Guðlaugur Þór stígur til hliðar sem ritari Sjálfstæðisflokksins og hleypir Áslaugu Örnu að Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2015 19:14 Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem ritari flokksins og hleypa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að. Þetta sagði Guðlaugur Þór í viðtali við fréttastofu Sjónvarpsins í beinni útsendingu. Lengi vel leit út fyrir að Guðlaugur Þór yrði eini frambjóðandinn í embætti ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Áslaug Arna tilkynnti svo óvænt í dag að hún ætlaði að bjóða sig fram. Guðlaugur Þór sagði að honum þætti það best fyrir flokkinn að hann myndi stíga til hliðar og hleypa öflugum ungum Sjálfstæðismanni að, það myndi efla flokkinn sem vildi auka þátttöku ungs fólks og kvenna í flokknum. Guðlaugur Þór sagði við RÚV að framboð Áslaugar hefði komið flatt upp á sig en fagnaði því. Eftir að hafa íhugað málið í dag komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir flokkinn að hleypa ungri og efnilegri manneskju í ritarastólinn. „Það sem ég hef lagt áherslu á er eðli málsins samkvæmt að efla innra starf flokksins, og þar sem við erum veikust fyrir er hjá ungu fólki og við höfum reynt að fá það til starfa, við höfum tileinkað þennan fund konum, og við erum að sjá hér glæsilegan afrakstur. Gríðarlega öflugan hóp af ungu fólki sem er að standa sig frábærlega og gríðarlega hátt hlutfall kvenna. Mín niðurstaða er þessi að það er best fyrir flokkinn minn og okkar að þegar kemur öflugt framboð frá ungri manneskju ætla ég að stíga til hliðar og styðja hana áfram í þessu öfluga starfi eins og ég get í því,“ sagði Guðlaugur. Áslaug Arna sagði þessa ákvörðun Guðlaugs Þórs hafa komið álíka flatt upp á hana og framboð hennar kom flatt upp á Guðlaug Þór fyrr í dag. Hún sagði virða hans ákvörðun og sagðist ánægð með að þau séu sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn þarfnist breytinga. Hún sagði þetta sýna að Sjálfstæðisflokkurinn treysti ungu fólki til starfa. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór Óvæntu framboði Áslaugar Örnu var tekið gríðarlega vel 24. október 2015 16:38 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem ritari flokksins og hleypa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að. Þetta sagði Guðlaugur Þór í viðtali við fréttastofu Sjónvarpsins í beinni útsendingu. Lengi vel leit út fyrir að Guðlaugur Þór yrði eini frambjóðandinn í embætti ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Áslaug Arna tilkynnti svo óvænt í dag að hún ætlaði að bjóða sig fram. Guðlaugur Þór sagði að honum þætti það best fyrir flokkinn að hann myndi stíga til hliðar og hleypa öflugum ungum Sjálfstæðismanni að, það myndi efla flokkinn sem vildi auka þátttöku ungs fólks og kvenna í flokknum. Guðlaugur Þór sagði við RÚV að framboð Áslaugar hefði komið flatt upp á sig en fagnaði því. Eftir að hafa íhugað málið í dag komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir flokkinn að hleypa ungri og efnilegri manneskju í ritarastólinn. „Það sem ég hef lagt áherslu á er eðli málsins samkvæmt að efla innra starf flokksins, og þar sem við erum veikust fyrir er hjá ungu fólki og við höfum reynt að fá það til starfa, við höfum tileinkað þennan fund konum, og við erum að sjá hér glæsilegan afrakstur. Gríðarlega öflugan hóp af ungu fólki sem er að standa sig frábærlega og gríðarlega hátt hlutfall kvenna. Mín niðurstaða er þessi að það er best fyrir flokkinn minn og okkar að þegar kemur öflugt framboð frá ungri manneskju ætla ég að stíga til hliðar og styðja hana áfram í þessu öfluga starfi eins og ég get í því,“ sagði Guðlaugur. Áslaug Arna sagði þessa ákvörðun Guðlaugs Þórs hafa komið álíka flatt upp á hana og framboð hennar kom flatt upp á Guðlaug Þór fyrr í dag. Hún sagði virða hans ákvörðun og sagðist ánægð með að þau séu sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn þarfnist breytinga. Hún sagði þetta sýna að Sjálfstæðisflokkurinn treysti ungu fólki til starfa.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór Óvæntu framboði Áslaugar Örnu var tekið gríðarlega vel 24. október 2015 16:38 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór Óvæntu framboði Áslaugar Örnu var tekið gríðarlega vel 24. október 2015 16:38
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði