"Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2015 19:33 Auðkýfingurinn heldur áfram að stela fyrirsögnum um allan heim. Vísir/Epa Donald Trump var samur við sig í viðtali á CNN í dag þegar hann sagðist vera „sameiningartáknið“ sem Bandaríkin þyrftu en hann sækist nú eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum á næsta ári. Yfirlýsingu auðkýfingsins má rekja til nýrrar skoðunakönnunar sem gefur til kynna að taugasérfræðingurinn Ben Carson, sem sækist einnig eftir útnefningu flokksins, njóti mests fylgis í Iowa-fylki. Þar fara fyrstu kosningarnar Repúblikanaflokksins fram og hafa oft verið sagðar setja tóninn fyrir kosningarnar í hinum fylkjunum sem á eftir fylgja. Trump, sem hefur leitt nánast allar skoðanakannanir til þessa, sagði að yrði hann forseti myndi hann ná að sætta ólík sjónarmið á bandaríska þinginu. Allt frá því að repúblikanar náðu þar meirihluta hefur demókratanum Barack Obama Bandaríkjaforseta reynst erfitt að ná mörgum af sínum hugaðarefnum í gegnum þingið. Í þættinum State of the Union á CNN eyddi Trump miklu púðri í baráttunni milli repúblikana og Hillary Clinton í síðustu viku þegar hún sat fyrir svörum vegna árásarinnar á bandaríska sendiráðið í Benghazi haustið 2012. Clinton var þá utanríkisráðherra og reyndi þingnefnd í ellefu klukkustundir að komast til botns í meintu skeytingarleysi hennar í málinu þar sem fjórir létu lífið. „Hatrið milli Repúblikana og Demókrata var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Trump. „Ég mun sameina. Landið [Bandaríkin] er klofið í herðar niður. Barack Obama hefur sundrað landinu. Þetta er beinlínis hatur, hatur segi ég. Ég hef ekki séð neitt þessu líkt.“ Auðkýfingurinn bætti þá við að yrði hann kosinn myndi hann verða „frábært sameiningartákn fyrir þjóðina.“ Gengið verður til kosninga í Iowa þann 1. febrúar næstkomandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Biden býður sig ekki fram "Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokksins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna. 22. október 2015 08:00 Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Auðkýfingurinn Donald Trump heldur áfram að skjóta á bróður mótframbjóðanda síns en hann segist fullviss um að stefna hans í innflytjendamálum hefði geta spornað við hryðjuverkaárásunum í New York árið 2001. 18. október 2015 21:14 Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Donald Trump var samur við sig í viðtali á CNN í dag þegar hann sagðist vera „sameiningartáknið“ sem Bandaríkin þyrftu en hann sækist nú eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum á næsta ári. Yfirlýsingu auðkýfingsins má rekja til nýrrar skoðunakönnunar sem gefur til kynna að taugasérfræðingurinn Ben Carson, sem sækist einnig eftir útnefningu flokksins, njóti mests fylgis í Iowa-fylki. Þar fara fyrstu kosningarnar Repúblikanaflokksins fram og hafa oft verið sagðar setja tóninn fyrir kosningarnar í hinum fylkjunum sem á eftir fylgja. Trump, sem hefur leitt nánast allar skoðanakannanir til þessa, sagði að yrði hann forseti myndi hann ná að sætta ólík sjónarmið á bandaríska þinginu. Allt frá því að repúblikanar náðu þar meirihluta hefur demókratanum Barack Obama Bandaríkjaforseta reynst erfitt að ná mörgum af sínum hugaðarefnum í gegnum þingið. Í þættinum State of the Union á CNN eyddi Trump miklu púðri í baráttunni milli repúblikana og Hillary Clinton í síðustu viku þegar hún sat fyrir svörum vegna árásarinnar á bandaríska sendiráðið í Benghazi haustið 2012. Clinton var þá utanríkisráðherra og reyndi þingnefnd í ellefu klukkustundir að komast til botns í meintu skeytingarleysi hennar í málinu þar sem fjórir létu lífið. „Hatrið milli Repúblikana og Demókrata var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Trump. „Ég mun sameina. Landið [Bandaríkin] er klofið í herðar niður. Barack Obama hefur sundrað landinu. Þetta er beinlínis hatur, hatur segi ég. Ég hef ekki séð neitt þessu líkt.“ Auðkýfingurinn bætti þá við að yrði hann kosinn myndi hann verða „frábært sameiningartákn fyrir þjóðina.“ Gengið verður til kosninga í Iowa þann 1. febrúar næstkomandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Biden býður sig ekki fram "Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokksins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna. 22. október 2015 08:00 Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Auðkýfingurinn Donald Trump heldur áfram að skjóta á bróður mótframbjóðanda síns en hann segist fullviss um að stefna hans í innflytjendamálum hefði geta spornað við hryðjuverkaárásunum í New York árið 2001. 18. október 2015 21:14 Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00
Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04
Biden býður sig ekki fram "Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokksins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna. 22. október 2015 08:00
Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Auðkýfingurinn Donald Trump heldur áfram að skjóta á bróður mótframbjóðanda síns en hann segist fullviss um að stefna hans í innflytjendamálum hefði geta spornað við hryðjuverkaárásunum í New York árið 2001. 18. október 2015 21:14
Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48
Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44