að leika fyrir tómum velli. Martin Samuel, einn fremsti fótboltablaðamaður Englands, er vægast sagt ósáttur við Geir og tekur hann og UEFA hressilega fyrir í pistli um málið á vefsíðu Daily Mail. „Þegar maður hélt að forráðamenn fótboltans gætu ekki verið ótengdari við raunveruleikann gerist þetta. Þarna er málfrelsinu ógnað og menn eiga yfir höfði sér sekt þrátt fyrir tjáningafrelsi,“ segir Samuel.Lið Manchester City og Sevilla ganga inn á völlinn í umræddum leik á miðvikudagskvöldið.vísir/gettyHvenær var Þorsteinssyni misboðið „Ekkert sem gerðist þegar Meistaradeildarlagið var spilað móðgaði okkur. Þarna hljóp enginn inn á völlinn og ekkert var skemmt. Ekkert var um kynþáttaníð, kynjamisrétti eða hommafælni. Það voru engin orð. Bara hljóð.“ Pistill Samuels er langur og ítarlegur. Hann rekur sögu Meistaradeildarlagsins og fer yfir skandala innan UEFA áður en hann tekur Geir Þorsteinsson svo persónulega fyrir. „Eftirlitsmaður UEFA skráir niður hegðun stuðningsmanna. Að þessu sinni var það Geir Þorsteinsson, formaður knattspyrnusambands Íslands. City staðfesti samt að ekkert var minnst á baulið í skýrslunni sem kemur alltaf í kjölfar leikja í Meistaradeildinni, en Þorsteinsson var á meðal áhorfenda,“ segir Samuel. „Hvenær nákvæmlega var honum eða einhverjum kollega hans misboðið og af hverju var City ekki látið vita tímanlega. Bölsýnismaður gæti haldið að Þorsteinsson hefði verið beðinn um að hlusta eftir mótþróa því hann vissi að eitthvað myndi gerast og svo bregðast við því. Þetta mun bara gera City tortryggt um hvað UEFA virkilega ætlaði sér þarna,“ segir Martin Samuel. Allan pistilinn má lesa hér.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 21. október 2015 20:45 Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Sjá meira
Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 21. október 2015 20:45