Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin í seinni hálfleik eftir að hafa lent 0-2 undir.
Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi yfir á upphafsmínútum leiksins og bætti Gylfi Þór Sigurðsson við öðru marki á 27. mínútu og leit allt út fyrir að íslenska liðið myndi vinna öruggan sigur.
Aleksandrs Cauna minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks eftir kæruleysislegan varnarleik íslenska liðsins og aðeins átján mínútum síðar náði Valerijs Šabala að jafna metin fyrir gestina með glæsilegri afgreiðslu.
Mörkin má sjá hér fyrir neðan en Ísland leikur lokaleik riðilsins gegn Tyrklandi á þriðjudaginn.
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan
Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum.