Notaði Guardiola leikkerfið 2-3-5 í gær? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 16:00 Pep Guardiola. Vísir/Getty Pep Guardiola stýrði Bayern München til sigurs á Wolfsburg í þýsku bikarkeppninni í gær en liðið hefur unnið tólf af þrettán bikarleikjum undir stjórn Spánverjans. Pep Guardiola gerði frábæra hluti sem þjálfari Barcelona og þá var hann oft óhræddur við að prófa nýjungar eins og að spila með svokallaða "falska" níu (Lionel Messi) og færa miðjumanninn Javier Mascherano niður í vörnina til að stýra spilinu. Báðar þessar breytingar heppnuðust vel hjá Barcelona og Guardiola er ekkert hættur að breyta hinum klassísku uppskriftum af leikskipulagi til að ná sem mestu út úr sínum leikmannahópi. Knattspyrnufræðingar líta margir svo á að hann hafi þannig stillt upp í leikkerfið 2-3-5 í upphafi leiks í gær og með því komið leikmönnum VfL Wolfsburg í opna skjöldu. Bæjarar skoruðu allaveg þrjú mörk á fyrstu 34 mínútum leiksins, Thomas Müller skoraði tvö þeirra eftir undirbúning David Alaba og hinn stórskemmtilegri Douglas Costa kom Bayern-liðinu á bragðið. Leikkerfið var sett fram sem 4-1-4-1 með Robert Lewandowski sem einan frammi en sumir sáu þetta þannig að Lewandowski hafi verið í raun einn af fimm framlínumönnum liðsins ásamt þeim Douglas Costa, Kingsley Coman, David Alaba og Thomas Müller. Javi Martínez og Jérome Boateng voru eini í öftustu línu og fyrir framan þá á miðjunni voru síðan þeir Thiago, Xabi Alonso og fyrirliðinn Philipp Lahm. Auðvitað er líka hægt að líta svo á að hér hafi verið leikkerfið 2-5-3 en það er ekki eins skemmtileg pæling. Bayern München hefur unnið fyrstu tíu leiki sína í þýsku deildinni og virðist vera með algjört yfirburðarlið. Það er því ekkert skrýtið að Pep Guardiola reyni eitthvað nýtt og skemmtilegt til að halda smá spennu í þessu.Guardiola's 2-3-5 tactics against Wolfsburg #Pep pic.twitter.com/10CSUVBVh8— The Pep (@GuardiolaTweets) October 28, 2015 bayern - porto : jeu de position Bayern from Premiere Touche on Vimeo. Feel free to call it 2-3-5. #Pep #Style #BackToTheBeginnings pic.twitter.com/5SixNrU0Pn— István Beregi (@szteveo) October 3, 2014 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira
Pep Guardiola stýrði Bayern München til sigurs á Wolfsburg í þýsku bikarkeppninni í gær en liðið hefur unnið tólf af þrettán bikarleikjum undir stjórn Spánverjans. Pep Guardiola gerði frábæra hluti sem þjálfari Barcelona og þá var hann oft óhræddur við að prófa nýjungar eins og að spila með svokallaða "falska" níu (Lionel Messi) og færa miðjumanninn Javier Mascherano niður í vörnina til að stýra spilinu. Báðar þessar breytingar heppnuðust vel hjá Barcelona og Guardiola er ekkert hættur að breyta hinum klassísku uppskriftum af leikskipulagi til að ná sem mestu út úr sínum leikmannahópi. Knattspyrnufræðingar líta margir svo á að hann hafi þannig stillt upp í leikkerfið 2-3-5 í upphafi leiks í gær og með því komið leikmönnum VfL Wolfsburg í opna skjöldu. Bæjarar skoruðu allaveg þrjú mörk á fyrstu 34 mínútum leiksins, Thomas Müller skoraði tvö þeirra eftir undirbúning David Alaba og hinn stórskemmtilegri Douglas Costa kom Bayern-liðinu á bragðið. Leikkerfið var sett fram sem 4-1-4-1 með Robert Lewandowski sem einan frammi en sumir sáu þetta þannig að Lewandowski hafi verið í raun einn af fimm framlínumönnum liðsins ásamt þeim Douglas Costa, Kingsley Coman, David Alaba og Thomas Müller. Javi Martínez og Jérome Boateng voru eini í öftustu línu og fyrir framan þá á miðjunni voru síðan þeir Thiago, Xabi Alonso og fyrirliðinn Philipp Lahm. Auðvitað er líka hægt að líta svo á að hér hafi verið leikkerfið 2-5-3 en það er ekki eins skemmtileg pæling. Bayern München hefur unnið fyrstu tíu leiki sína í þýsku deildinni og virðist vera með algjört yfirburðarlið. Það er því ekkert skrýtið að Pep Guardiola reyni eitthvað nýtt og skemmtilegt til að halda smá spennu í þessu.Guardiola's 2-3-5 tactics against Wolfsburg #Pep pic.twitter.com/10CSUVBVh8— The Pep (@GuardiolaTweets) October 28, 2015 bayern - porto : jeu de position Bayern from Premiere Touche on Vimeo. Feel free to call it 2-3-5. #Pep #Style #BackToTheBeginnings pic.twitter.com/5SixNrU0Pn— István Beregi (@szteveo) October 3, 2014
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira