Aron Einar: Mun berjast fyrir sæti mínu Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 13:30 Aron Einar í leik með Cardiff. Vísir/Getty „Ég lenti í þessu líka í ensku úrvalsdeildinni að spila ekki leik í einhverja tvo mánuði og það er bara spurning hvernig maður tæklar þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, aðspurður úr í stöðuna hjá félagsliði sínu, Cardiff City en hann hefur lítið fengið að spila undanfarnar vikur. Aron Einar var í viðtali í útvarpsþætti Fotbolti.net á X-inu í dag þar sem hann ræddi meðal annars stöðuna hjá Cardiff. „Það eru margir búnir að spurja að þessu og ég held að fjölmiðlarnir séu með meiri áhyggjur af þessu en ég. Auðvitað hefur þetta einhver áhrif, ég er ekki vanur því að fá ekki að spila og ég vill vera í góðu standi fyrir næsta sumar. Ég er í þessu til að spila fótbolta en þetta er bara spurning hvernig þú kemur út úr þessu.“ Aron sagðist ætla að berjast fyrir sætinu næstu mánuðina en ef ekkert myndi breytast myndi hann skoða málin í janúar. „Ég er tilbúinn að berjast fyrir sætinu en ef ekkert breytist fer ég að líta í kringum mig. Ég bíð rólegur fram í janúar en stærsta mót lífsins míns að koma næsta sumar og ég vill vera í góðu leikformi þegar að því kemur. Ég skrifaði undir nýjan samning því mér líður vel þarna og fjölskyldunni líka og ég fékk að spila á síðasta tímabili.“Aron er fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/gettyAron meiddist á undirbúningstímabilinu en hann segir að það sé að hafa áhrif. „Þegar ég skrifa undir samning er ýmsu lofað en ég lendi svo í því að meiðast á undirbúningstímabilinu og gat ekki tekið þátt á æfingum og æfingarleikjum. Þjálfarinn vill halda liðinu sem hann hefur verið að nota en ég er duglegur að banka á dyrnar hjá honum og spjalla við hann.“ Aron verður ekki með íslenska liðinu í dag en hann segir að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að halda sigurhefðinni lifandi. „Við þurfum að halda sigurhefðinni lifandi og halda áfram að vinna í hlutum. Lars er ekki að fara að breyta neinu stórkostlegu heldur breyta einhverju sem hefur farið úrskeiðis þótt það sé ekki mikið. Við erum ennþá að bæta okkur og við förum til Frakklands í góðu skapi ef við höldum áfram að vinna leiki,“ sagði Aron sem varð faðir á dögunum og segir það hjálpa sér inn á vellinum. „Ég fæ meiri gæsahúð þegar ég stíg út á völlinn, ég kann ekki skýringu á því. Sennilega því ég vill það að hann verði stoltur af manni þegar hann verður stærri. Þetta er greinilega partur af því að eignast krakka,“ sagði Aron sem sagðist ekkert vera farinn að skoða hótelið sem íslenska liðið dvelur á í Frakklandi. „Ég er ekkert búinn að skoða hótelið en Kolbeinn talaði vel um þetta eftir að hafa verið að æfa þarna í sumar. Hann sagði að það væri mjög mikill friður þarna. Ætli ég muni ekki kúra með Rúriki á meðan mótinu stendur,“ sagði Aron léttur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
„Ég lenti í þessu líka í ensku úrvalsdeildinni að spila ekki leik í einhverja tvo mánuði og það er bara spurning hvernig maður tæklar þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, aðspurður úr í stöðuna hjá félagsliði sínu, Cardiff City en hann hefur lítið fengið að spila undanfarnar vikur. Aron Einar var í viðtali í útvarpsþætti Fotbolti.net á X-inu í dag þar sem hann ræddi meðal annars stöðuna hjá Cardiff. „Það eru margir búnir að spurja að þessu og ég held að fjölmiðlarnir séu með meiri áhyggjur af þessu en ég. Auðvitað hefur þetta einhver áhrif, ég er ekki vanur því að fá ekki að spila og ég vill vera í góðu standi fyrir næsta sumar. Ég er í þessu til að spila fótbolta en þetta er bara spurning hvernig þú kemur út úr þessu.“ Aron sagðist ætla að berjast fyrir sætinu næstu mánuðina en ef ekkert myndi breytast myndi hann skoða málin í janúar. „Ég er tilbúinn að berjast fyrir sætinu en ef ekkert breytist fer ég að líta í kringum mig. Ég bíð rólegur fram í janúar en stærsta mót lífsins míns að koma næsta sumar og ég vill vera í góðu leikformi þegar að því kemur. Ég skrifaði undir nýjan samning því mér líður vel þarna og fjölskyldunni líka og ég fékk að spila á síðasta tímabili.“Aron er fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/gettyAron meiddist á undirbúningstímabilinu en hann segir að það sé að hafa áhrif. „Þegar ég skrifa undir samning er ýmsu lofað en ég lendi svo í því að meiðast á undirbúningstímabilinu og gat ekki tekið þátt á æfingum og æfingarleikjum. Þjálfarinn vill halda liðinu sem hann hefur verið að nota en ég er duglegur að banka á dyrnar hjá honum og spjalla við hann.“ Aron verður ekki með íslenska liðinu í dag en hann segir að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að halda sigurhefðinni lifandi. „Við þurfum að halda sigurhefðinni lifandi og halda áfram að vinna í hlutum. Lars er ekki að fara að breyta neinu stórkostlegu heldur breyta einhverju sem hefur farið úrskeiðis þótt það sé ekki mikið. Við erum ennþá að bæta okkur og við förum til Frakklands í góðu skapi ef við höldum áfram að vinna leiki,“ sagði Aron sem varð faðir á dögunum og segir það hjálpa sér inn á vellinum. „Ég fæ meiri gæsahúð þegar ég stíg út á völlinn, ég kann ekki skýringu á því. Sennilega því ég vill það að hann verði stoltur af manni þegar hann verður stærri. Þetta er greinilega partur af því að eignast krakka,“ sagði Aron sem sagðist ekkert vera farinn að skoða hótelið sem íslenska liðið dvelur á í Frakklandi. „Ég er ekkert búinn að skoða hótelið en Kolbeinn talaði vel um þetta eftir að hafa verið að æfa þarna í sumar. Hann sagði að það væri mjög mikill friður þarna. Ætli ég muni ekki kúra með Rúriki á meðan mótinu stendur,“ sagði Aron léttur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira