Tesla smíðar Model 3 í Kína Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 10:05 Sýningarsalur Tesla í Kína. Hingað til hefur Tesla eingöngu smíðað bíla sína í Kaliforníu. Með þriðju bílgerð Tesla, Model 3, verður hann einnig smíðaður í Kína. Með því mun Tesla spara sér 30% við framleiðslukostnað bílsins og koma í veg fyrir að á innflutta Tesla bíla sé lagður himinhár innflutningsskattur. Elon Musk, forstjóri Tesla ætlar Model 3 bílnum góða sölu í Kína með þessu fyrirkomulagi. Bíllinn verður smíðaður í verksmiðjum eins af stærri bílaframleiðendum Kína, en ekki er enn ljóst hver það verður. Sala Tesla á Model S bílnum í Kína hefur ekki verið eins góð og væntingar Tesla stóðu til. Í ár hafa aðeins 3.000 Tesla Model S selst í Kína til loka september, en alls hafa 18.000 Model S bílar selst í heiminum á sama tíma. Þar sem ríflega fjórði hver nýr bíll sem selst í heiminum er seldur í Kína, er þetta hlutfall fremur lágt fyrir Tesla. Nú er verið að reisa hina risavöxnu rafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada í Bandaríkjunum og munu fyrstu rafhlöðurnar verða framleiddar þar á næsta ári. Hún verður svo komin í full afköst árið 2018. Kostnaðurinn við verksmiðjuna er um 375 milljarðar króna. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent
Hingað til hefur Tesla eingöngu smíðað bíla sína í Kaliforníu. Með þriðju bílgerð Tesla, Model 3, verður hann einnig smíðaður í Kína. Með því mun Tesla spara sér 30% við framleiðslukostnað bílsins og koma í veg fyrir að á innflutta Tesla bíla sé lagður himinhár innflutningsskattur. Elon Musk, forstjóri Tesla ætlar Model 3 bílnum góða sölu í Kína með þessu fyrirkomulagi. Bíllinn verður smíðaður í verksmiðjum eins af stærri bílaframleiðendum Kína, en ekki er enn ljóst hver það verður. Sala Tesla á Model S bílnum í Kína hefur ekki verið eins góð og væntingar Tesla stóðu til. Í ár hafa aðeins 3.000 Tesla Model S selst í Kína til loka september, en alls hafa 18.000 Model S bílar selst í heiminum á sama tíma. Þar sem ríflega fjórði hver nýr bíll sem selst í heiminum er seldur í Kína, er þetta hlutfall fremur lágt fyrir Tesla. Nú er verið að reisa hina risavöxnu rafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada í Bandaríkjunum og munu fyrstu rafhlöðurnar verða framleiddar þar á næsta ári. Hún verður svo komin í full afköst árið 2018. Kostnaðurinn við verksmiðjuna er um 375 milljarðar króna.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent