1942, 1959 og 2017 Þorvaldur Gylfason skrifar 29. október 2015 07:00 Misvægi atkvæða eftir búsetu hefur verið eitt helzta bitbein íslenzkra stjórnmála allar götur frá 1849 þegar Fjölnismaðurinn Brynjólfur Pétursson, nýkominn heim af danska stjórnlagaþinginu sem hann sat fyrir Íslands hönd, lagði fram tillögu um jafnt vægi atkvæða í anda lýðræðisöldunnar sem reið þá yfir Evrópu en valdhafar börðu niður líkt og Trampe greifi sleit þjóðfundinum í Lærða skólanum í miðjum klíðum 1851.Bætt flík Við lýðveldisstofnunina 1944 hlaut stjórnarskráin frá 1874 sem var óbreytt að mestu frá 1849 en lagfærð lítils háttar 1920 að taka frekari breytingum. Þar eð lýðveldisstofnunin átti sér stað við þær aðstæður að Danmörk var hernumið land og fékk engum vörnum við komið og Íslendingar vildu hafa hraðar hendur var látið duga að gera sem allra minnstar breytingar á gildandi stjórnarskrá gegn loforðum fulltrúa allra stjórnmálaflokka á Alþingi um að ráðizt yrði í gagngera endurskoðun stjórnarskrárinnar með hraði að lokinni stofnun lýðveldis. „Um þetta virtist einhugur, innan þings sem utan,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur í ritgerð sinni „Tjaldað til einnar nætur. Uppruni bráðabirgðastjórnarskrárinnar“ (2012) og vitnar því til staðfestingar orðrétt í fulltrúa allra flokka á þingi. Þjóðaratkvæðagreiðslan um nýja stjórnarskrá 1944 var haldin samhliða annarri um niðurfellingu sambandslaganna frá 1918, þ.e. um stofnun lýðveldis. Það þótti nánast þegnskylda að styðja bæði málin. Þetta er skýringin á 98% kosningaþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1944 og stuðningi 98% kjósenda við lýðveldisstjórnarskrána. Nýsköpunarstjórn allra þingflokka nema Framsóknarflokksins undir forsæti Ólafs Thors formanns Sjálfstæðisflokksins var mynduð haustið 1944 og lofaði nýrri stjórnarskrá „eigi síðar en síðari hluta næsta vetrar“, þ.e. eigi síðar en vorið 1946. Heitið var ekki efnt, hvorki þá né síðar. Í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar 1949 sagði Sveinn Björnsson forseti Íslands: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins, rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurftum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogunum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum vér því ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld. … Vonandi dregst eigi lengi úr þessu að setja nýja stjórnarskrá.“Sundurþykkja Sveinn Björnsson, ríkisstjóri frá 1941, sá í hendi sér að flokkarnir voru ófærir um farsæla samvinnu bæði vegna persónulegrar sundurþykkju forustumanna þeirra og alvarlegs málefnaágreinings, m.a. um stjórnarskrána. Árið 1942 knúði Sjálfstæðisflokkurinn í gegnum Alþingi ásamt Alþýðuflokknum og Sósíalistaflokknum breytingu á kosningaákvæði stjórnarskrárinnar til að jafna atkvæðisréttinn gegn gallharðri andstöðu Framsóknarflokksins. Illindin sem af þessu hlutust voru ein ástæða þess að flokkarnir gátu ekki komið sér saman um myndun ríkisstjórnar. Ríkisstjórinn skipaði því utanþingsstjórn sem sat við völd frá 1942 fram yfir lýðveldisstofnunina 1944 í óþökk Alþingis. Samvinna Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna í stjórnarskrármálinu 1942 þegar haldnar voru tvennar þingkosningar, vor og haust, lagði grunninn að myndun nýsköpunarstjórnarinnar þegar öldurnar lægði tveim árum síðar, haustið 1944. Svo hörð var andstaða framsóknarmanna gegn stjórnarskrárbreytingunni 1942 innan þings og utan að ekki greri um heilt milli stóru flokkanna árum saman eftir það. Þeir mynduðu að vísu samsteypustjórnir 1950 og 1953, en þeir hnakkrifust innbyrðis nær allan tímann. Helmingaskiptanafngiftin festist þessi ár við báða flokkana. Hermangið gróf um sig. Hvorugur flokksformannanna gat hugsað sér að sitja í ríkisstjórn undir forsæti hins. Þannig stóð á því að Hermann Jónasson formaður Framsóknarflokksins tók ekki sæti í ríkisstjórn Ólafs Thors 1953-1956, né heldur tók Ólafur Thors í mál að sitja í ríkisstjórn undir forsæti Hermanns svo að þeir sátu heldur báðir formennirnir sem óbreyttir ráðherrar í ríkisstjórn Steingríms Steinþórssonar 1950-1953. Af þessu má ráða hversu fráleit hún er sú röksemd Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og fáeinna annarra gegn frumvarpi stjórnlagaráðs að stjórnarskrárbreytingar þurfi að fara fram í fullri sátt. Fullri sátt hverra? Fyrir liggur að þriðjungur kjósenda greiddi atkvæði gegn nýju stjórnarkránni í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Röksemd forsetans og annarra er augljós fyrirsláttur. Forsetinn virðist halla réttu máli af ráðnum hug nema hann sé úti að aka. Reynslan frá 1942 – og einnig frá 1959 þegar sagan frá 1942 endurtók sig – sýnir að stjórnarskrárbreytingar sem stugga við sterkum sérhagsmunum geta ekki með góðu móti farið fram í fullkominni sátt. Það liggur í hlutarins eðli. Stjórnarskrá Bandaríkjanna var t.a.m. samþykkt með miklum naumindum 1787-1789. Fimmtán ár liðu frá átökunum um stjórnarskrána 1959 þar til Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn náðu saman um myndun ríkisstjórnar 1974.Upplögð forskrift Nýju Alþingi verður í lófa lagið 2017 að endurtaka leikinn frá 1942 og 1959 skv. forskrift Sjálfstæðisflokksins. Nýja stjórnarskráin sem kjósendur samþykktu 2012 verður lögð fyrir Alþingi strax að loknum kosningum vorið 2017 og staðfest þar, þing verður rofið og boðað til nýrra kosninga þá um haustið. Nýtt Alþingi staðfestir nýju stjórnarskrána haustið 2017. Hiki Alþingi getur forseti Íslands lagt nýju stjórnarskrána fyrir Alþingi skv. 25. grein gildandi stjórnarskrár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Misvægi atkvæða eftir búsetu hefur verið eitt helzta bitbein íslenzkra stjórnmála allar götur frá 1849 þegar Fjölnismaðurinn Brynjólfur Pétursson, nýkominn heim af danska stjórnlagaþinginu sem hann sat fyrir Íslands hönd, lagði fram tillögu um jafnt vægi atkvæða í anda lýðræðisöldunnar sem reið þá yfir Evrópu en valdhafar börðu niður líkt og Trampe greifi sleit þjóðfundinum í Lærða skólanum í miðjum klíðum 1851.Bætt flík Við lýðveldisstofnunina 1944 hlaut stjórnarskráin frá 1874 sem var óbreytt að mestu frá 1849 en lagfærð lítils háttar 1920 að taka frekari breytingum. Þar eð lýðveldisstofnunin átti sér stað við þær aðstæður að Danmörk var hernumið land og fékk engum vörnum við komið og Íslendingar vildu hafa hraðar hendur var látið duga að gera sem allra minnstar breytingar á gildandi stjórnarskrá gegn loforðum fulltrúa allra stjórnmálaflokka á Alþingi um að ráðizt yrði í gagngera endurskoðun stjórnarskrárinnar með hraði að lokinni stofnun lýðveldis. „Um þetta virtist einhugur, innan þings sem utan,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur í ritgerð sinni „Tjaldað til einnar nætur. Uppruni bráðabirgðastjórnarskrárinnar“ (2012) og vitnar því til staðfestingar orðrétt í fulltrúa allra flokka á þingi. Þjóðaratkvæðagreiðslan um nýja stjórnarskrá 1944 var haldin samhliða annarri um niðurfellingu sambandslaganna frá 1918, þ.e. um stofnun lýðveldis. Það þótti nánast þegnskylda að styðja bæði málin. Þetta er skýringin á 98% kosningaþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1944 og stuðningi 98% kjósenda við lýðveldisstjórnarskrána. Nýsköpunarstjórn allra þingflokka nema Framsóknarflokksins undir forsæti Ólafs Thors formanns Sjálfstæðisflokksins var mynduð haustið 1944 og lofaði nýrri stjórnarskrá „eigi síðar en síðari hluta næsta vetrar“, þ.e. eigi síðar en vorið 1946. Heitið var ekki efnt, hvorki þá né síðar. Í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar 1949 sagði Sveinn Björnsson forseti Íslands: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins, rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurftum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogunum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum vér því ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld. … Vonandi dregst eigi lengi úr þessu að setja nýja stjórnarskrá.“Sundurþykkja Sveinn Björnsson, ríkisstjóri frá 1941, sá í hendi sér að flokkarnir voru ófærir um farsæla samvinnu bæði vegna persónulegrar sundurþykkju forustumanna þeirra og alvarlegs málefnaágreinings, m.a. um stjórnarskrána. Árið 1942 knúði Sjálfstæðisflokkurinn í gegnum Alþingi ásamt Alþýðuflokknum og Sósíalistaflokknum breytingu á kosningaákvæði stjórnarskrárinnar til að jafna atkvæðisréttinn gegn gallharðri andstöðu Framsóknarflokksins. Illindin sem af þessu hlutust voru ein ástæða þess að flokkarnir gátu ekki komið sér saman um myndun ríkisstjórnar. Ríkisstjórinn skipaði því utanþingsstjórn sem sat við völd frá 1942 fram yfir lýðveldisstofnunina 1944 í óþökk Alþingis. Samvinna Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna í stjórnarskrármálinu 1942 þegar haldnar voru tvennar þingkosningar, vor og haust, lagði grunninn að myndun nýsköpunarstjórnarinnar þegar öldurnar lægði tveim árum síðar, haustið 1944. Svo hörð var andstaða framsóknarmanna gegn stjórnarskrárbreytingunni 1942 innan þings og utan að ekki greri um heilt milli stóru flokkanna árum saman eftir það. Þeir mynduðu að vísu samsteypustjórnir 1950 og 1953, en þeir hnakkrifust innbyrðis nær allan tímann. Helmingaskiptanafngiftin festist þessi ár við báða flokkana. Hermangið gróf um sig. Hvorugur flokksformannanna gat hugsað sér að sitja í ríkisstjórn undir forsæti hins. Þannig stóð á því að Hermann Jónasson formaður Framsóknarflokksins tók ekki sæti í ríkisstjórn Ólafs Thors 1953-1956, né heldur tók Ólafur Thors í mál að sitja í ríkisstjórn undir forsæti Hermanns svo að þeir sátu heldur báðir formennirnir sem óbreyttir ráðherrar í ríkisstjórn Steingríms Steinþórssonar 1950-1953. Af þessu má ráða hversu fráleit hún er sú röksemd Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og fáeinna annarra gegn frumvarpi stjórnlagaráðs að stjórnarskrárbreytingar þurfi að fara fram í fullri sátt. Fullri sátt hverra? Fyrir liggur að þriðjungur kjósenda greiddi atkvæði gegn nýju stjórnarkránni í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Röksemd forsetans og annarra er augljós fyrirsláttur. Forsetinn virðist halla réttu máli af ráðnum hug nema hann sé úti að aka. Reynslan frá 1942 – og einnig frá 1959 þegar sagan frá 1942 endurtók sig – sýnir að stjórnarskrárbreytingar sem stugga við sterkum sérhagsmunum geta ekki með góðu móti farið fram í fullkominni sátt. Það liggur í hlutarins eðli. Stjórnarskrá Bandaríkjanna var t.a.m. samþykkt með miklum naumindum 1787-1789. Fimmtán ár liðu frá átökunum um stjórnarskrána 1959 þar til Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn náðu saman um myndun ríkisstjórnar 1974.Upplögð forskrift Nýju Alþingi verður í lófa lagið 2017 að endurtaka leikinn frá 1942 og 1959 skv. forskrift Sjálfstæðisflokksins. Nýja stjórnarskráin sem kjósendur samþykktu 2012 verður lögð fyrir Alþingi strax að loknum kosningum vorið 2017 og staðfest þar, þing verður rofið og boðað til nýrra kosninga þá um haustið. Nýtt Alþingi staðfestir nýju stjórnarskrána haustið 2017. Hiki Alþingi getur forseti Íslands lagt nýju stjórnarskrána fyrir Alþingi skv. 25. grein gildandi stjórnarskrár.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun