Sala Huawei-síma eykst hraðast á þessu ári Sæunn Gísladóttir skrifar 27. október 2015 14:41 Sérfræðingar spá því að 100 milljón Huawei símar muni seljast á árinu. Vísir/EPA Kínverski snjallsímaframleiðandinn Huawei er á öruggri leið með að verða mest vaxandi snjallsímaframleiðandi þessa árs, að mati greiningaraðila. Huawei er í augnablikinu þriðji stærsti snjallsímaframleiðandi heims á eftir Samsung og Apple. Sala hans hefur hins vegar aukist til muna á þessu ári. Í gær tilkynnti framleiðandinn að snjallsímasendingar hefðu aukist um 63 prósent milli ára og námu 27,4 milljónum. Sala dýrari tegunda síma jókst einnig sem er jákvætt fyrir fyrirtækið sem vill losna við þá ímynd að selja einungis ódýrari síma. Eftir góða sölu á þriðja ársfjórðungi áætla sérfræðingar að framleiðandinn muni selja 100 milljón snjallsíma á árinu, sem er 33 prósent aukning milli ára. Það er meiri söluaukning heldur en hjá samkeppnisaðilunum Apple, Xiaomi og Lenovo. Huawei á þó enn langt í land með að ná markaðsyfirráðum en markaðshlutdeild fyrirtækisins nam sjö milljörðum dollara, jafnvirði 900 milljarða íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi sem er fimmtungur hlutdeildar Apple og Samsung. Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kínverski snjallsímaframleiðandinn Huawei er á öruggri leið með að verða mest vaxandi snjallsímaframleiðandi þessa árs, að mati greiningaraðila. Huawei er í augnablikinu þriðji stærsti snjallsímaframleiðandi heims á eftir Samsung og Apple. Sala hans hefur hins vegar aukist til muna á þessu ári. Í gær tilkynnti framleiðandinn að snjallsímasendingar hefðu aukist um 63 prósent milli ára og námu 27,4 milljónum. Sala dýrari tegunda síma jókst einnig sem er jákvætt fyrir fyrirtækið sem vill losna við þá ímynd að selja einungis ódýrari síma. Eftir góða sölu á þriðja ársfjórðungi áætla sérfræðingar að framleiðandinn muni selja 100 milljón snjallsíma á árinu, sem er 33 prósent aukning milli ára. Það er meiri söluaukning heldur en hjá samkeppnisaðilunum Apple, Xiaomi og Lenovo. Huawei á þó enn langt í land með að ná markaðsyfirráðum en markaðshlutdeild fyrirtækisins nam sjö milljörðum dollara, jafnvirði 900 milljarða íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi sem er fimmtungur hlutdeildar Apple og Samsung.
Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira