Hundrað leikja byrjunarliðið frá Tampere Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 06:00 Hólmfríður bættist í hundrað leikja klúbbinn á mánudag. Vísir/Vilhelm Tampere í Finnlandi, 24. ágúst 2009. Tímamótadagur og staður fyrir íslensku fótboltalandsliðin þegar stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu spiluðu sinn fyrsta leik A-landsliðs Íslands í úrslitakeppni stórmóts í fótbolta. Tæpu ári seinna varð fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fyrst íslenskra kvenna til að spila hundrað landsleiki fyrir Ísland og frá þeim tíma hafa síðan fimm bæst í hópinn. Allar eiga það sameiginlegt með Katrínu að hafa gengið fylktu liði inn á Ratina Stadion í Tampere fyrir sex árum. Fjórar hafa bæst í hópinn á síðustu tveimur árum og síðustu tvær voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir í haustleikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Eftir hundraðasta landsleik Hólmfríðar Magnúsdóttur í Slóveníu í fyrrakvöld er staðan sú að meira en helmingur af umræddu byrjunarliði hefur fengið inngöngu í klúbbinn. Við getum líka farið að telja niður þar til sú sjöunda bætist í hópinn en hin 25 ára gamla Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sinn 87. landsleik í Slóveníu. Íslenska liðið spilar fimm leiki í undankeppninni á næsta ári og við bætast væntanlega samtals átta leikir í Algarve-bikarnum 2016 og 2017. Sara gæti komist í hópinn snemma árs 2017 þegar íslensku stelpurnar eru vonandi að undirbúa sig fyrir þriðja EM í röð. Eftir standa fjórar úr umræddu byrjunarliði sem ekki komast í hundrað leikja klúbbinn. Bakvörðurinn Erna Björk Sigurðardóttir og miðvörðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir voru óheppnar með meiðsli, þá er Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 30 leikjum frá stóra takmarkinu en landsliðsferill hennar er á enda runninn.Grafík/VísirEftir stendur Katrín Ómarsdóttir sem hefur verið úti í kuldanum hjá landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni að undanförnu. Hólmfríður bættist einnig í hóp þeirra fimm sem hafa fagnað sigri í stóra tímamótaleiknum en allar sem hafa verið í byrjunarliði í hundraðasta leiknum hafa haft fleiri en eina ástæðu til brosa í leikslok. Hólmfríður fékk að vísu bara hálftíma en náði á þeim tíma að leggja upp mark og hjálpa íslenska liðinu að komast í 2-0 á útivelli. Katrín Jónsdóttir, fyrsta konan í klúbbnum, skoraði í sínum tímamótaleik og er sú eina sem hefur náð því. Eftir þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum er Margrét Lára komin með 75 mörk fyrir íslenska landsliðið og vantar nú 25 mörk til að hafa skorað hundrað mörk. Það hefur tekið Margréti 45 landsleiki að skora síðustu 25 mörk sín og því þarf hún að halda dampi og leika fimmtíu landsleiki til viðbótar til að komast líka í hundrað marka klúbbinn. Það eru litlar líkur á því að það takist eða svona álíka miklar og að einhver muni ná að bæta markamet hennar í framtíðinni. Nú, þegar fjórar af sex í hundrað leikja klúbbnum hafa skellt skónum upp á hillu er það raunhæfara markmið hjá Margréti Láru að bæta leikjamet Katrínar Jónsdóttur en til þess þarf þessi mikla markadrottning að spila 32 leiki til viðbótar. Þá hefur Hólmfríður örugglega ekki sagt sitt síðasta þótt hún sé tveimur árum eldri en Margrét Lára enda bara tveimur leikjum á eftir. Katrín spilaði í rúm þrjú ár eftir hundraðasta leikinn en bæði Þóra Björg Helgadóttir og Dóra María Lárusdóttir hættu eftir hundrað leikja árið sitt. Við vonum að Margrét Lára og Hólmfríður fórni sér fyrir Ísland í nokkur ár til viðbótar. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Tampere í Finnlandi, 24. ágúst 2009. Tímamótadagur og staður fyrir íslensku fótboltalandsliðin þegar stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu spiluðu sinn fyrsta leik A-landsliðs Íslands í úrslitakeppni stórmóts í fótbolta. Tæpu ári seinna varð fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fyrst íslenskra kvenna til að spila hundrað landsleiki fyrir Ísland og frá þeim tíma hafa síðan fimm bæst í hópinn. Allar eiga það sameiginlegt með Katrínu að hafa gengið fylktu liði inn á Ratina Stadion í Tampere fyrir sex árum. Fjórar hafa bæst í hópinn á síðustu tveimur árum og síðustu tvær voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir í haustleikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Eftir hundraðasta landsleik Hólmfríðar Magnúsdóttur í Slóveníu í fyrrakvöld er staðan sú að meira en helmingur af umræddu byrjunarliði hefur fengið inngöngu í klúbbinn. Við getum líka farið að telja niður þar til sú sjöunda bætist í hópinn en hin 25 ára gamla Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sinn 87. landsleik í Slóveníu. Íslenska liðið spilar fimm leiki í undankeppninni á næsta ári og við bætast væntanlega samtals átta leikir í Algarve-bikarnum 2016 og 2017. Sara gæti komist í hópinn snemma árs 2017 þegar íslensku stelpurnar eru vonandi að undirbúa sig fyrir þriðja EM í röð. Eftir standa fjórar úr umræddu byrjunarliði sem ekki komast í hundrað leikja klúbbinn. Bakvörðurinn Erna Björk Sigurðardóttir og miðvörðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir voru óheppnar með meiðsli, þá er Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 30 leikjum frá stóra takmarkinu en landsliðsferill hennar er á enda runninn.Grafík/VísirEftir stendur Katrín Ómarsdóttir sem hefur verið úti í kuldanum hjá landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni að undanförnu. Hólmfríður bættist einnig í hóp þeirra fimm sem hafa fagnað sigri í stóra tímamótaleiknum en allar sem hafa verið í byrjunarliði í hundraðasta leiknum hafa haft fleiri en eina ástæðu til brosa í leikslok. Hólmfríður fékk að vísu bara hálftíma en náði á þeim tíma að leggja upp mark og hjálpa íslenska liðinu að komast í 2-0 á útivelli. Katrín Jónsdóttir, fyrsta konan í klúbbnum, skoraði í sínum tímamótaleik og er sú eina sem hefur náð því. Eftir þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum er Margrét Lára komin með 75 mörk fyrir íslenska landsliðið og vantar nú 25 mörk til að hafa skorað hundrað mörk. Það hefur tekið Margréti 45 landsleiki að skora síðustu 25 mörk sín og því þarf hún að halda dampi og leika fimmtíu landsleiki til viðbótar til að komast líka í hundrað marka klúbbinn. Það eru litlar líkur á því að það takist eða svona álíka miklar og að einhver muni ná að bæta markamet hennar í framtíðinni. Nú, þegar fjórar af sex í hundrað leikja klúbbnum hafa skellt skónum upp á hillu er það raunhæfara markmið hjá Margréti Láru að bæta leikjamet Katrínar Jónsdóttur en til þess þarf þessi mikla markadrottning að spila 32 leiki til viðbótar. Þá hefur Hólmfríður örugglega ekki sagt sitt síðasta þótt hún sé tveimur árum eldri en Margrét Lára enda bara tveimur leikjum á eftir. Katrín spilaði í rúm þrjú ár eftir hundraðasta leikinn en bæði Þóra Björg Helgadóttir og Dóra María Lárusdóttir hættu eftir hundrað leikja árið sitt. Við vonum að Margrét Lára og Hólmfríður fórni sér fyrir Ísland í nokkur ár til viðbótar.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti