Tywin Lannister selur Mustanginn Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 10:47 Klassískur Mustang, árgerð 1967, verður ekki lengur í eigu Charles Dance. Autoblog Leikarinn Charles Dance er einna þekktastur fyrir að leika hinn miskunnarlausa Tywin Lannister í Game of Thrones þáttaröðinni. Hann virðist einnig hafa ágætan smekk fyrir bílum, ekki síst af eldri gerð þeirra. Hann hefur átt þennan Ford Mustang blæjubíl frá árinu 2002, en bíllinn er af árgerð 1967. Nú hefur Dance hinsvegar ákveðið að selja gripinn á Classic Car uppboðinu í Bretlandi. Þessi Mustang hans Charles Dance hefur ekki aðeins verið uppá punt í eigu leikarans því hann notaði bílinn sem sitt helsta farartæki frá 2002 til 2013, en þá fór bíllinn í allsherjar yfirhalningu. Er hann nú sem nýr og meðal annars með upptekna V8, 289 kúbiktommu vél. Búist er við því að Mustanginn fari á 25-30.000 bresk pund á uppboðinu, eða 5 til 6 milljónir króna. Game of Thrones Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent
Leikarinn Charles Dance er einna þekktastur fyrir að leika hinn miskunnarlausa Tywin Lannister í Game of Thrones þáttaröðinni. Hann virðist einnig hafa ágætan smekk fyrir bílum, ekki síst af eldri gerð þeirra. Hann hefur átt þennan Ford Mustang blæjubíl frá árinu 2002, en bíllinn er af árgerð 1967. Nú hefur Dance hinsvegar ákveðið að selja gripinn á Classic Car uppboðinu í Bretlandi. Þessi Mustang hans Charles Dance hefur ekki aðeins verið uppá punt í eigu leikarans því hann notaði bílinn sem sitt helsta farartæki frá 2002 til 2013, en þá fór bíllinn í allsherjar yfirhalningu. Er hann nú sem nýr og meðal annars með upptekna V8, 289 kúbiktommu vél. Búist er við því að Mustanginn fari á 25-30.000 bresk pund á uppboðinu, eða 5 til 6 milljónir króna.
Game of Thrones Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent