Fær bætur eftir að hafa verið sakaður um að hafa tekið þátt í umfangsmiklu smyglmáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2015 12:00 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Valgarður Íslenska ríkið var í gær dæmt til að greiða Sigurði Hilmari Ólasyni 950.000 krónur í miskabætur en hann hafði krafist rúmlega 22 milljóna í bætur vegna tekjutaps og sálræns áfalls vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar. Sigurður Hilmar sætti hlerunum og var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmiklu smyglmáli sem kom upp árið 2008 en málið var látið niður falla árið 2009. Í lok árs 2008 barst íslensku lögreglunni upplýsingar um að tiltekinn hópur brotamanna hefði keypt 2,5 tonn af kókaíni í Suður-Ameríku. Einn meðlimur hópsins hafði komið nokkrum sinnað hingað til lands og hitt fanga á Litla-Hrauni, m.a. með Sigurði Hilmari. Lögreglan hleraði samtal þessa manns og Sigurðar Hilmars við fanga á Litla-Hrauni þar sem kom fram að ætlunin væri að flytja inn vökva sem blandaður væri fíkniefnum.Símtöl hleruð og handtekinn í viðurvist sjónvarpsmyndavélaLögreglunni þótti því tilefni til þess að rannsaka mögulega aðild Sigurðar Hilmars að fíkniefnasmygli hingað til lands og fékk hún heimild til þess að hlera símtöl hans. Jafnframt fékk lögreglan heimild til að hlera samtöl sem Sigurður Hilmar átti við fanga á Litla-Hrauni í heimsóknum Sigurðar Hilmars. Fjármálafyrirtæki þurftu einnig að láta af hendi upplýsingar um viðskipti sín við Sigurð Hilmar og einkahlutafélög í hans eigu. Eftir að hafa verið undir rannsókn lögreglu í um hálft ár var Sigurður Hilmar handtekinn þann 8. júní 2009 og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Fréttamenn Stöðvar 2 voru á staðnum er handtakan átti sér stað og tóku hana upp og birtu í fréttatíma Stöðvar 2 um kvöldið.Sagði samskipti sín snúast um stofnun félags til þess að kaupa vörubíla Í gæsluvarðhaldsúrskurði segir að komið hafi fram rökstuddur grunur um að Sigurður Hilmar hafi tekið þátt í peningaþvætti og aðild að stórfelldum fíkniefnabrotum. Í lögregluskýrslum vegna málsins segir að Sigurður Hilmar hafi verið talinn tengjast innflutningi á tíu tonnum af fljótandi sykurmixtúru en slík sending, blönduð kókaíni, hafi verið stöðvuð í apríl og maí 2009 í Ekvador og á Bahamas-eyjum. Sigurður Hilmar neitað sök og sagði að samskipti sín við erlendu aðilana hafi tengst því að þeir hafi ætlað að stofna einkahlutafélag til þess að kaupa vörubíla, varahluti og byggingarkrana. Hann neitaði allri aðild að fíkniefnaviðskiptum og peningaþvætti. Málin gegn Sigurði Hilmari voru látin niður falla en hann segir að í kjölfar handtöku og rannsókn málsins hafi hann orðið óvinnufær, fjármálastofnanir hafi lokað á viðskipti og mikil fjölmiðlaumfjöllun hafi hafi gert honum erfitt fyrir um að afla sér tekna. Í stefnu sinni á hendur íslenska ríkinu krafðist Sigurður Hilmar bóta vegna þess að hafa að ósekju sætt gæsluvarðhaldi og taldi hann sig jafnframt eiga rétt á bótum vegna tekjutaps. Krafðist hann þess að íslenska ríkið greiddi honum 22,8 milljónir í bætur vegna málsins.Hlaut 950.000 í miskabætur frá ríkinuÍ dómi Héraðdóms Reykjavíkur segir að vegna samskipta Sigurðar Hilmar við erlenda aðila sem tengdust fíkniefnainnflutningi hafi lögregla haft tilefni til þess að rannsaka aðild hans að málinu frekar. í dóminum segir þó að ekki hafi verið nógu skýrar ástæður til þess að hneppa hann í gæsluvarðhald. Ekki þótti sannað að Sigurður Hilmar hafi orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna málsins og taldi dómurinn tekjutap hans vera ósannað. Fallist var á kröfur hans um miskabætur vegna gæsluvarðhalds og dæmdi Héraðsdómur honum 950.000 krónur í miskabætur vegna þess.Dóminn má lesa í heild sínni hér. Bahamaeyjar Dómsmál Tengdar fréttir Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45 Málið gegn Sigurði Óla látið niður falla Ríkissaksóknari hefur látið falla niður mál gegn Sigurði Hilmari Ólasyni sem sat í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur í júní grunaður um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Brynjar Níelsson, verjandi Sigurðar, segir að hann hafi fengið bréf frá Ríkissaksóknara þess efnis. 25. ágúst 2009 10:36 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Íslenska ríkið var í gær dæmt til að greiða Sigurði Hilmari Ólasyni 950.000 krónur í miskabætur en hann hafði krafist rúmlega 22 milljóna í bætur vegna tekjutaps og sálræns áfalls vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar. Sigurður Hilmar sætti hlerunum og var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmiklu smyglmáli sem kom upp árið 2008 en málið var látið niður falla árið 2009. Í lok árs 2008 barst íslensku lögreglunni upplýsingar um að tiltekinn hópur brotamanna hefði keypt 2,5 tonn af kókaíni í Suður-Ameríku. Einn meðlimur hópsins hafði komið nokkrum sinnað hingað til lands og hitt fanga á Litla-Hrauni, m.a. með Sigurði Hilmari. Lögreglan hleraði samtal þessa manns og Sigurðar Hilmars við fanga á Litla-Hrauni þar sem kom fram að ætlunin væri að flytja inn vökva sem blandaður væri fíkniefnum.Símtöl hleruð og handtekinn í viðurvist sjónvarpsmyndavélaLögreglunni þótti því tilefni til þess að rannsaka mögulega aðild Sigurðar Hilmars að fíkniefnasmygli hingað til lands og fékk hún heimild til þess að hlera símtöl hans. Jafnframt fékk lögreglan heimild til að hlera samtöl sem Sigurður Hilmar átti við fanga á Litla-Hrauni í heimsóknum Sigurðar Hilmars. Fjármálafyrirtæki þurftu einnig að láta af hendi upplýsingar um viðskipti sín við Sigurð Hilmar og einkahlutafélög í hans eigu. Eftir að hafa verið undir rannsókn lögreglu í um hálft ár var Sigurður Hilmar handtekinn þann 8. júní 2009 og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Fréttamenn Stöðvar 2 voru á staðnum er handtakan átti sér stað og tóku hana upp og birtu í fréttatíma Stöðvar 2 um kvöldið.Sagði samskipti sín snúast um stofnun félags til þess að kaupa vörubíla Í gæsluvarðhaldsúrskurði segir að komið hafi fram rökstuddur grunur um að Sigurður Hilmar hafi tekið þátt í peningaþvætti og aðild að stórfelldum fíkniefnabrotum. Í lögregluskýrslum vegna málsins segir að Sigurður Hilmar hafi verið talinn tengjast innflutningi á tíu tonnum af fljótandi sykurmixtúru en slík sending, blönduð kókaíni, hafi verið stöðvuð í apríl og maí 2009 í Ekvador og á Bahamas-eyjum. Sigurður Hilmar neitað sök og sagði að samskipti sín við erlendu aðilana hafi tengst því að þeir hafi ætlað að stofna einkahlutafélag til þess að kaupa vörubíla, varahluti og byggingarkrana. Hann neitaði allri aðild að fíkniefnaviðskiptum og peningaþvætti. Málin gegn Sigurði Hilmari voru látin niður falla en hann segir að í kjölfar handtöku og rannsókn málsins hafi hann orðið óvinnufær, fjármálastofnanir hafi lokað á viðskipti og mikil fjölmiðlaumfjöllun hafi hafi gert honum erfitt fyrir um að afla sér tekna. Í stefnu sinni á hendur íslenska ríkinu krafðist Sigurður Hilmar bóta vegna þess að hafa að ósekju sætt gæsluvarðhaldi og taldi hann sig jafnframt eiga rétt á bótum vegna tekjutaps. Krafðist hann þess að íslenska ríkið greiddi honum 22,8 milljónir í bætur vegna málsins.Hlaut 950.000 í miskabætur frá ríkinuÍ dómi Héraðdóms Reykjavíkur segir að vegna samskipta Sigurðar Hilmar við erlenda aðila sem tengdust fíkniefnainnflutningi hafi lögregla haft tilefni til þess að rannsaka aðild hans að málinu frekar. í dóminum segir þó að ekki hafi verið nógu skýrar ástæður til þess að hneppa hann í gæsluvarðhald. Ekki þótti sannað að Sigurður Hilmar hafi orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna málsins og taldi dómurinn tekjutap hans vera ósannað. Fallist var á kröfur hans um miskabætur vegna gæsluvarðhalds og dæmdi Héraðsdómur honum 950.000 krónur í miskabætur vegna þess.Dóminn má lesa í heild sínni hér.
Bahamaeyjar Dómsmál Tengdar fréttir Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45 Málið gegn Sigurði Óla látið niður falla Ríkissaksóknari hefur látið falla niður mál gegn Sigurði Hilmari Ólasyni sem sat í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur í júní grunaður um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Brynjar Níelsson, verjandi Sigurðar, segir að hann hafi fengið bréf frá Ríkissaksóknara þess efnis. 25. ágúst 2009 10:36 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45
Málið gegn Sigurði Óla látið niður falla Ríkissaksóknari hefur látið falla niður mál gegn Sigurði Hilmari Ólasyni sem sat í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur í júní grunaður um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Brynjar Níelsson, verjandi Sigurðar, segir að hann hafi fengið bréf frá Ríkissaksóknara þess efnis. 25. ágúst 2009 10:36
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent