Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum.
Aukaspyrna Gylfa í upphafi leiksins leiddi til fyrsta marks leiksins en og skoraði annað mark leiksins eftir glæsilegan sprett.
Þá var Kolbeinn öflugur í leiknum en varnarlína liðsins sem hefur staðið vakt sína með prýði hingað til í keppninni var ekki nægilega góð í dag og spurning hvort fjarvera Kára Árnasonar hafði hafði eitthvað að segja.
Byrjunarlið:
Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6
Varði tvisvar vel í fyrri hálfleik. Gat lítið gert í mörkunum.
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6
Tapaði boltanum á hættulegum stað undir lok fyrri hálfleiks en í kjölfarið fengu Lettar sitt besta færi. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega.
Kári Árnason, miðvörður -
Meiddist snemma leiks og þurfti að fara af velli.
Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6
Lenti í meiri vandræðum en oftast í undankeppninni til þessa. Bjargaði sér þó oftast.
Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6
Var of seinn að setja pressu á Deniss Rekels í jöfnunarmarki Letta. Gerði lítið fram á við.
Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7
Fékk dauðafæri snemma leiks sem hann hefði átt að nýta. Sást lítið í seinni hálfleik.
Emil Hallfreðsson, miðjumaður 5
Góður á boltanum en Lettar fengu alltof oft of mikið pláss milli miðju og varnar. Mikilvægi Arons Einars Gunnarssonar kom bersýnilega í ljós í dag. Fékk þó ekki alltaf mikla hjálp.
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8
Frábær í sóknarleiknum. Skoraði magnað mark og átti skotið sem leiddi til fyrsta marksins. Fíflaði Igors Tarasovs hvað eftir annað. Full kærulaus í varnarleiknum.
Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5
Líflegur og duglegur að vanda. Datt niður í seinni hálfleik eins og allt liðið.
Alfreð Finnbogason, framherji 7
Ákveðinn í að nýta tækifærið í byrjunarliðinu og sanna sig. Útsjónarsamur og skapandi. Hann og Jóhann Berg náðu vel saman. Mjög duglegur og sífellt að bjóða sig. Fór minna fyrir honum í seinni hálfleik.
Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8
Komst upp fyrir Ríkharð Jónsson á markalistanum þegar hann kom Íslandi yfir strax á 5. mínútu. Var mjög líflegur og góður í tengispilinu.
Varamenn:
Sölvi Geir Ottesen 5 (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 18. mínútu)
Ekkert sérstök innkoma. Var of langt frá Valerjis Sabala þegar hann jafnaði metin.
Eiður Smári Guðjohnsen 6 (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu)
Tapaði boltanum í aðdraganda jöfnunarmarks Lettlands. Lagði upp gott færi fyrir Kolbein.
Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti
